Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 66

Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 66
66 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við Leikfélagið Regínu Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Fim. 29.des kl. 20 UPPSELT Fös. 30.des. kl. 20 UPPSELT Ósóttar pantanir seldar daglega! Aukasýningar í jan og feb í sölu núna: Lau. 7.jan. kl. 19 Örfá sæti Fös. 13.jan. kl. 20 Örfá sæti Lau. 14.jan. kl. 19 Laus sæti 20/1, 21/1, 27/1, 28/1 Gleðilegt nýtt ár – þökkum liðið! Miðasala opin kl. 13-17 23., 28., 29., 30. des og allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan er lokuð til 2. janúar. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn: www.opera.is Íslenska óperan óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári! ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR á nýju ári - sunnudagskvöldið 8. janúar kl. 20 Kammersveitin Ísafold flytur Vínartónlist í útsetningum eftir Arnold Schönberg og Anton von Webern. Stjórnandi: Daníel Bjarnason, einsöngvari: Ágúst Ólafsson baritón Tryggðu þér miða á óvenjulega og skemmtilega tónleika! www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Vínartónleikar F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 græn tónleikaröð í háskólabíói aukatónleikar í háskólabíói MIÐVIKUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 LAUGARDAGINN 7. JANÚAR KL. 17.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Peter Guth Einsöngvari ::: Anton Scharinger Helstu perlur höfuðtónskálda Vínar með Strauss- feðga í broddi fylkingar, hinn frábæri einsöngvari Anton Scharinger og einn mesti sérfræðingur í Vínartónlist, hljómsveitarstjórinn Peter Guth. Tryggðu þér miða núna á www.sinfonia.is á hina bráðskemmtilegu og sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frábær byrjun á nýju ári Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 örfá sæti laus laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti laus sæti fimmtudagur föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur sunnudagur 05.01 13.01 14.01 20.01 21.01 22.01 EITURSNJÖLL hugmynd hjá Völu Þórsdóttur að kafa í smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur eftir efnivið. Bæði er nú löngu tímabært að vekja athygli á þessum litlu meist- arastykkjum sem eiga sér ekki líka í bókmenntum okkar, og svo er líklega vandfundið efni sem hentar jafn vel aðferðum og stíl Völu og sam- verkakonu hennar, Ágústu Skúla- dóttur. Það er eins og grótesk stíl- færslan, bernsk leikgleðin og sambandið við áhorfendur sem þær stöllur leggja gjarnan upp með hafi verið skapað til að miðla hvers- dagsmartröðum Svövu Jakobsdóttur með öllum sínum undirliggjandi óhugnaði og táknræna hryllingi sem er alltaf við það að detta ofan í lág- kúrulegan aulahúmor en gerir það (næstum) aldrei. Fimm sögur eru lagðar til grund- vallar sýningunni: Eldhús eftir máli, Gefið hvort öðru, Saga handa börn- um, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg. Sú leið er far- in að flétta þær saman, stuttir kaflar og atriði úr hverri sögu lifna og hverfa áður en bútur úr næstu sögu tekur við. Samsetningin er afar vel heppnuð og samstilltur leikhópurinn rennir sér af miklu öryggi milli atriða og stemninga. Það sem vinnst með þessari nálgun er sterkur heild- arsvipur og sýningin fær skýrari uppbyggingu sem ekki næst endilega ef hver sagan er kláruð áður en sú næsta tekur við. Það sem aftur glat- ast er innri spenna hverrar sögu, áhrifamáttur hennar sem heildar. Hér er vitaskuld um meðvitaða ákvörðun að ræða hjá höfundum sýn- ingarinnar og útkoman er heildstætt listaverk sem stendur fyllilega fyrir sínu. Það er forvitnilegt að skoða í hverju verður mestur leikhúslegur slagkraftur á móti því sem sterkast er í sögunum við lestur. Upphafs- mynd sýningarinnar er sótt í Gefið hvort öðru og það sem slær mig sem frekar veik og banal hugmynd í bók verður feiknarlega sterk í þessu nýja samhengi. Svo er einnig með fleiri sáraeinfaldar táknrænar myndir úr sögunum, svo sem eins og líf- færabrottnámið úr Sögu handa börn- um, þær lifna á afar skemmtilegan hátt á sviðinu. Aftur á móti græðir efnisríkasta og mögulega dýpsta sag- an, Krabbadýr, brúðkaup, andlát, ekki á því að vera flutt í þetta nýja samhengi. Og titilsagan nær heldur varla að lifna sem skyldi, útfærsla hins vélvædda eldhúss kannski ekki alveg nógu sterk sjónrænt séð og „pönsið“, niðurstaða