Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 41
LISTIR
Það er varla hægt að segja aðmargt hafi komið manni áóvart í íslensku djasslífi á
þessu ári. Björn Thoroddsen og Sig-
urður Flosason hafa verið í framlín-
unni, en þriðja laufið í íslenska
djasssmáranum miðaldra, Tómas R.
Einarsson, hefur haldið sig nokkuð
til hlés. Björn hefur leikið mikið í
Ameríku með tríói sínu Cold Front,
sem sendi frá sér fyrstu plötu sína á
árinu, og var hún bæði gefin út í
Kanada og á Íslandi. Sigurður
Flosason hljóðritaði skífu með
kvartetti sínum, Leiðin heim, sem
bæði var gefin út hér og í Japan, svo
segja má að Íslandsdjassinn hafi
flogið víða. Þessar skífur ásamt
popplagaskífu Kristjönu Stef-
ánsdóttur og Agnars Más og dansk-
íslensku skífunum með kvintetti
Finn Zieglers og Árna Schevings og
íslenska kvartetti Arne For-
chhammers voru tilnefndar til ís-
lensku tónlistarverðlaunanna í
djassflokki. Í fyrra urðu Tómas R.
og Samúel Jón hlutskarpastir.
Arne Forchhammer og FinnZiegler létust með stuttu milli-
bili fyrir nokkrum vikum og segja
má að dauði þeirra hafi snert ís-
lenskan djass nokkuð, svo oft sem
þeir heimsóttu landið og léku með
íslenskum djassleikurum. Þó var
fráfall Niels-Hennings mesta áfall
er norrænn djass varð fyrir á árinu.
Hann varð tæplega 59 ára gamall og
heimsóknir hans til Íslands voru
ótalmargar og fyrirhugað var að
hann léki hér í september á 30 ára
afmæli Jazzvakningar og hljóðritaði
m.a. með íslenskum djassleikurum.
Grettir Björnsson lést einnig á
árinu, en hann lék djass prýðilega
bæði á aðalhljóðfæri sitt harm-
onikkuna, svo og klarinett. Þá hvarf
Szimon Kuran alltof snemma af
þessari lífstjörnu.
Tónleikahald var fjörugt í
Reykjavík. Jómfrúardjass í sumar
og Múlinn starfaði fyrrihluta ársins
á Hótel Borg en þann síðari í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Meðal eft-
irminnilegra Múlatónleika voru
tríótónleikar Kjartans Valdimars-
sonar, Joe Henderson tónleikar
kvartetts hins unga saxófónleikara
Steinars Sigurðarsonar og tónleikar
Jóns Páls Bjarnasonar með saxófón-
leikurunum Óskari Guðjónssyni og
Ólafi Jónssyni. Jón Páll er nú 67 ára
en batnar bara með aldrinum.
Flaggskip Íslandsdjassins, Stór-sveit Reykjavíkur, starfaði af
miklum krafti þetta árið og meðal
gestastjórnenda voru Eero Koivist-
oinen, John Fedchock, Greg Hopk-
ins og Ole Kock Hansen, sem stjórn-
aði bæði veraldlegum og andlegum
Ellington tónleikum á Djasshátíð
Egilsstaða (sem Árni Ísleifs stjórn-
aði í síðasta skipti) og Jazzhátíð
Reykjavíkur. Langholtskirkjukór-
inn söng með hljómsveitinni á helgi-
tónleikunum og kórinn söng einnig
með Mezzoforte á fyrsta tvennu-
disknum íslenska (mynd- og hljóm-
diski), er hafði að geyma verk Árna
Egilssonar, Kaleidoscope. Um 15 ís-
lenskir djassdiskar voru gefnir út á
árinu, en margir þeirra voru ansi
poppskotnir.
Auk Egilsstaðahátíðarinnar voru
djasshátíðir haldnar í Vest-
mannaeyjum og Skógum undir
Eyjafjöllum en að sjálfsögðu var
Jazzhátíð Reykjavíkur sú viða-
mesta. Þar var helsta stjarnan
Kenny Garrett ásamt kvartetti sín-
um. Jafnvel áhugaverðari voru tón-
leikar þýskjapanska dúettsins er
Taiko Saito og Niko Meinhold skip-
uðu, en Niko lék auk þess með
hljómsveit Róberts Reynissonar gít-
arleikara. Ragnheiður Gröndal
söng á hátíðinni með oktett sínum
söngdansa í útsetningu Hauks Grön-
dals, er báru með sér andblæ vest-
urstrandardjassins. Söngkonu-
flóran íslenska blómstrar, því auk
Ragnheiðar má nefna tvær aðrar
ungar söngkonur sérlega efnilegar:
Þórunni Pálínu Jónsdóttur og Þóru
Björk Þórðardóttur.
