Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HEF lengi haft brennandi áhuga á heimspeki og trúarbrögðum. Það var því af töluverðri eftirvænt- ingu sem ég lagði leið mína í næstu bókaverslun þegar ég frétti að búið væri að gefa út nýja ís- lenska bók, „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna“, sem fjallar um hin ýmsu trúar- brögð mannkyns. Þær bækur sem fáanlegar hafa verið á íslensku um þessi efni hafa að mínu mati margar hverjar einkennst af af- ar yfirborðslegum vest- rænum skilningi á hlut- unum þar sem yfirborðið er skoðað án nokkurs skilnings á þeirri hugmyndafræði, sögu eða samfélagi sem að baki liggur. Því er ekki að leyna að ég varð fyr- ir nokkrum vonbrigðum þegar ég las kaflann þar sem fjallað var um þá trú og heimspeki sem ég aðhyllist og hef lagt stund á frá því að ég var ung stúlka. Ekki var það að höfundur væri að fjalla vísvitandi á niðrandi hátt um mína trú, enda ætla ég ekki þessum ljúfa manni slíkt, heldur ein- faldlega var misskilningurinn og rangfærslurnar svo margar að lítið var eftir af þeirri heimspeki sem ég hef reynt að byggja líf mitt á. Ástæð- una tel ég helst vera að höfundur notar að mestu óbeinar heimildir (að- eins ein frumheimild í þessu kafla) í umfjöllun sinni og skoðar ekki nægi- lega vel hvaðan heimildirnar koma. Við vinnslu á efni sem þessu er svo mikilvægt að spyrja sig hver sé staða höfundar gagnvart því efni sem hann er að fjalla um. Hvernig hefur hann náð sér í þessa þekkingu? Er hann að skoða önnur trúarbrögð í sam- anburði við sín eigin þar sem hann reynir að varpa ljósi á það sem gæti virst framandi og undarlegt fyrir þá sem ekki þekkir hugmyndafræðina sem að baki liggur, eða hefur hann sínar upplýsingar beint frá þeim sem hafa ástundað fræðin og lifað í sam- ræmi við kenningar þeirra? Við á Vesturlöndum erum svo vön að líta á okkur sjálf og vestræn gildi sem eitthvað algilt og hafið yfir alla gagnrýni. Heiminn vilj- um við túlka út frá eigin viðmiðunum og gildum. Heimurinn er bara svo miklu stærri og marg- breytilegri en það. Að- eins þegar ég hlustaði á múslíma útskýra trú sína frá eigin sjón- arhorni gat ég séð feg- urðina í íslam. Aðeins þegar ég fór að hlusta á og lesa bækur skrifaðar af indíánum Norður- Ameríku um eigin sögu og menningu, gat ég séð hversu fáránleg sú staðalímynd kvikmyndanna er, sem borin hefur verið á borð fyrir okkur Vest- urlandabúa, um líf þeirra, tungumál, menningu og sögu. Höfundur bókarinnar „Hin mörgu andlit trúabragðanna“ segir að til- gangur hennar sé meðal annars að eyða fordómum. Það er sannarlega göfugur tilgangur og þar sem ég þekki ekki höfund af öðru en góðu einu er ég sannfærð um að hann vill líkt og Ari fróði „hafa það heldur er sannara reynist“. Eftir ánægjulegt og einlægt samtal við höfund er ég þess fullviss að hann muni leiðrétta þann misskilning sem er að finna í bókinni um Soka Gakkai búddisma. Í Morgunblaðinu 20. desember færir höfundur hinum ýmsu trú- félögum og einstaklingum þakkir fyrir ábendingar og yfirlestur á handriti bókarinnar. Þar þakkar hann Soka Gakkai búddistum fyrir „frábært spjall og ábendingar“. Þó það sé eflaust ekki ætlun höfundar, þá hafa ýmsir komið að máli við mig og túlkað það svo af orðum hans að Soka Gakkai búddistar hafi lesið handritið yfir, ásamt öðrum sem hann nefnir í greininni. Af þessum ástæðum tel ég mig tilneydda til að skrifa þessa grein og benda á að svo var ekki. Mínar ábendingar komu eftir að hafa lesið bókina enda vissi ég ekki af útgáfu hennar fyrr en eftir á. Ég fagna þeirri umræðu sem út- gáfa þessarar bókar hefur vakið. Höfundur hennar segir um kynni sín af ólíkum trúarbrögðum: „Vonandi hef ég um leið öðlast auðmýkt og virðingu gagnvart öðrum trúar- brögðum og boðskap þeirra.