Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 51
upphafsorðum hér að framan. Hann
sjálfur tók orðið lítið pláss í þessum
heimi, en boðskapur hans þeim mun
meira. Hann var annarra þjónn í
gegnum sína djúpu visku og var
tilbúinn að deila henni með öðrum,
en sjálfan sig bar hann ekki á borð.
Þess vegna kvartaði hann ekki á ög-
urstundu heldur gaf af sér öðrum til
íhugunar.
Hversu oft hafði hann ekki verið
til kvaddur við svipaðar aðstæður
öðrum til huggunar. Hann var
meistari orðanna og að sinna öðrum
við beð sorgarinnar. Fumlaus, trúr
fagmennskunni og með sannfæring-
arkrafti lagði hann til atlögu við sorg
annarra, sannfærður um að rétt við-
brögð væru lykillinn að farsælu
sorgarferli. Ef ekki tókst sem skyldi
var það annarra fagmanna að taka
við uns ferlið var ásættanlega til
lykta leitt. Mikill kennimaður er
kvaddur.
Djúpvitur maður er ber byrði ann-
arra hlýtur að skilja eftir sig djúp
spor í mannlegu samfélagi. Hann
kom svo víða við og lét sér fátt óvið-
komandi. Þegar áföll dundu á stóð
hann knarrreistur í stafni og lét á
sér brjóta öðrum til friðþægingar.
Hann gat ekki sætt sig við að ung-
menni gripu til óyndisúrræða í
þrengingum og taldi slíkt vera mein-
semd í þjóðfélagsgerðinni, enda
þjóðfélagsgagnrýnandi og bar slíkt
oft á borð. Hann var boðberi rót-
tækra breytinga og taldi okkur geta
miklu betur. Hann vann að slíkum
málum af heilindum bæði innan skól-
anna og í sínum boðskap út á við.
Hann var frumkvöðull í þeirri vinnu.
Hann var málsvari hins minnsta
en jafnframt víðsýnn. Hann var mik-
ill jafnaðarmaður sem mótaðist fyrst
og fremst af hans trúarlegu skoð-
unum. Kristin trú átti rými að hans
mati fyrir alla án tilliti til kynferðis
eða skoðana. Hann veigraði sér ekki
við að taka afstöðu með minnihluta-
hópum samfélagsins sem berjast
fyrir rétti sínum, stundum í and-
stöðu við eigin skoðanabræður.
Hann hafði djúp áhrif á fermingar-
börnin sín sem færðu boðskap hans
inn á heimili sín til umræðu. Mín eig-
in börn geta þar um vitnað.
Við stóðum á sínum tíma að stofn-
un Bjarma, samtaka um sorg og
sorgarferli af því að slík samtök
vantaði í þetta samfélag. Hann var
einnig fyrsti maðurinn um borð er
stofnað var áfallateymi hér á Suð-
urnesjum í kjölfar voveiflegra at-
burða sem tengdu okkur saman.
Sem fæðingarlæknir við upphaf
lífs og hann sem stóð við hinn end-
ann lágu leiðir okkar oft saman bæði
í orði og verki. Við tókumst á og
deildum skoðunum. Stundum sveið
undan en er sviðinn dvínaði varð
maður þroskaðri. Og ætíð leitaði
maður á þessi mið ef orð vantaði eða
til að fylla á sálina. Ég vona að virð-
ingin hafi verið gagnkvæm.
Hann leiddi mig inn í Rotary-
hreyfinguna þar sem hann um árabil
var virkur félagi og sinnti öllum
störfum af sömu fagmennsku og
annars staðar þar sem hann bar nið-
ur. Nútíma upplýsingatækni inn-
leiddi hann á fundi sem og hann hef-
ur gert innan kirkjunnar. Nú má
hlýða á kirkjulegar athafnir í gegn-
um kapalkerfið beint inn á sjúkra-
stofur Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja, eitt síðasta verk þessa mikil-
mennis sem við eigum eftir að sakna
svo mjög.
Fátækleg orð sem þessi verður að
líta á sem þökk til þess manns, sem
mikil áhrif hefur haft á sitt samfélag
og lét engan ósnortinn sem á hlýddi.
Skarð hans verður vandfyllt, enda
ábyrgðin mikil. Örlögin haga því
þannig að fjölskylda mín sameinast
á erlendri grund er kveðjustundin
rennur upp. Lífið heldur áfram, þess
er lifir, og orðstír þess er kveður. Sá
er lifir ber sorgina. Handtakið fylgir
mér, fyrir það er ég þakklátur. Ég
kveð þig með djúpri virðingu og
þakklæti fyrir samfylgdina um leið
og ég votta sonum þínum, Eddu og
nánustu ættingjum mína dýpstu
samúð.
