Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
A
lltaf kemur það jafn
skemmtilega á óvart
hversu erfitt það er að
velja myndasögur árs-
ins. Eins og flestum
ætti að vera ljóst eru svona árs-
uppgjör enginn stóridómur um
gæði þeira myndasagna sem ekki
komast á listann. Undirritaður er
eins og aðrir ofurseldur persónu-
legum áhuga, tímaskorti, vana-
festu og takmörkuðum fjárráðum
við innkaup og lestur mynda-
sagna. Þrátt fyrir góðan vilja er
ekki nokkur einasta leið að fara
yfir allt það myndasöguefni sem
berst hingað til lands á hverju ári.
Sömuleiðis setur takmörkuð
tungumálaþekking strik í reikn-
inginn varðandi lestur á meðal
annars frönskum, þýskum og jap-
önskum teiknimyndasögum sem
ekki hljóta náð fyrir augum þýð-
enda. Alger spæling.
Íslenska myndasöguárið var
gróskumikið og má segja að vísir
sé kominn að almennilegri mynda-
sögumenningu á íslandi. Fyrir jól-
in komu út fjórar frumsamdar ís-
lenskar myndasögubækur, allar
góðar í sínum margvíslegu mynd-
um. Þrjú dagblöð birta íslenskar
myndasöguskrítlur að staðaldri.
Út komu þrjú myndasögublöð;
Gisp og Blek sem hafa verið við
lýði í fjölda ára og Very Nice
Comics sem skaut nú upp koll-
inum. Sala myndasagna er með
besta móti og útlán á bókasöfnun
ganga mjög vel. Hápunktur ís-
lenska myndasöguársins var síðan
myndasöguhátíð sem haldin var í
Listasafni Reykjavíkur í sumar
með glæsibrag. Þótt íslenskar
myndasögur rati ekki á árslistann
í þetta sinn fer biðin eftir því að
styttast með þessu áframhaldi. Nú
verður ekki aftur snúið. Vonandi.
Black Hole eftir Charles
Burns – Pantheon gefur út
Þessi bók er alger hlunkur bæði
að umfangi og innihaldi. Það kem-
ur ekki á óvart að það hafi tekið
Charles Burns tíu ár að ljúka við
Black Hole. Svona lagað er ekki
hrist út úr erminni. Sagan er mar-
traðarkennd stúdía á einangrun og
kynferðiskvíða unglingsáranna.
Óhugnanlegur sjúkdómur herjar á
unglinga í bandarískum smábæ.
Hann smitast við samfarir og ger-
ir það að verkum að hinir veiku
afskræmast á óhugnanlegan hátt
og sjá sig tilneydda að búa í ein-
angrun frá samfélaginu. Umfjöll-
unarefnið og níðþung blekáferðin
gera það að verkum að Black Hole
verður varla lesin í einum rykk
þrátt fyrir góðan vilja. Fullkomin
blanda innilokunar- og útilok-
unarkenndar.
Strangehaven: Conspiracies
eftir Gary Spencer Millidge –
Abiogenesis Press
Eins og Burns vinnur Millidge á
skriðjökulshraða. Hann byrjaði að
gefa út Strangehaven-seríuna árið
1995 og enn sér ekki fyrir endann.
Conspiracies er þriðja bókin sem
kemur út í bálkinum. Barnaskóla-
kennari verður strandaglópur í
breska þorpinu Strangehaven. Í
fyrstu reynir hann að komast burt
úr bænum en tekst ekki af ein-
hverjum orsökum. Hann ákveður
Myndasögur árs
Morrison skilar frábærri sögu með marglaga skilaboðum eins og honum er einum lagið en þrátt fyrir alla hans
hæfileika er það teiknarinn Quitely sem stelur senunni. We3 er myndasaga ársins 2005.
Nýárstilboð á frábæra fjölskyldumynd!
Töfrandi staðir, latir álfar, lævísar nornir og óþekk tröll ... allt þetta
og meira til í þessari frábæru fjölskyldumynd.
2 fyrir 1 dagana 1. - 7. janúar!
MasterCard korthafar fá tvo miða á verði eins fyrstu viku nýs árs,
eða dagana 1. - 7. janúar 2006, alls staðar sem myndin verður
sýnd, greiði þeir með kortinu. Nánar á www.kreditkort.is/klubbar.
Sýnd í kvikmyndahúsum um land allt á nýársdag!
fyrir alla fjölskylduna!
Skeifunni 3j
Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.isGJAFABRÉF GJAFAVÖRUR JAFNVÆGI FYRIR LÍKAMA OG SÁL
ÁRLEGIR tónleikar
til styrktar SKB
(Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra
barna) voru haldnir
í Háskólabíói á
fimmtudagskvöldið.
Þar tróðu margar af
vinsælustu popp-
stjörnum landsins
upp en allur ágóði
af tónleikunum rann
óskiptur til samtak-
anna. Alls söfnuðust
2.425.000 krónur og
var ávísun með upp-
hæðinni afhent SKB í lok tón-
leikanna. Allir þeir sem komu
fram í Háskólabíói gáfu vinnu sína
og sama var að segja um alla
tæknimenn og aðra
starfsmenn. Öll fyr-
irtæki sem að verk-
efninu komu gáfu
einnig sína vinnu og
tæki sem til þurfti
og Háskólabíó hýsti
tónleikana að kostn-
aðarlausu. Eftirtaldir
listamenn komu fram
á fimmtudaginn:
Bubbi Morthens,
Sálin hans Jóns
míns, Jónsi, Skíta-
mórall, Nylon,
Heiða, Hildur Vala,
Lummurnar, Kung Fu, Davíð
Smári og Paparnir. Kynnar voru
þeir Simmi og Jói úr Idol stjörnu-
leit.
Tónlist | Á þriðju milljón safnaðist
Húsfyllir í Háskólabíói
Bubbi Morthens kom fram
á styrktartónleikunum.
Morgunblaðið/Sverrir