Hér hefur verið stikað á stóru, en
ekki má gleyma að þakka Olivier
Dintinger, framkvæmdastjóra Alli-
ance française í Reykjavik, sem lauk
störfum hérlendis í sumar. Hann
hefur fært okkur marga frábæra
franska djassleikara; í ár Sylvain
Luc, er lék með Birni Thoroddsen,
og einhverja bestu djassleikara
Frakka um þessar mundir: Elios og
Boulou Ferré.
Íslandsdjassinn árið 2005
’Tónleikahald varfjörugt í Reykjavík.
Jómfrúardjass í sumar
og Múlinn starfaði
fyrrihluta ársins á Hótel
Borg en þann síðari í
Þjóðleikhúskjallaran-
um.‘
AF LISTUM
Vernharður Linnet
Morgunblaðið/Sverrir
„Stórsveit Reykjavíkur starfaði af miklum krafti þetta árið.“
ÉG ER ekki viss um að mörg börn
þekki Nonnabækurnar í dag, bæk-
urnar sem fóru um heim allan og
voru þýddar á fjölda tungumála.
Sögur úr íslenskri sveit eiga í mikilli
samkeppni við galdrasögur utan úr
heimi, íslensk sveit hefur ekki enn
komist í tísku hjá yngstu kynslóðinni
og þó að íslensk náttúra sé orðin
hipp og kúl eins og sjá má í nýjustu
músíkmyndböndunum er ég ekki
viss um að sú tíska nái til gamalla
sagna. Það er þrautin þyngri að
brjóta sér leið gegnum öll þessi kúl-
heit sem umvefja íslenska krakka í
dag, sérstaklega strákana. Eins mik-
ið og áreitið er í daglegu umhverfi
þeirra gæti ég trúað að dálítil snið-
ugheit þyrfti til að pranga inn á
marga þeirra sögunni af Nonna og
Manna við silungsveiðar, fallega
myndskreyttri vatnslitamyndum
Kristins G. Jóhannssonar. En það er
engin ástæða til að láta deigan síga í
stríðinu við tilgangslausa tölvuleiki,
plebbahúmor, botnlausa ofbeld-
isdýrkun og ameríkaníseringu. Góð
saga stendur alltaf fyrir sínu og svo
er einnig hér, sagan af Nonna og
Árna á silungsveiðum er spennandi
og sýnir fram á að átta ára krakkar
geta mun meira en við fullorðna fólk-
ið höldum. Í sögunni er boðskap-
urinn til barnanna sá að láta full-
orðna fólkið ekki draga úr sér
kjarkinn og til þeirra fullorðnu að
vera ekki of ströng við börnin og
treysta þeim til dáða því þau standa
fyllilega undir því. Hér er ekki verið
að kenna börnum að bursta tenn-
urnar eða flokka rusl enda er það
ekki hlutverk góðra bóka. Afleið-
ingin er sú að ég hef alla trú á því að
bækurnar geti náð til barna í dag
jafnt sem fyrir margt löngu. Myndir
Kristins G. eru bjartar. liprar og
sumarlegar. Ef til vill hefðu sterkari
andslitsdrættir og svipbrigði per-
sóna á myndunum orðið til þess að
auka enn frekar á dramað en á móti
kemur falleg alltumvefjandi íslensk
náttúra sem gefur sögunni sterkan
bakgrunn. Textinn í endursögn
stingur hvergi í augun og ekkert við
hann ætti að trufla unga lesendur.
Þetta er fjórða bókin um ævintýri
Nonna sem kemur út í þessum bóka-
flokki og er ætlað að forða Nonna-
bókunum frá gleymsku. Nú má
spyrja sig að því hvers vegna svo
mikil áhersla sé lögð á að kynna ís-
lenska sveit fyrir börnum samtím-
ans, hvort ekki væri bara hægt að
leyfa nútímanum að hafa sinn gang.
Eflaust eru til mörg svör við því en í
því stressaða efnishyggjubrjálæði
sem við búum við dags daglega held
ég að margir fullorðnir njóti þess að
slaka á úti í náttúrunni. Slík upplifun
byrjar aldrei of snemma og fyrst við
erum svo heppin að búa við okkar
stórkostlegu náttúru og óspilltu
sveit er sjálfsagt að reyna að miðla
orku hennar til krakkanna líka. Fátt
betra en að gleyma sér úti í móa, rétt
eins og Nonni og vinir hans gera.
Krakkar í dag myndu líka miklu
frekar vilja taka þátt þessu ævintýri
Nonna heldur en að prófa nýjan
tölvuleik, svo spennandi er það.
Átta ára krakkar geta meira
BÆKUR
Barnabækur
Brynhildur Pétursdóttir endursegir eftir
sögu Jóns Sveinssonar.
Kristinn G. Jóhannsson myndskreytir.
Hólar 2005
Ævintýri Nonna, silungsveiðin
Ragna Sigurðardóttir
Jón Sveinsson – Nonni