Konráð Lúðvíksson.
Ólafur Oddur Jónsson var meðal
kennara minna í Guðfræðideild Há-
skóla Íslands. Kenndi siðfræði í leyfi
dr. Björns Björnssonar. Hann var
góður og samviskusamur kennari.
Lagði mikla vinnu í fyrirlestra sína
og lét okkur hafa þá í lok annarinnar
sem þá a.m.k. var ekki lenska.
Síðar kynntist ég feikilega vönd-
uðum og öguðum vinnubrögðum sr.
Ólafs er hann leiddi nefnd á vegum
þjóðkirkjunnar um réttindi samkyn-
hneigðra. Hann kallaði til leika og
lærða og skilaði ásamt samnefndar-
fólki sínu gífurlega vel unninni
skýrslu með þeirri afgerandi niður-
stöðu að kirkjan ætti í öllu tilliti að
taka á móti öllum jafnt án tillits til
kynhneigðar viðkomandi.
Fordómar sem samkynhneigðir
hafa búið við lágu mjög þungt á
Ólafi. Sjálfsvíg ungmenna vegna for-
dóma í garð samkynhneigðra lágu
mjög þungt á honum og honum
fannst kirkjan allt of hægfara í því
að viðurkenna full réttindi þeirra.
Hann var alvörumaður. Hann gaf
sig allan í verkefni sín. Hann tók
fræði sín mjög alvarlega. Hann var
mikill fræðimaður. Hann bjó yfir
mjög greinandi huga. Viðkunnanleg-
ur maður Ólafur Oddur. Hlýr í við-
móti. Þakkað er að leiðarlokum fyrir
kynnin sem byggðust fyrst og
fremst á fræðandi samtölum, fræð-
andi af hans hálfu.
Baldur Kristjánsson.
Kveðja frá Félagi
guðfræðinema
Fljótt skipast veður í lofti. Nem-
endur guðfræðideildar horfa nú
fram á síðari önn þess skólaárs sem
nú stendur, og vita að það skarð sem
nú er höggvið í kennarahópinn er
vandfyllt. Nemendur guðfræðideild-
ar biðu þess með eftirvæntingu að
sækja tíma hjá sr. Ólafi Oddi Jóns-
syni þessa vorönnina, hann var af-
bragðs kennari og miðpunktur
þeirrar siðfræðikennslu sem fram
fer við guðfræðideild.
Meðal þess sem gerði Ólaf Odd að
góðum kennara var það að hann
storkaði nemendum með áleitnum
spurningum. Mörgum hefur þótt
óþægilegt að mæta þeim spurning-
um og er undirritaður einn þeirra.
Þegar frá hefur liðið hafa nemendur
Ólafs Odds þó skilið hversu mikið
kennsla hans hefur skilið eftir, dýpk-
að skilning á siðfræðinni, ekki síst
þeirri er snýr að lífi og dauða.
Það er með miklum söknuði sem
sr. Ólafur Oddur er kvaddur, nem-
endur guðfræðideildar hafa misst
góðan kennara, kennara sem einnig
reyndist nemendum vel utan
kennslu. Sá missir er þó lítilvægur
þegar hugsað er til fjölskyldu Ólafs
Odds. Nemendur guðfræðideildar
senda henni alúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum með ósk um blessun
Guðs. Megi algóður Guð geyma Ólaf
Odd Jónsson, hann á fastan sess í
huga þeirra sem honum kynntust.
Stefán Einar Stefánsson.
Vil ég hér minnast sr. Ólafs Odds í
fáum orðum. Er ég varð fyrir áfalli í
mínu lífi fyrir nokkrum árum þá tók
hann mér opnum örmum og veitti
mér sáluhjálp. Á einlægan hátt
fræddi hann mig um sorgina og
hvernig lifa mætti með henni.
Hjartahlýja og samhugur einkenndi
allt hans fas og orð hans „Gleði og
sorg eru jú systur“ og annar sann-
leikur sem hann miðlaði á óeigin-
gjarnan og einlægan hátt eru og
verða mér veganesti í lífinu. Góð-
mennska hans snerti mig líkt og
marga aðra og er hvatning til að
gera vel og vera betri manneskja.
Ég votta aðstandendum og vinum
sr. Ólafs Odds samúð mína.
Sigurrós Antonsdóttir.