“ (bls.11) Virðing fyrir skoðunum og lífs- viðhorfum annarra ætti að vera und- irstaða samfélags sem vill kenna sig við jafnrétti og mannúð. Slík virðing byggist á því að við lærum að hlusta hvert á annað og leitumst stöðugt við að dýpka skilning okkar á fjölbreytni mannlífsins og gerum okkur grein fyrir því að sá skilningur er aldrei endanlegur heldur skref í þeirri stöð- ugu viðleitni sem við þurfum að hafa í leit okkar. Að mínu mati felst grunnurinn að jákvæðum sam- skiptum milli ólíkra trúar- og menn- ingarhópa ekki síst í því að fólk hætti að einblína á það sem aðgreinir það og setur í öndvegi það sem sameinar okkur, vonina um frið og betri heim fyrir öll börn á þessari jörð. Þess vegna tel ég að þær samræður sem þessi bók hefur vakið séu afar mik- ilvægar og óska ég höfundi til ham- ingju með það. „Að hafa það heldur er sannara reynist“ Eygló Jónsdóttir fjallar um trúarbrögð ’Þess vegna tel ég aðþær samræður sem þessi bók hefur vakið séu afar mikilvægar og óska ég höfundi til ham- ingju með það.‘ Eygló Jónsdóttir Höfundur er kennari og félagi í SGI, mannúðar- og friðarsamtökum búddista. HUGURINN reikar um áramót, hvernig gengur og hvert stefnir? Hugur minn reikar sí- fellt að málefnum eldri borgara. Það eru ófáir eldri borgarar sem hafa leitað til mín um úrlausn á ýmsum málum, fengið leið- beiningar og upplýs- ingar um hina og þessa hluti innan kerf- isins. Þessi málaflokk- ur er að mestu á hönd- um ríkisins og óljúft að sjá hversu lítill kraftur er í heibrigð- isráðherra að sinna þessum málaflokki hér í Hafnarfirði er lýtur að Sólvangi og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Það er í sjálfu sér athyglisvert að þegar undirbúningsfundur um stofn- un félags aðstandenda eldri borgara verður að veruleika. Þar er á ferðinni eitt merkasta framtak síðustu mán- aða í þessum málaflokki og jákvætt að sjá hversu mikill kraftur var í þeim aðilum sem komu þessi verkefni af stað. Og auðvitað gerist það í Hafnarfirði, hvar annars staðar. Það er einnig frábært að sjá að þeir sem eru tílbúnir til starfa í fyrstu stjórn hafa breiða þekkingu og reynslu úr öllum störfum mannlífsins. Fólk á öll- um aldri. Nýr kraftur leystur úr læðingi Félag eldri borgara í Hafnarfirði sem vinnur m.a. að öflugu félags- og tómstundastarfi mun njóta góðs af þessu nýstofnaða félagi. Samstaða þessara félaga mun þrýsta á ríkið og rík- isstjórnina um úrbætur. Við þurfum fjölgun hjúkrunarrýma hér í bæ, hækkun lágmarkslífeyr- irs eldri borgara, lækkun virðisauka á lyf og svo lengi mætti telja. Mín afstaða er að Fé- lag eldri borgara verður líka að láta til sín heyra er kemur að þessum málum er tengjast hjúkrunarþáttum. Við eigum í samstöðunni að kalla hátt á heilbrigðisráðherra, sem fljótur var að skipa nýja nefnd um hátæknisjúkrahús til að bjarga fram- boðsmálum síns flokks í Reykjavík, en hefur dregið lappirnar svo árum skiptir varðandi málefni Sólvangs. Það er ekki nóg að bæjaryfirvöld láti til sín heyra. Við eldri borgarar verð- um að styðja bæjarstjórnina og allt það frábæra fólk sem starfar á Sól- vangi, dvelur þar eða styður Sólvang á einn eða annan hátt. Rödd okkar verður að hljóma hátt – við verðum að leysa okkar kraft úr læðingi. Nýir hlutir í Hafnarfirði Það er einnig gleðilegt að allt það nýja sem er að gerast í þessum mála- flokkum gerist í okkar bæ, Hafn- arfirði. Á næstu mánuðum mun bæj- arstjórn skipa Öldrunarráð líkt eins og gert var á síðasta ári er fyrsta Ungmennaráð á Íslandi var sett á laggirnar hér í Hafnarfirði. Það að þessir aldurshópar fái sinn vettvang innan stjórnsýslunnar er framfara- spor. Sveitarfélög hér á landi líta til okkar Hafnfirðinga þegar rætt er um framfarir, kraft, vilja og að láta verk- in verða að veruleika. Stefna okkar jafnaðarmanna er skýr á þessum sviðum. Við höfum sýnt það hér í Hafnarfirði að okkar verk eru þau sem fólkið vill. Með þeim vinnubrögðum að leyfa hags- munahópum að taka þátt í samráði og nýta sér öfluga þekkingu þeirra náum við markmiðum heildarinnar fram. Samfylkingin vinnur með fólk- inu og mun áfram ná góðum árangri Hafnfirðingum til heilla. Málefni eldri borgara sett í öndvegi Jón Kr. Óskarsson fjallar um málefni eldri borgara í Hafn- arfirði og stefnu Samfylkingar ’Á næstu mánuðummun bæjarstjórn skipa Öldrunarráð líkt eins og gert var á síðasta ári er fyrsta Ungmennaráð á Íslandi var sett á lagg- irnar hér í Hafnarfirði.‘ Jón Kr. Óskarsson Höfundur er formaður 60+ Hafn- arfirði og varaþingmaður Sam- fylkingar í Suðvesturkjördæmi. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Til eru eldtefjandi efni sem hægt er að úða yfir kertaskreytingar Munið að slökkva á kertunum i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.