Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 63

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 63 DAGBÓK Jólatré fyrir alla 28. DESEMBER sl. skrifar Víkverji og gagnrýnir að stórverslanir skuli selja viðskiptavinum sínum jólatré og vill að einungis björgunarsveitir eða líknarfélög selji þau. Ég er ekki sammála Víkverja. Ég hef ekki haft mikinn pening milli handanna undanfarin ár og hef því tekið því fegins hendi að geta keypt lifandi jólatré hjá Krónunni – á verði sem ég ræð við – og hef getað valið mér þá stærð af jólatré sem hentar mínu húsnæði, án þess að þurfa að hugsa um hvort ég hafi efni á því eða ekki. Áður hafði ég keypt tré hjá björgunarsveitunum og einungis minnstu trén, verðið var það hátt. Sem sagt, mínar bestu þakkir til Krónunnar fyrir að bjóða sínum við- skiptavinum upp á jólatré á verði sem allir ráða við. Ánægður viðskiptavinur. Fyrir hverja er sjónvarpsdagskráin? ERLA skrifar miðvikudaginn 28. des. og spyr hvers vegna sjónvarps- efni fyrir fullorðið fólk sé farið að vera eins seint og raun ber vitni. Ég vil taka undir með henni. Það hentar hvorki vinnandi fólki – né heldur gömlu fólki sem hætt er að vinna – að vaka fram á nótt yfir sjónvarp- inu. Ég spyr líka hver vegna sé sífellt verið að auka dagskrárefni fyrir börn og unglinga þannig að það standi oftar en ekki fram til klukkan 23, samtímis því sem verið er að tala um að börn og unglingar hangi of mikið fyrir framan sjónvarp og aðra skjái. Ellilífeyrisþegi. Jólakort í óskilum KORTIÐ er frá Svíþjóð, stílað á Hönnu og Gulla, falleg mynd af litlu barni og kveðjan er frá Lilju Ósk, Guðbjörgu og Árna Þór. Þetta kort kom í Háulind 31 og ef Hanna og Gulli lesa þetta bið ég þau að hafa samband í síma 564 0265. Sammála Guðríði ÉG get alveg tekið undir með Guð- ríði á Blönduósi sem skrifar í Morg- unblaðið í dag, 28. desember, um kjarauppbót á ellilífeyri sem við átt- um að fá fyrir jólin. Það er alveg eins hjá mér og var hjá henni, það var allt tekið upp í skatt svo ég sá ekki krónu af því. Kær kveðja til Guðríðar. Aðalheiður. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, gaml-ársdag, er sjötug Anna Schev- ing, Sporhömrum 8, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum kl. 12–15 í félagsheimili Rafveitunnar v/ Rafveituveg í Elliðaárdal. Allir vel- komnir. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 31. desem-ber, er 85 ára Sveinn Elíasson, fyrrv. útibússtjóri Landsbanka Ís- lands. Hann og eiginkona hans, Svein- björg Zóphoníasdóttir, verða að heim- an í dag. 60 ÁRA afmæli. 1. janúar nk. verð-ur sextugur Guðmundur Páll Steindórsson, Seljahlíð 5d, Akureyri. Í tilefni þess tekur hann, ásamt fjöl- skyldu sinni, á móti gestum í KEA salnum í Sunnuhlíð föstudaginn 6. jan. frá kl. 20. Rúbínbrúðkaup | Í dag, gamlársdag, eiga 40 ára brúðkaupsafmæli hjónin Svanhildur Skaftadóttir og Eggert Gautur Gunnarsson. Í tilefni dagsins verður opið hús, á milli 12 og 15, á heimili dóttur þeirra að Kópavogs- braut 107. Eru allir vinir og vanda- menn boðnir innilega velkomnir að fagna þessum tímamótum með þeim. 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 c6 4. Rf3 d5 5. Bb3 Bd6 6. exd5 Rxd5 7. 0-0 0-0 8. He1 Rd7 9. Rbd2 Bc7 10. Re4 a5 11. a3 Kh8 12. Bg5 f6 13. Bd2 R7b6 14. h3 Re7 15. De2 Rf5 16. Had1 De7 17. d4 Rxd4 18. Rxd4 exd4 19. Df3 De5 20. Rg3 Dc5 21. Rh5 Bd7 22. c3 dxc3 23. Bxc3 Hae8 24. Hxe8 Hxe8 25. g4 Be5 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty- Mansiysk í Rússlandi. Stórmeistarinn Zviad Izoria (2.646) frá Georgíu hafði hvítt gegn ísraelska stórmeistaranum Sergey Erenburg (2.582). 26. Rxf6! Hf8 fegurð fléttunnar fólst í afbrigðinu 26. … gxf6 27. Dxf6+ Bxf6 28. Bxf6 mát! Í framhaldinu vinnur hvítur mann. 27. Bxe5 Dxe5 28. Rxd7 Rxd7 29. Hxd7 Dc5 svartur hefði orðið mát eftir 29. … Hxf3 30. Hd8+. 