Síðast á jólaföstu rétt undir heil-
aga jólahátíð kvaddi hann. Í þrjá
áratugi var hann sóknarprestur í
Keflavík og í 11 ár vorum við sam-
starfsmenn þar.
Ég verð við störf á hafi úti þegar
hann verður kvaddur hinstu kveðju
og vil þess vegna kveðja hann hér
með þessum orðum.
Á þeim árum sem ég var í Kefla-
vík má segja að ég hafi gengið í
gegnum sælustu og einnig sárustu
stundir lífs míns, og eðlilega var sr.
Ólafur Oddur aldrei langt undan.
Þar fékk ég að kynnast trúmann-
inum Ólafi Oddi og eins fagmann-
inum og guðfræðingnum.
Eins var sá tími sem við störfuð-
um saman tími mikilla breytinga í lífi
hans og sóknarinnar og má segja að
gætt hafi allra veðrabrigða í þeim
efnum. Í gegnum þau veðrabrigðin
öll sigldi hann og kjölfestan hans var
hin einlæga trúarvissa.
Honum hugnaðist ekki mærð og
lof, það er víst, og það er fjarri mér
að hugsa til hans með þeim hætti við
leiðarlokin.
Við vorum ekki sammála um alla
hluti, en samtaka vorum við þegar
þjónustan var annars vegar og milli
okkar ríkti alltaf mikið traust í öllu
sem viðkom helgum athöfnum og
undirbúningi þeirra. Ég er þakklát-
ur fyrir það traust og það frelsi sem
hann veitti mér í starfinu.
Hann var dulur og vildi halda sig
til hlés og undi sér vel við fræðistörf,
þar blómstraði hann og var brunnur
visku á mörgum sviðum guðfræðinn-
ar.
Þegar áföllin dundu yfir sýndi
hann sínar sterkustu hliðar, hvort
sem um slysfarir eða sjálfsvíg var að
ræða. Hann opnaði á opinbera um-
ræðu um sjálfsvíg og gat fjallað á af-
ar hreinskilinn hátt um það við-
kvæma málefni án þess að ýfa sárin.
Ég kveð hann í sátt og minnist
hans með virðingu og víst er að ég
tek margt með mér inn í framtíðina
af því sem ég lærði af honum í okkar
samstarfi.
Ég sendi sonum hans og fjölskyld-
um þeirra og Keflavíkursöfnuði mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Ég
vona að sú sókn sem hann helgaði
krafta sína blómgist og dafni hér eft-
ir sem hingað til.
Hann sagði oft að maður ætti að
haga lífinu þannig að maður gæti
óttalaust mætt kalli sínu því engin
vissi sinn næturstað. Hann talaði
líka um dauðann sem heimkomu,
heimkomu í Guðsríkið.
Ég veit að hann hefur átt góða
heimkomu í ríki ljóssins, á hátíð
ljóssins, „meira að starfa Guðs um
geim“.
Einar Örn Einarsson.
Sóknarprestur minn og góður
kunningi, séra Ólafur Oddur Jóns-
son, er látinn. Svo snöggt – svo
óvænt. Sóknin situr eftir agndofa.
Þær systur, sorg og eftirsjá, láta vita
af sér en nú vantar séra Ólaf. Eng-
inn var betri á slíkum stundum en sá
mæti maður. Þegar höggvin voru
stærstu skörðin var enginn betri en
hann til að sefa hugann, veita ólgu
tilfinninga útrás í heppilegum far-
vegi þannig að einstaklingar og bæj-
arfélag náðu áttum að nýju – náðu
tökum á sorginni og tilfinningum
sínum. Við allt of mörg slík tilefni
reyndist séra Ólafur betri en enginn
enda maðurinn djúpur í hugsun –
þar sem siðfræði, heimspeki og
náungakærleikur gegndu lykilhlut-
verki. Hann sá samhengi hlutanna
og lukti upp fyrir samferðafólki sínu
þeim torræðu dyrum. Vissulega var
hann Ólafur Oddur ekki skaplaus
maður og gátu brimskaflar samtím-
ans brotnað á honum – stundum með
hvelli. Þá ornaði guðsmaðurinn sér
við trú sína og sannfæringu fyrir
réttum hugsjónum. Hann var enda
mikilmenni andans og aldrei skynj-
uðum við það betur en þegar helst á
reyndi.
