Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 45 UMRÆÐAN Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar. Efling-stéttarfélag sendir þér og þínum bestu jóla- og nýársóskir með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári Stendur með þér! E I N N , T V E I R O G Þ R Í R ÞAÐ verður ekki beint sagt að það komi á óvart að Dagur B. Egg- ertsson ætli sér að fara í framboð fyrir Samfylkinguna í borgarstjórn- arkosningunum í vor þrátt fyrir fyrri og margítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann hefði slíkt alls ekki í hyggju. Ekki er heldur hægt að segja að það komi mönnum í opna skjöldu að „óháði“ borg- arfulltrúinn hafi loks ákveðið að ganga með formlegum hætti í Sam- fylkinguna. Dagur sagðist ekki sízt hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess að endalok R-listans hafi skapað ákveðið tómrúm sem hann vildi fylla. Í lok síðasta sumars sagðist hann hins vegar ætla að hætta í borgarmálunum ef R-listinn liði undir lok enda væru forsend- urnar fyrir þátttöku hans í þeim þar með brostnar. Kannski hann hætti aftur við eftir áramót? En hvað sem því líður hefur slagorð Dags vakið nokkra athygli: „Nýja Reykjavík: kraftmikil, skemmtileg, örugg, heilbrigð.“ Eðlilega hafa margir spurt sig hvernig eigi að skilja þetta. Ef Dagur vill nýja Reykjavík, hver er þá sú gamla? Reykjavík R-listans sem hann sjálfur tilheyrir og er einn af forystumönnunum fyrir? Það hlýtur að vera enda hefur R-listinn stjórnað borginni nú í ríf- lega 11 ár. Og ekki er heldur hægt að skilja Dag öðruvísi en svo að gamla Reykjavík R-listans hafi ver- ið kraftlaus, leiðinleg, óörugg og óheilbrigð. Sjálfur er ég alls ekki sammála Degi þó ljóst sé að R-listinn hafi haldið afskaplega illa á málum á mjög mörgum sviðum í valdatíð sinni, þá ekki sízt þegar kemur að fjármálum Reykjavíkurborgar. Þessi lýsing á hins vegar mun bet- ur við um þá sem farið hafa með stjórn borgarinnar sl. 11 ár. En það er auðvitað ágætt að Dagur gangist með þessum hætti við eigin verkum sem hann ber ekki síður ábyrgð á en aðrir forystumenn R-listans. Vandséð er hins vegar hvers vegna kjósendur ættu að treysta honum, eða öðrum sem komið hafa að R-listasamstarfinu, til að taka upp ný og betri vinnu- brögð eftir margra ára tækifæri til þess. Hins vegar ber auðvitað að fagna því að Dagur hyggist sækjast eftir því að skipa forystu Samfylkingar- innar fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Eitt mesta klúður R- listans í valdatíð hans er vitanlega nýja Hringbrautin. Sem formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar undanfarin ár ber Dagur öðrum fremur ábyrgð á þeirri framkvæmd og með hann sem einn af for- ystumönnum Samfylkingarinnar í borginni verður erfiðara en ella fyrir hana að reyna að fría sig ábyrgð á því hörmulega slysi. Eitt- hvað sem hún mun reyna en eðli málsins samkvæmt ekki takast. Dagur og gamla Reykjavík R-listans Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um framboðsmál í Samfylkingu og störf R-listans í Reykjavík Hjörtur J. Guðmundsson ’Eitt mesta klúður R-listans í valdatíð hans er vitanlega nýja Hring- brautin. Sem formaður skipulagsráðs Reykja- víkurborgar undanfarin ár ber Dagur öðrum fremur ábyrgð á þeirri framkvæmd …‘ Höfundur er einn af ritstjórum vefritsins Íhald.is og fram- kvæmdastjóri hugveitunnar Veritas (www.veritas-iceland.com). Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.