Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 49
MINNINGAR
ina frá henni í höndunum á aðfanga-
dagskvöld, vitandi það að nú væri hún
Bettý frænka farin.
Bettý var afskaplega hæglát, kurt-
eis og hógvær kona. Hin dæmigerða
húsmóðir af „gamla skólanum“, ef
þakkað var fyrir sig, þá kvað t.d. við:
„fyrirgefðu“. Hún var hins vegar afar
þakklát hvaða lítilræði sem að henni
var rétt.
Hún var lágvaxin og nokkuð kvik í
hreyfingum, brúneygð eins og faðir
hennar var, það einkenndi reyndar
öll hans börn. Hún var hláturmild
eins og systurnar allar þegar þær
komu saman, að ekki sé talað um þeg-
ar amma var líka í hópnum, þá var oft
kátt í eldhúsinu hér á Austurvegi 7 á
Ísafirði.
Í fyrrasumar kom Bettý hingað
vestur til Ísafjarðar, ásamt Eyrúnu
dóttur sinni, manni hennar og dóttur
þeirra. Það var ánægjuleg heimsókn.
Í maí sl. kom hún aftur vestur ásamt
Áslaugu systur sinni og nöfnu minni,
þær komu ekki síst til að sjá nýju
íbúðina hennar Öddu systur þeirra á
Hlíf. Bettý hélt alltaf til hjá mömmu,
enda voru þær systur mjög nánar.
Þær hringdust oft á og þegar þær
áttu saman síðasta símtalið, áður en
hún hélt suður til að gangast undir
aðgerðina hinn 13. desember sl., þá
kallaði ég fram í og bað fyrir kveðju
til hennar, hún bað mömmu að segja
mér að við skyldum bara hugsa sem
svo að hún væri að fara í „berjamó“,
hvernig sem henni datt það í hug á
þessum árstíma.
Um árabil, síðla sumars fóru
mamma og Þórður stjúpfaðir minn,
norður í Hofsós og var þetta orðið eitt
af föstu punktunum í tilveru þeirra og
Bettýjar. Þar dvöldu þau yfirleitt í
a.m.k. viku og fóru víða um Skaga-
fjörð og jafnvel út fyrir fjörðinn um
Norðurland, hittu ættingja og skoð-
uðu merka staði. Þau eiga margar
góðar minningar frá þessum heim-
sóknum, en því miður varð ekki af
heimsókn þeirra í ár.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Við fjölskyldan hérna á Austurveg-
inum viljum senda ástvinum Bettýjar
fyrir norðan, Bubba, Magnúsi, Bertu,
Finni, Guðmundi, Eyrúnu og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðja Guð að
styrkja þau í þessari miklu sorg og
tómarúmi. Við skiljum mætavel
hversu stórt skarð hefur nú myndast
í hópinn og munum hugsa mikið til
þeirra allra.
Áslaug, Helga systir,
Þórður, Finnur og fjölskylda,
Magnús, Helga, Rakel
og fjölskylda.
Einstaka samverustundir og
augnablik verða manni kærari en
önnur. Slíkar stundir þurfa ekki að
láta mikið yfir sér en geisla frá sér
hlýju og krafti á svo sjálfgefinn hátt
að við tökum ekki eftir þeim fyrr en
þessi dýru augnablik eru liðin hjá og
verða ekki endurtekin.
Það eru einmitt þessar stundir sem
auðga mannlífið og gera það fagurt.
Það er síðsumars 1981. Við fjöl-
skyldan erum að flytja búslóðina
vestan af Snæfellsnesi norður í
Skagafjörð heim að Hólum í Hjalta-
dal.
Búslóðin okkar var nú ekki stór,
komst í einn lítinn rútukálf frá Gunn-
ari á Helgafelli. Jobba, Jóhanna Guð-
mundsdóttir, var með og var skutlað
út í Hofsós. Þá kom ég í fyrsta skipti í
kaffi til Bettýar. Jobba var gömul ná-
grannakona hennar. „Má ekki bjóða
þér að setjast hér í eldhúshornið og fá
kaffisopa?“ Þetta var eitt fyrsta
heimilið í Skagafirði sem ég heim-
sótti, þá nýráðinn skólastjóri á Hól-
um. Þarna voru dætur og synir þeirra
hjóna Sigurbjörns og Bettýar og
hressilegt og einlægt spjall yfir góð-
gerðum húsmóðurinnar stendur mér
eins ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
og það hefði gerst í gær. Í þetta eld-
húshorn hefur nokkrum sinnum verið
sest á undanförnum árum og nú þeg-
ar Bettý er farin finnum við að gjarn-
an hefði átt að setjast þar oftar og
njóta stundanna.
