Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 65
MENNING
Hjörleifur Ingason véliðnfræðingurmun flytja erindi á vegum Mál-bjargar í Bláa lóninu að kvöldi 3.janúar um kenningar Johns Harr-
isons sem er bandarískur blaðamaður er hefur
mikið rannsakað stam og orsakir þess. Hjörleif-
ur segir að um 100 manns hafi skráð sig í Mál-
björgu og telur víst að hlutfall Íslendinga sem
stami sé svipað og annars staðar. Stam geti ver-
ið mikill kvilli eða lítill og misjafnt hve mikið
það hái fólki í lífinu. Fyrirbærið sé til um allan
heim og tíðnin mjög svipuð meðal þjóða, enginn
munur sé á menningarheimum í því tilliti.
Hjörleifur segist hafa kynnst nýjum kenn-
ingum Harrisons í Danmörku í haust en þar
hafi þær vakið mikla athygli. „Þetta er ný sýn á
þetta vandamál og lausnir á því, Harrison nefn-
ir þetta Stam-sexhyrninginn.
Hingað til hafa menn litið á stam sem mjög
afmarkaðan vanda og jafnvel talið að um væri
að ræða eitt gen sem stýrði þessu. En hann
skýtur þá kenningu eiginlega í kaf og segir lík-
legra að um sé að ræða félagslegar erfðir en lík-
amlegar. Hann nefnir sem dæmi um slíkar fé-
lagslegar erfðir stríðið í Kosovo 1999. Þar hafi
fólk í héraðinu í gegnum aldirnar erft hatur á
vissum þjóðum, þetta sé félagslegt hegð-
unarmynstur en ekki líffræðilegt, sé ekki gena-
tengt.
Harrison setur fram góð rök fyrir því að um
sé að ræða samspil sex þátta og milli þeirra séu
sterk, innbyrðis tengsl. Þættirnir eru sál-
fræðileg viðbrögð, hegðun, tilfinningar, skynjun,
skoðanir og loks ætlanir. Ekki sé nóg að takast
á við einn þáttinn, helst verði að fást við þá alla,
þetta er því heildræn sýn sem hann boðar.“
– En hvernig tengjast þættirnir innbyrðis,
hvernig er samspilið?
„Hann segir að sé hróflað við einum þætt-
inum breytist hinir líka, eins og í dómínóspili.
Ef manni tekst að bæta einn þáttinn þá batna
hinir líka og öfugt, ef einn versnar þá versna
flestir eða allir.
John Harrison er á sjötugsaldri, hann stam-
aði sjálfur í um 30 ár en hefur verið laus við
kvillann í um 20 ár og hefur ritað mjög áhuga-
verða bók um stam, How to Conquer your Fear
of Speaking before People. Hann er ekki með
sérmenntun á þessu sviði en hefur upplifað
stam sjálfur og hefur rannsakað það ofan í kjöl-
inn,“ segir Hjörleifur Ingason.
Stam | Erindi um nýjar kenningar á vegum Málbjargar 3. janúar
Sex þættir sem tengjast innbyrðis
Hjörleifur Ingason er
fæddur árið 1954 í
Keflavík en er búsettur
í Reykjavík, hann bjó
áður í mörg ár í Dan-
mörku. Hjörleifur er
véliðnfræðingur að
mennt og starfar hjá
fyrirtæki á Ísafirði þótt
hann búi í höfuðborg-
inni. Hjörleifur hefur
verið virkur í starfi Mál-
bjargar (mal-
bjorg@stam.is), félags fólks sem stamar.
Öryggið í fyrirrúmi.
Norður
♠ÁKG
♥ÁG2
♦K10862
♣D7
Suður
♠104
♥K9876
♦ÁD
♣ÁK92
Suður spilar sex hjörtu og fær út
spaða.
Hvernig er áætlunin?
Einn slag má gefa á tromp og því þarf
ekki að hafa áhyggjur af 3–2-legunni
(68%). Það er fyrst og fremst 4-1-legan
(28%) sem kallar á umhugsun.
Í flestum tilfellum virkar vel að spila
hjarta á gosann, því þannig má ráða við
D10xx í hjá báðum mótherjum. En í
einu tilfelli reynist það illa …
Norður
♠ÁKG
♥ÁG2
♦K10862
♣D7
Vestur Austur
♠9876 ♠D532
♥10543 ♥D
♦54 ♦G973
♣G83 ♣10654
Suður
♠104
♥K9876
♦ÁD
♣ÁK92
… þegar austur á staka drottningu.