eiginmannsins eftir misheppnaða tilraunina, fellur flatt, hvað sem því veldur. En heildin virkar, andrúmsloftið er hárrétt og það eru vel heppnuðu atriðin sem greypast í minnið. Eins og við var að búast í ljósi vinnubragða Ágústu er þetta sýning liðsheildarinnar. Leikhópurinn er frábærlega samstilltur og sam- hentur, en allir eiga líka sín „sóló“. Það er aldrei við frammistöðu leik- aranna að sakast þótt einstaka sögu- brot nái ekki fullu flugi. Þannig var Margrét Vilhjálmsdóttir fallega harmræn sem dauðvona lestrarhest- urinn úr Krabbadýr, brúðkaup, and- lát og Aino Freyja Järvelä skilar afar skýrt teiknaðri húsmóður í Eldhús eftir máli í þessari opinberu frum- raun sinni á sviði Þjóðleikhússins. Unnur Ösp Stefánsdóttir var sterk sem brúðurin sem tekur gifting- arheit sín svo bókstaflega í Gefið hvort öðru. María Pálsdóttir nýtir vel fimi sína og kraft í meðferð sinni á ófrískri konu, og fæðingarsenan er óneitanlega hápunktur sýning- arinnar, þar sem gróteskri leiktækni og írónískri tónlist er listilega beitt til að segja grafalvarlega hluti um hlutskipti konunnar á öllum tímum. Flottasta sólóið á samt að mínu mati Þórunn Lárusdóttir, sem gerir hina fórnfúsu móður úr Sögu handa börnum að algerlega skýrum, þrí- víðum karakter, stækkar þannig myndina sem sagan sjálf dregur upp í sínu stranga og tvívíða táknsögu- formi. Tvímælalaust það besta sem ég hef séð til Þórunnar. Kjartan Guðjónsson fær það öf- undsverða hlutverk að bregða sér í gervi allra mótleikara kvennanna, en í sögum Svövu er alltaf ljóst að þótt ólíku sé saman að jafna hlutskiptum karla og kvenna þá eru karlarnir líka fangar hefða, krafna neysluhyggj- unnar og samskiptahátta borg- arasamfélagsins. Kjartan gerir mönnum sínum öllum góð skil á hóf- stilltan hátt og greinir skýrt á milli þeirra á öfgalausan hátt. Umgjörðin öll er snjöll og þénug hjá Stíg Steinþórssyni, hugkvæm, tímalaus og hæfilega abstrakt til að nýtast í öllu því fjölbreytta samhengi sem sýning af þessu tagi krefst, rækilega studd af lýsingu Harðar Ágústssonar. Búningar og gervi Katrínar Þorvaldsdóttur eru og sér- lega skemmtileg. Hljóðmyndin er mikilvægur þátt- ur í lími sýningarinnar. Auk frum- samins efnis hefur Björn Thor- arensen unnið af mikilli hugkvæmni úr fjölbreyttum efnivið sem stækkar merkingarsvið sýningarinnar með vísunum hingað og þangað. Eft- irminnilegast fyrir mig er sennilega notkunin á White Wedding með Billy Idol, sem nýtur sín sérlega vel bæði í nýju samhengi og snjallri útsetning- unni. Allir þessir umgjarðarþættir, svo og margt í vinnu leikaranna, er upp- fullt af snjöllum smáatriðum sem krydda upplifunina, nýtast í að draga fram kjarnann í meginefninu og eru líka í sjálfu sér gleðigjafi. Eitt dæmi: kökurnar í saumaklúbbnum í Veislu undir Grjótvegg voru algerlega óborganleg smíð. Eldhús eftir máli er skemmtilegt leikhúsverk, þar sem kraftarnir sem að henni koma eru virkjaðir til sam- stillts átaks með góðum árangri. Sýningin er bæði fyndin og hryllileg vegna þess að sögur Svövu eru sann- ar og Vala og Ágústa eru trúar kjarna þeirra, og langar að koma efni sínu til okkar. Það finnst, og tekst. Unaðshrollvekjur LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Vala Þórsdóttir upp úr smásög- um Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir, leikmynd: Stígur Steinþórsson, hljóðmynd: Björn Thor- arensen, búningar, grímur og hattar: Katrín Þorvaldsdóttir, lýsing: Hörður Ágústsson. Leikendur: Aino Freyja Järv- elä, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Smíðaverkstæðinu 29. desember 2005. ELDHÚS EFTIR MÁLI „Heildstætt listaverk sem stendur fyllilega fyrir sínu,“ segir í leikdómnum. Þorgeir Tryggvason HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Ísland Land frosts og funa eftir finnska rithöfundinn Iivari Leiviskä í þýðingu Borgþórs S. Kjærnested. Höfundur bókarinnar, Iivari Leiv- iskä var prófessor í jarðfræði og kom í tvígang til Íslands um miðjan þriðja áratug síðustu aldar. Fór hann um- hverfis landið með strandferðaskip- um, akandi og ríð- andi eftir því sem tök voru á hverju sinni. Lýsing hans á landi og þjóð er afar hlýleg og ein- kennist af að- dáun á lands- mönnum, sem honum finnst búa við hörð kjör í óblíðu en fallegu landi. Ritstíll hans er einfaldur og aðgengi- legur í þessari upplýsandi ferðasögu úr fortíðinni. Land frosts og funa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.