Áframhaldandi samskipti voru þó
stopul en jukust hin síðari ár. Það var
svo notalegt að banka bara upp á hjá
Bettý og Bjössa á Hofsósi og setjast í
eldhúshornið. Sigurbjörn settist svo
á móti og saman tókum við öll spjall
um heima og geima og ekki síst póli-
tíkina og þá var gjarnan talað frjáls-
lega. Bettý með þetta fallega bros og
hlýja fas sem sagði meira en mörg
orð bauð ábót af kaffi og bakkelsi.
Það var seint í ágúst að við Ingi-
björg litum síðast þar inn, bönkuðum
bara upp á eins og venjulega, fyrir-
varalaust. Sigurbjörn sem annars var
kominn til aðhlynningar á sjúkrahús-
inu var heima og fleiri úr fjölskyld-
unni. Farið var létt yfir málin og góð-
gerðir þegnar. Þeim hjónum var svo
eiginlegt að taka vel á móti gestum.
Bettý fylgdi okkur út á tröppur.
Blessunarorð hennar og góðar ferða-
óskir fylgdu okkur úr hlaði. Við
hlökkuðum til að koma aftur við um
jólin.
Sú heimsókn verður með nokkuð
öðrum hætti en ætlað var. Nú er vin-
ar saknað í stað.
Í dag erum það við sem kveðjum
Bettý og fylgjum úr hlaði og þökkum
henni fyrir samferðina.
Við þökkum ljúfar minningar um
góða konu sem gæddi samfélagið
kærleik og hlýju.
Blessuð sé minning Bettýar Mars-
ellíusardóttur.
Sigurbirni og fjölskyldunni allri
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ingibjörg Kolka og Jón
Bjarnason.
Nú hefur yndisleg kona horfið á
braut og það allt of fljótt.
Elsku Bettý mín, mér er í fersku
minni hve ljúf og indæl þú varst og
aldrei skiptir þú skapi á hverju sem
gekk.
Þegar ég var lítill þá var heimili
þitt mitt annað heimili og skipti ekki
máli hvort ég kom rennandi blautur
eða snjóugur upp fyrir haus inn til
þín, alltaf fékk maður hlýjar mót-
tökur, heitt kakó og eitthvað gott í
magann sem þótti nú ekki slæmt fyr-
ir strák sem var að vaxa.
Alltaf saknaði ég ykkar þegar þið
fóruð vestur á sumrin, þá staflaði Sig-
urbjörn í Land-Roverinn alveg upp á
topp, öllum komið fyrir inni í bíl og
brunað af stað til Ísafjarðar, sem var
nú ekkert smáferðalag í þá daga.
Þegar þið komuð aftur þá hýrnaði nú
heldur betur yfir okkur bræðrum í
Birkihlíð því þá komu leikfélagarnir
aftur.
Þú kenndir mér að borða skötu-
stöppu enda sú besta sem ég hef
smakkað. Eins er mér afar minnis-
stætt þegar Eyrún fæddist, við Finn-
ur vorum að koma heim og ruddumst
inn eins og alltaf og Ebba ljósa ætlaði
að loka hurðinni á okkur en þá sagðir
þú henni að lofa okkur bara að koma
inn og sjá barnið sem varla var nema
nokkurra mínútna gamalt, þetta lýsir
þér alveg hvernig þú tókst alltaf vel á
móti öllum, sama hvernig stóð á.
Elsku Bettý mín, kærar þakkir
fyrir allt og ég þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þér.
Hvíl þú í friði.
Elsku Bubbi, Maggi, Berta, Finn-
ur, Gummi, Eyrún og fjölskyldur.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til ykkar allra, Steini litli Stebbu
Munda Steins,
Steinn Márus Guðmundsson.
Þegar ég hringdi í Bertu, og spurði
hvort mamma hennar væri vöknuð
eftir aðgerðina, og hún sagði nei,
þetta er búið, var sú hugsun ein sem
flaug um huga minn að ef ég hendi
símanum, þá hef ég ekki heyrt þetta.
Þetta getur ekki verið satt.
Ég vissi að Betty var ekki heilsu-
hraust, hún var reglulega hjá lækni.
Við töluðum um það að karlar sem
voru með sama sjúkdóm voru sendir
strax í aðgerð, konur eru látnar koma
tvisvar á ári í eftirlit. Samt hafa kon-
ur og karlar sömu dánartíðni, einu
sinni hver. Eftir að hún fór síðast í
eftirlit, sagði hún mér að hún ætti að
fá bréf eftir jól. En þá var hringt og
henni sagt að koma strax. Hún
hringdi í mig og sagði ég verð líka að
segja „þriðju dótturinni“. Og ég fór
út í Ásbyrgi, frá af kvíða en hún var
róleg.