30. Hf7 He8 31. Kg2 b5 32. Bc2 Kg8 33. Bb1 Dc4 34. Hf4 De6 35. Be4 g5 36. Bxc6 gxf4 37. Bd5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fréttasíminn 904 1100 Dummy texti,Dummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy • Matvælavinnsla með góða markaðsstöðu. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 400 mkr. • Þekkt húsgagnaverslun. • Gott bakarí í heildsölu og smásölu. • Heildverslun með fæðubótar- og heilsuvörur. • Framkvæmdastjóri/meðeigandi óskast að þekktu tæknifyrirtæki í góðum vexti. • Meðalstór trésmiðja. Leiðandi fyrirtæki á sínu sérsviði. • Stór heildverslun með þekktar vörur, m.a. fyrir byggingariðnaðinn. • Glæsileg lítil gjafavöruverslun í Kringlunni. • Traust tryggingamiðlunarfyrirtæki í Danmörku. Góður rekstur. • Þekkt undirfataverslun með langa og góða rekstrarsögu. Hentugt fyrir duglega konu sem vill eignast eigin rekstur. Auðveld kaup. • Traust fasteignasala óskar eftir framsæknum fasteignasala sem meðeiganda. Fimm starfsmenn í dag en þörf á fleirum. • Fjárfestir óskast til að taka stöðu í MBO (Management Buy-Out) í góðu fyrirtæki. 70 mkr. í 4-5 ár. • Stórt tæknifyrirtæki. Heppilegt fyrir mikinn markaðsmann. • Meðeigandi óskast að lítilli auglýsingastofu í miklum vexti. • Lítið málmiðnaðarfyrirtæki með mikla sérstöðu. • Umboðs- og heildverslun á Vesturlandi. Ársvelta 150 mkr. • Mjög arðbært sandblástursfyrirtæki sem hægt er að flytja hvert á land sem er. • Stórt bílaþjónustufyrirtæki. • Meðalstór heildverslun/sérverslun með heimilisvörur. Mjög góð framlegð. • Þekkt heildsala með byggingavörur. • Fjárfestir óskast að þekktu fyrirtæki sem ætlar í útrás. • Lítið framleiðslufyrirtæki með langa og góða rekstrarsögu. • Lítil heildverslun með fjölbreyttar vörur og góðan sölumann óskar eftir sameiningu við stærra fyrirtæki. Góð framlegð. • Mjög arðbær verslun og veitingarekstur úti á landi. Hagstætt verð. • Sérverslun með íþróttavörur. • Arðbært vinnuvélaverkstæði með föst verkefni. • Stórt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. • Þekkt heildverslun með gólfefni. • Meðalstórt framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróðið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðadúns. Góð afkoma. Hentar til flutnings út á land. Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 9. janúar Framhaldstímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og miðvikud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723 eftir kl 17.00 og einnig á annaing@centrum.is. Anna Ingólfsdóttir Afmælisþakkir Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu mig með nærveru sinni, blómum, gjöfum, skeytum og símtölum á 100 ára afmæli mínu þann 4. desember síðastliðinn. Ég bið ykkur Guðs blessunar á nýju ári. Ragnheiður Jónsdóttir, frá Þrúðvangi, Vestmannaeyjum. KOMIN er út ný bók hjá Lafleur út- gáfunni: Katla – saga Kötluelda. Bókin fjallar um öll þau Kötlugos sem vitað er um og því ómet- anleg jarð- fræðileg heim- ild um Kötlu. En einnig er í bók- inni að finna ýmsar lifandi lýsingar fólksins sem lifði at- burðina og vís- anir í þjóðsögur og aðrar bók- menntir. Bókin er rétt rúmlega 200 bls. og myndskreytt af höfundinum: Werner Schutzbach. Höf. er Svisslendingur sem hefur af einskærri ástríðu á Ís- landi lagt á sig áratugavinnu til að afla heimilda um Ísland og eldfjallið Kötlu. Í bókinni er að finna allar þær heimildir sem til eru um fjallið. Wer- ner hefur áður ritað bókin: Island, eine Feuerinsel am Polarkreis, sem er af mörgum talin hálfgerð biblía um náttúrur Íslands og notuð af mörgum leiðsögu- og ferðamönnum. Werner hlaut fálkaorðuna fyrir þá bók og nýtur gífurlegrar virðingar fyrir rannsóknir sínar á Íslandi, sögu landsins og náttúru. Hæsta leiðbeinandi verð bókar er 3.775 kr. í búð en 2.900 krónur hjá Lafleur útgáfunni í Listasetri Lafleur, Hólmaslóð 4. Katla – saga Kötluelda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.