Nú er hann horfinn sjónum okkar
og verður sárt saknað. Áhrifa hans
og andríkis mun hins vegar áfram
gæta í bæjarfélaginu sem hann unni
svo heitt. Svo margir eiga honum
svo margt að þakka. Ég kveð séra
Ólaf með söknuði en þakklæti fyrir
verk hans. Um leið og ég sendi fjöl-
skyldu hans og ástvinum dýpstu
hluttekningu bið ég blessunar fyrir
minningu séra Ólafs Odds Jónsson-
ar.
Hjálmar Árnason.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Odd Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Gunnþór Þ. Ingason;
Lára G. Oddsdóttir; Gylfi Ingvars-
son, Svæðisstjóri Ægissvæðis; Guð-
björg Ólöf Björnsdóttir-Larsen;
Lilja G. Hallgrímsdóttir; Hrannar
Hólm.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 51
MINNINGAR
Jónas Aðalbjörn
Andrésson var fæddur
á Þórisstöðum, Gufu-
dalshreppi, hinn 27.
mars 1905. Hann var
sonur Andrésar Sig-
urðssonar, bónda á
Þórisstöðum, og konu
hans Guðrúnar Sigríð-
ar Jónsdóttur. Þau
áttu 15 börn. Jónas
var ungur settur í
fóstur til föðurbróður
síns Kristjáns á Kolla-
búðum í Reykhóla-
hreppi og konu hans
Sesselju Einarsdóttur. Þau áttu
tvö börn, Guðrúnu og Sigurð, sem
Jónas leit alltaf á sem systkini sín.
Einnig ólst þar upp systurdóttir
Kristjáns, Arnfríður Aradóttir.
Jónas var bóndi á Kollabúðum í
þríbýli árin 1926–7. Ráðskona hans
var systir hans Valgerður, síðar
húsmóðir í Gufudal. Hann bjó í
Skógum í Þorskafirði 1930–33 og
giftist fyrri konu sinni, Ketilríði
Gísladóttur ljósmóður, f. 1. október
1897, 1931. Hún lést 12. desember
1932. Þau áttu ekki börn sem lifðu.
Hún átti tvö börn með fyrri manni
sínum, Birni Jónssyni frá Kinnar-
stöðum, Aðalheiði, síðar á Hólma-
vík og Sigríði á Akranesi.
Jónas bjó á Hallsteinsnesi í
Gufudalshreppi 1936–7 með seinni
konu sinni, Guðbjörgu Bergþórs-
dóttur, f. 21. júní 1917 í Flatey á
Breiðafirði. Þau giftust 1936. Frá
1937 til 1943 bjuggu þau í Skógum
en fluttu þá að Múla í sömu sveit
vorið 1943. Guðbjörg lést stuttu
síðar, komin langt á
leið að fjórða
barninu, hinn 29.
júní 1943. Þau Guð-
björg og Jónas eign-
uðust tvo syni sem
komust upp, þá
Kristján Jón, f. 3.
mars 1938, og Inga
Bergþór, f. 24. októ-
ber 1940.
Jónas smitaðist af
berklum 1937 og var
á Vífilsstöðum um
veturinn. Jónas bjó
sonum sínum heimili,
fyrst á Kollabúðum í skjóli fóstur-
föður og móður, en 1945 fær hann
til sín Ingibjörgu Helgu Guð-
mundsdóttur ljósmóður, f. 3. júlí
1904. Hún lést 5. ágúst 1988. Hún
var hálfsystir Ketilríðar, fyrri konu
hans.
Árið 1948 fluttum við að Víðivöll-
um í Staðarhreppi í Strandasýslu
og vorum þar til 1950 er við flutt-
um að Múla í Þorskafirði og vorum
þar til 1962 þegar þau brugðu búi
og fluttusuður til Reykjavíkur.
Jónas var vörður við mæðiveiki-
girðingu úr Þorskafirði tvö sumur.
Eftir að suður kom vann Jónas hjá
Kjartani í Álímingum í nokkur ár.
Jónas var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og stæltur. Hann fékk
að finna fyrir sorginni meir en
margir aðrir. Að lokum varð byrðin
of þung.
Hann lést á Ási í Hveragerði 14.
júlí 1974 og hvílir að Kollabúðum
hjá þeim sem hann unni.
Ingi B. Jónasson.
JÓNAS AÐALBJÖRN
ANDRÉSSON
ALDARMINNING
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru
LÁRU HALLDÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á dvalarheimilinu
Birkihlíð fyrir góða umönnun.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýárs.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elín Ásta Káradóttir, Lúther Steinar Kristjánsson,
Rósfríður María Káradóttir, Magnús Friðriksson.