Þótt líkur á slíkri legu sé ekki miklar
er sjálfsagt að taka þessa stöðu inn í
reikningsdæmið ef hægt er. Og það
kostar ekkert að taka fyrst á hjartaás.
Ef báðir fylgja smátt er farið heim á
laufás og hjarta spilað að gosa og þann-
ig má ráða við D10xx hvorum megin
sem er.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Ertu á leið til
Spánar? Spænskunámskeið í boði
9. jan. til 7. feb. Kennt verður á
miðvikudögum kl. 10–11.30 í Afla-
granda, ef næg þátttaka fæst.
Skráning og uppl. í síma 411 2700
og á staðnum.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Óskum þátttakendum og samstarfs-
aðilum gleðilegs nýs árs, þökkum
liðnar samverustundir. Dagskrá
næstu annar birtist í Garðapóst-
inum 5. janúar næstkomandi en
Garðaberg verður opnað eftir jólafrí
miðvikudaginn 4. janúar.
Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk
sendir þátttakendum, samstarfs-
aðilum og velunnurum um land allt
bestu óskir um heillaríkt komandi
ár, með þakklæti fyrir góðar stundir,
gott og gefandi samstarf, samskipti
og veittan margvíslegan stuðning.
Furugerði 1, félagsstarf | Starfsfólk
Furugerðis 1 sendir öllum íbúum og
gestum í félagsstarfi óskir um
gleðilegt ár og farsælt nýtt ár með
þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir hefj-
ast strax eftir áramótin. Kynning-
arfundur á dagskránni föstudag 6.
janúar kl. 14. Skráning á ný og
spennandi námskeið. Laugardag kl.
10 árdegis eru Göngu-Hrólfar og
Hana-nú göngugestir „Út í bláinn“.
Líttu inn, það eru allir alltaf vel-
komnir í Hæðargarðinn. Síminn er
568 3132.
Norðurbrún 1, | Óskum íbúum og
gestum gleðilegs árs og þökkum
fyrir árið sem er að líða.
Vesturgata 7 | Eftirtalin námskeið
byrja í janúar. Bútasaumur þriðjud.
3. jan. Glerbræðsla fimmtud. 5. jan.
Enska þriðjud. 10. jan. Spænska
fimmtud. 12. jan. Einnig byrjar leik-
fimi mánud. 2. jan. Boccía fimmtud.
5. jan. Tréskurður miðvikud. 11. jan.
Nánari upplýsingar og skráning í
síma 535 2740.
Kirkjustarf
Fella- og Hólakirkja | Á nýársdag
verður Ingólfur Margeirsson, rithöf-
undur og blaðamaður, gestur í há-
tíðarmessu kl. 14. Í stað hefðbund-
innar prédikunar verður sr. Svavar
Stefánsson, sóknarprestur í Fella-
sókn, og Ingólfur með sam-
talsprédikun. Ætla þeir að fjalla um
kristna trú og trúarlíf í ljósi veik-
inda og erfiðleika eftir missi.
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Jólahátíð fyrir eldri borgara í fé-
lagsmiðstöðinni Víðilundi 24, kl.
14.30. Jólastund á dvalarheimilinu
Hlíð, 29. des. kl. 14. Fjölskyldu-
jólatréskemmtun 30. des. kl. 17.
Unglingahátíð verður á gamlárs-
kvöld kl. 1. Hátíðarsamkoma verður
á nýársdag kl. 17.
Á NÝÁRSDAG verður Ingólfur Mar-
geirsson, rithöfundur og blaðamaður,
gestur í hátíðarmessu kl. 14 í Fella-
og Hólakirkju.
Í stað hefðbundinnar prédikunar
verða sr. Svavar Stefánsson, sókn-
arprestur í Fellasókn og Ingólfur
með samtalsprédikun. Ætla þeir að
fjalla um kristna trú og trúarlíf í ljósi
veikinda og erfiðleika eftir missi. M.a.
um það hvernig trúin og bænin veita
styrk og huggun í andstreymi lífsins.