Maggi var að festa upp einn fing-
urbjargarskápinn enn, en þú sagðir
samt að það vissi á eitthvað, þú værir
búin að setja upp jólagardínurnar
sem þú gerðir ekki fyrr en á Þorlák,
og eins og venjulega sátum við og töl-
uðum um heima og geima. Þú áttir
svo marga símavini að oft fór kvöldið í
að bíða eftir að tími væri fyrir erindið,
þá réttir þú mér gleraugu og kross-
gátur, því þú varst svo mikil handa-
vinnukona og gast alltaf hjálpað með
allt, og þú sýndir mér í hverri heim-
sókn það sem þú gerðir seinast, því
næst varst þú búin að gefa það og
varst byrjuð á öðru sem þú gafst svo
líka. Við vorum báðar aðfluttar í stað-
inn og ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk að þekkja þig. Og í haust
þegar þú sagðir; „staðurinn er að fara
í eyði, það er enginn í húsunum í
kring“ þá lét ég mér fátt um finnast,
en nú sé ég að það er satt, staðurinn
er auður, þú ert farin og við getum
ekki setið og spjallað og botnað setn-
ingar hvor fyrir aðra eins og þegar ég
kvaddi þig og við sögðum saman
„stattu þig stelpa“.
Betty mín, ég sakna þín.
Kær kveðja,
Sylvía.
Það brá dimmum skugga á jóla-
ljósin þegar fréttist að Bettý Mars-
ellíusdóttir hefði andast eftir erfiða
aðgerð. Það er með þakklæti í huga
sem ég minnist þessarar góðu vin- og
samstarfskonu til margra ára og allra
þeirra ljúfu stunda sem við áttum
saman.
Bettý fæddist á Ísafirði og ólst þar
upp á miklu myndarheimili. Systkin-
in voru mörg og þurftu fljótt að taka
til hendi enda kunni hún ung vel til
verka.
Um tvítugt lá leið hennar til
Skagafjarðar og þar átti hún eftir að
lifa og starfa. Hún settist að á Hofsósi
þegar hún giftist Sigurbirni Magnús-
syni rafvirkja. Heimili þeirra var fal-
legt og þangað var gott að koma.
Bettý annaðist heimili og barnaupp-
eldi framan af.
Okkar kynni hófust fyrst og fremst
þegar við unnum saman á Saumastof-
unni á Hofsósi. Það var mikið lán að
fá þessa ágætu konu til starfa. Bettý
var dugleg, vandvirk, bráðlagin og
sérstaklega útsjónarsöm. Inn á borð
til okkar komu margvísleg verkefni.
Þá var gott að leita til hennar, hún
fann ætíð bestu lausnina. Yfirleitt
vildi hún hvers manns vanda leysa
enda held ég að margir hafi leitað til
hennar með hin margvíslegustu
verkefni, sem hún leysti eftir bestu
getu.
Bettý átti ekki alltaf auðvelda ævi.
Sigurbjörn, eiginmaður hennar, er
búinn að vera sjúklingur um árabil og
heilsa hennar sjálfrar var lengi slæm
en hún harkaði svo lengi af sér að fáir
vissu hversu þjáð hún var.
Bettý átti marga góða vini og fyrr-
um starfsfélaga sem sakna hennar nú
enda hafði hún einstaka nærveru.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Nú eru blessuð jólin nær liðin og
árið að líða í aldanna skaut. Jólin eru
tími fjölskyldunnar, tími nærveru og
gleði en stundum tími sorgar og
saknaðar eins og núna hjá fjölskyld-
unni frá Ásbyrgi. En minningarnar
eru ljúfar og dýrmætar. Ég færi fjöl-
skyldunni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur.
Svanhildur
Guðjónsdóttir.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAKEL BJARNADÓTTIR,
Grænukinn 26,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 16. des-
ember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 2. hæð Sólvangs.
Grétar Már Guðjónsson,
María Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Sólveig Guðjónsdóttir, Andrés Hafberg,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA FINNBOGADÓTTIR,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Smárason, Christine Vinum,
Elín Smáradóttir, Hjalti Nielsen
Hrafnhildur Huld Smáradóttir, Alexander Wiik
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
DAGUR HERMANNSSON,
Snægili 6,
Akureyri,
lést á heimili sínu að morgni föstudagsins
30. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóna Kristín Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og afabörn.
Okkar ástkæra
GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR SULLIVAN
lést í Reno, Nevada í Bandaríkjunum mánudaginn
26. desember.
Minningarathöfn fer fram í Bandaríkjunum.
Jarðsett verður á Íslandi síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Sigurðardóttir.