Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 55

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 55 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ferðalög Litlir hópar - lifandi ferð! Komdu með... …í skíðaferð til Utah í mars, …í ævintýraferð til Slóveníu í maí, …í kóngaferð til Bayern í maí, …á F1 á Nürburgring í maí 2006. Hámarksstærð hópa um 20 manns. Sjá www.isafoldtravel.is, Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544 8866. Heilsa Hver eru vinsælustu áramóta- heitin? Að komast í gott form, bæta heilsuna og fjárhaginn kannski? Þá kemur Herbalife sterkt inn. Uppl. gefur Jonna: 896 0935 & 562 0935. www.heilsufrettir.is/jonna Húsnæði óskast Vestur-íslenskur, reyklaus og reglusamur námsmaður hyggst dvelja á Íslandi árið 2006 til þess að læra íslensku. Hann leitar að íslenskri fjölskyldu á höfuðborg- arsvæðinu til að búa hjá frá og með 4. janúar nk. Sérherbergi og nettenging nauðsynleg. Æskilegt er að fæði sé innifalið. Gott að- gengi að bílastæði væri mikill kostur. Vinsamlegast skrifið til Kyle Guðmundssonar á netfangið: storilundi@samkoma.com eða hringið í Steinar í síma 896 6543. Húsnæði óskast Aðgengilegt og snyrtilegt her- bergi/bílskúr u.þ.b. 20-30 fm i Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 898 9475. Einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð í Reykjavík, helst nálægt svæði 105 og nágrenni, annars opin fyrir öllu. Er róleg, reglusöm og reyk- laus. Uppl. í síma 461 3737 og 862 7722. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið Reykstopp árið 2006 Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi frá streitu og kvíða. Notuð er m.a. EFT (Emotional Freedom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Íþróttir Þrekhjól - hlaupabretti Óska ef- tir að kaupa þrekhjól og göngubr- etti á góðu verði. Upplýsingar í síma 864 3686. Lausir tímar í tennis og byrj- endanámskeið Morgun- og hádegisnámskeið fyrir byrjendur í tennis hefjast í janúar. 10 tíma námskeið kr. 16.900. Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis á vortímab- ili. Upplýsingar í síma 564 4030. TFK og Sporthúsið. Fyrirtæki Eignarhaldshlutafélag (1997), eigna- og skuldlaust til sölu. Upp- safnað tap er ca 12.750.000. Til- boð óskast. Uppl. í símum 893 3130 og 862 7770. Skattframtöl Framtöl og bókhald fyrir ein- staklinga og félög (lögaðila). Eldri framtöl. Skattkærur. Stofna ný ehf. Verðmöt. Skatta/ bókhalds/ og uppgjörsþjónusta allt árið. Hagstætt verð. Kauphúsið ehf. Sig. S. Wiium, lögg. fastsali, s. 862 7770 & 552 7770. Ýmislegt Búðarkassi. Erum að opna ver- slun á Laugavegi og bráðvantar notaðan búðarkassa á góðu verði. Ef einhver lumar á einum slíkum vinsamlegast hafið sam- band í síma 896 2323. Bílar Toyota Avensis Wagon, 1,8 sjsk., árg. '03, ek. 49 þús. ABS hemlar, fjarstýrðar samlæsingar, hiti í sætum, litað gler o.fl. 1.800 þús. kr. stgr. S. 861 8691. Til sölu VW Caravella TDI langur 4 dyra,11 manna, framhjól- adrif, 2500 cc, dísel. Uppl. í s. 892-1818/462-1224 Nissan Double Cap árg. '99. Þessi bíll er til sölu. Nýskoðaður og í toppstandi. Upplýsingar í síma 693 8085. Nissan Almera 4 SLX.1600 Bíllinn minn er til sölu árg. 1996, lítið keyrður aðeins 130.000 km. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sumar- og vetrardekk. Skoðaður án athugasemda, mjög vel hugsað um hann að öllu leyti. Upplýsingar í síma 694 2326. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Bílar aukahlutir Til sölu plasthús á jap. pallbíl Festingar fylgja. Verð 68 þús. (nýtt 220 þús.) Upplýsingar í síma 898 8577. Þjónustuauglýsingar 5691100 R-4123 MB 300 SEL árgerð '87. Einn eig. pluss ákl., ssk., Einstakt ástand, riðlaus bíll, verðtilboð. Skipti á ódýrari. Upplýsingar virka daga 431-2622 FRÉTTIR FJÁRMÖGNUNARFYRIRTÆKIÐ Lýsing afhenti nýlega 1,5 milljónir króna til Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL), en féð safnaðist á styrktartónleikum sem haldnir voru af Lýsingu dag- ana 29. og 30. nóvember sl. í Graf- arvogskirkju. Á tónleikunum flutti Hjörleifur Valsson fiðluleikari ásamt hljómsveit sinni Árstíðirnar eftir Vivaldi. Alls seldust 692 miðar auk þess sem Lýsing keypti 58 boðsmiða og því var greitt fyrir samtals 750 miða á þessa tvennu tónleika. Miðaverð var 2.000 kr. og því söfnuðust 1,5 milljónir sem eins og áður sagði renna óskiptar til BUGL. Fénu verður varið til kaupa á leiktækjum, iðjuþjálfunartækjum og öðrum búnaði inn í nýja við- byggingu við húsnæði BUGL en fyrsta skóflustungan að henni verð- ur væntanlega tekin fljótlega, segir í fréttatilkynningu. Það voru Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, og Linda Krist- mundsdóttir, deildarstjóri á göngu- deild, sem veittu gjafabréfi viðtöku úr hendi Ólafs Helga Ólafssonar, framkvæmdastjóra Lýsingar. Ólafur Guðmundsson og Linda Kristmundsdóttir frá BUGL og Ólafur Helgi Ólafsson frá Lýsingu. BUGL fær 1,5 milljónir VIÐ útskrift í Flensborgarskólanum 20. desember var veittur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Er þetta í þrettánda sinn sem það er gert. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Jón Þórarinsson sem var fyrsti skólastjóri Flensborgarskólans. Styrkurinn er veittur nemendum frá Flensborgarskólanum sem eru í framhaldsnámi. Alls bárust fimm umsóknir frá 6 aðilum. Styrkinn hlutu þau Elísabet Grétarsdóttir og Jón Grétar Guð- jónsson og fengu hvort um sig 125 þúsund krónur. Elísabet er í meistaranámi í markaðsfræðum við Há- skólann í Stokkhólmi. Hún ávann sér þar pláss í hópi þar sem um 10% umsækjenda komast að. Á grundvelli þess gat hún sótt um nám við Markaðsakademíuna við Stokk- hólmsháskóla. Hún vann einnig til verðlauna þegar hún var við nám við Tækniháskóla Íslands. Jón Grétar er í meistaranámi í upplýsingatækni við Upplýsingatækniháskólann í Kista í Stokkhólmi. Meist- araverkefni hans verður tilnefnt til verðlauna. Hann stefnir að auki að því að ljúka meistaranámi í tölvuverk- fræði og hefur fengið boð um doktorsnám. Þau eru sam- býlisfólk og voru viðstödd brautskráninguna þegar styrkurinn var veittur. Ljósmynd/Magnús Þorkelsson Fengu styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar BARNA- og unglingageðdeild fékk á dögunum gjöf frá Kögun hf. en í stað þess að senda út jólakort til við- skiptavina færði fyrirtækið BUGL 500.000 króna styrk sem kemur að notkun við væntanlega stækkun og eflingu deildarinnar. Á myndinni, sem tekin var við þetta tilefni, eru Vilborg Guðnadótt- ir, deildarstjóri legudeilda, Gísli Ragnarsson, markaðsstjóri Kögun- ar, Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir og Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar. Kögun styrkir BUGL LIONSKLÚBBURINN Ægir færði BUGL 500.000 króna styrk sem renna mun til uppbyggingar ævin- týragarðs (Ljónagarðs) sem fyrir- hugaður er við væntanlega stækkun húsnæðis deildarinnar. Myndin er tekin við afhendingu styrksins, á henni eru Halldór Stein- grímsson, ritari í stjórn Lions- klúbbsins Ægis, Vilborg Guðnadótt- ir, deildarstjóri legudeilda, Kristjana Milla Snorradóttir iðjuþjálfi, Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeild, Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir og Andrés Erlingsson, formaður Lionsklúbbsins Ægis. Lionsklúbburinn Ægir styrkir BUGL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.