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
Ingólfur Margeirsson í
Fella- og Hólakirkju
SÍÐUSTU tónleikar ársins verða
að vanda í Hallgrímskirkju í dag,
gamlársdag, kl. 17. Það eru tromp-
etleikararnir Ásgeir H. Stein-
grímsson og Eiríkur Örn Pálsson
og orgelleikarinn Hörður Áskels-
son sem kveðja gamla árið og
fagna því nýja með viðeigandi
lúðraþyt og orgelleik.
Á efnisskrá tónleikanna við þessi
áramót eru verk eftir Dubois, Hol-
loway, Pezel, Bach, Albinoni/
Giazotto og Scarlatti. Fyrst á efn-
isskránni eru tvö verk eftir núlif-
andi tónskáld. Það eru Prelude
eftir franska tónskáldið Pierre
Max Dubois og Pastorale sem Mal-
colm Holloway samdi árið 1995.
Þriðja verkið á tónleikunum er
Canzona eftir Frescobaldi en svo
hljómar Sónatína nr. 62 eftir Jo-
hann Pezel. Fastir liðir á efnisskrá
tónleikanna eru hin þekkta Tok-
kata og fúga í d-moll eftir J.S.
Bach sem Hörður leikur og hið
fræga Adagio eftir Giazotto og
Albinoni sem þeir leika allir þrír
saman. Tónleikunum lýkur svo
með hinni líflegu Tokkötu í D-dúr
eftir Alessandro Scarlatti.
Samstarf Ásgeirs, Eiríks Arnar
og Harðar hófst árið 1993, en auk
Hátíðarhljóma við áramót hafa
þeir tvisvar leikið á tónleikum
Sumarkvölds við orgelið. Síðast-
liðið sumar léku þeir einnig á veg-
um Sumartónleika á Norðurlandi
og í október komu þeir fram í
Keisarasal Fílharmóníuhljóm-
sveitar Sankti Pétursborgar í til-
efni af vígslu nýs orgels þar.
Félagarnir þrír eru löngu orðnir
landsþekktir tónlistarmenn. Ásgeir
og Eiríkur leika báðir með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands auk þess að
vera virkir í tónlistarlífinu al-
mennt, m.a. með Hljómsveit Ís-
lensku óperunnar, Kammersveit
Reykjavíkur og Caput-hópnum,
svo eitthvað sé nefnt. Þeir hófu
báðir tónlistarnám sitt hér á Ís-
landi, en stunduðu framhaldsnám
vestanhafs, Ásgeir í New York, en
Eiríkur í Boston og svo í Los Ang-
eles.
Eftir að hafa verið í framhalds-
námi í orgelleik í Þýskalandi var
Hörður ráðinn organisti og kantor
Hallgrímskirkju árið 1982. Hann
stjórnar Mótettukór Hallgríms-
kirkju og kammerkórnum Schola
cantorum og er listrænn stjórn-
andi Kirkjulistahátíðar og Sum-
arkvölds við orgelið. Þá er Hörður
Borgarlistamaður Reykjavíkur ár-
ið 2002 og hann var sæmdur hinni
íslensku fálkaorðu árið 2004. Ný-
lega var Hörður skipaður söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar.
Forsala aðgöngumiða er í Hall-
grímskirkju og er hún opin kl. 9–
17.
Morgunblaðið/Ómar
Hátíðar-
hljómar
við áramót
Enskuskóli Erlu Ara auglýsir
enskunám í Hafnarfirði
• Tíu getustig með áherslu á tal
• Enska á framhaldsskólastigi
Enskunám í
Englandi fyrir
hópa og
einstaklinga
Framúrskarandi ensku-
nám sniðið að þörfum
hvers og eins, til dæmis
1-2 vikur til þess að
öðlast þjálfun í að halda
fyrirlestur, kynningu eða
fundi á ensku eða 2-6
vikur til þess að efla
almenna enskukunnáttu.
Hóptímar og einka-
kennsla.
Ath. skráning er hafin í
vinsælu námsferðirnar
fyrir 12-15 ára.
Skráning í síma 891 7576
og á erlaara@simnet.is
Happy New Year
enskafyriralla.is
Afmælisþakkir
70 ára afmæli 17. desember 2005.
Sendi elsku börnunum mínum, tengdabörnum
og barnabörnum þakkir fyrir ógleymanlegan
dag og líka þeim mörgu kunningjum mínum
sem hugsuðu hlýtt til mín og sendu mér afmæl-
iskveðjur
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka
fyrir öll þau liðnu.
Kær kveðja,
Helgi Jónsson,
Felli, Kjós.