Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 59
Húsavík
Forstöðumaður
bókasafns
Vegna fæðingarorlofs er auglýst eftir forstöðu-
manni að Bókasafninu á Húsavík í 100% starf
í 14 mánuði frá 1. apríl 2006. Um er að ræða
fjölbreytt starf á nútímalegu safni.
Umsækjendur þurfa að búa yfir skipulagshæfi-
leikum, færni í mannlegum samskiptum og
hafa reynslu af öflun og miðlun upplýsinga.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi
í bókasafns- og upplýsingafræði eða annarri
háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi
góða þekkingu á tölvum og möguleikum hug-
búnaðar í safnaþjónustu.
Húsavík er um 2400 manna sveitarfélag, þar
er öflugt félags- og menningarlíf og aðstæður
til uppeldis barna ákjósanlegar. Í bænum er
framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar,
tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun
(sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennr-
ar þjónustu.
Launakjör eru samkvæmt samningum Launa-
nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið
veita Erla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Fjölskyldu- og þjónustusviðs í síma 464 6100,
erla@husavik.is og Eyrún Ýr Tryggvadóttir for-
stöðumaður bókasafnsins í síma 464 1173,
bokasafn@husavik.is. Skriflegum umsóknum
skal skila til framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og
þjónustusviðs Húsvíkurbæjar, Ketilsbraut 9,
640 Húsavík, eigi síðar en 18. janúar 2006.
Erla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Fjölskyldu- og þjónustusviðs.
Framtíðarstarf við
kalda eldhúsið á
Nordica hotel
Óskum eftir að ráða jákvæðan, samstarfsfúsan
og duglegan starfsmann í metnaðarfullt starf
við dagleg störf í kalda eldhúsi hótelsins.
Unnið er 15 daga í mánuði á sveigjanlegum
12 tíma vöktum. Starfsreynsla á matvælasviði
æskileg og/eða menntun úr matartæknanámi.
Nordica eldhús er reyklaus vinnustaður.
Í starfinu felst meðal annars :
Framsetning og umsjón á allri matvöru
Morgunverður
Smurbrauð
Bakstur
Eldamennska
Almenn þrif og frágangur
Hitastigseftirlit
Skráning við gámes kerfi
Starfið er laust nú þegar og er óskað eftir um-
sóknum á tölvupósti til yfirjómfrúar, Bjarkar
Óskarsdóttur (bjorko@icehotels.is). Umsóknar-
frestur er til 13. janúar.
Nánari upplýsingar í símum 444 5067 og
695 1777.
Raðauglýsingar 569 1100
Alvöru bókhaldari
Starfsmaður óskast
Bókhalds- og skattaþjónusta leitar að starfs-
krafti. Færni og reynsla nauðsynleg, fjölbreytt
verkefni, sveigjanlegur vinnutími, góð vinnu-
aðstaða. Viðtalspöntun í síma 897 7071.
Jógakennari
Jógakennara vantar 2 - 3 sinnum í mánuði.
Upplýsingar í síma 861 5718.