Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 69
loks að setjast að en verður þá var
við að ekki er allt með felldu. Íbú-
arnir virðast búa yfir torkenni-
legum leyndarmálum sem kenn-
arinn þarf að ráða í en um leið
verður hann sjálfur sífellt meira
innlimaður í undarlegheitin.
Millidge vinnur myndirnar mikið
til upp úr ljósmyndum sem gefur
sögunni einhvers konar óraun-
verulegan raunveruleikablæ. Sam-
tölin eru frábærlega skrifuð og
lesandanum finnst hann vera þátt-
takandi í atburðarásinni. Sagan
silast áfram í hversdagsleikanum
sem þegar nánar er gáð er allt
annað en eðlilegur og spennan
verður sífellt meira þrúgandi.
Sambland af Twin Peaks og Póst-
inum Páli. Súrrealísk sveitaróm-
antík.
Identity Crisis eftir Brad Meltzer
og Rags Morales – DC Comics
gefur út
Lustice League of America er
stofnun í amerískum ofur-
hetjumyndasögum. Þar koma sam-
an allar helstu kanónur DC-
myndasöguheimsins; Superman,
Batman, Wonder Woman, Green
Lathern, Flash og fleiri og berjast
við þungaviktarandstæðinga. Í
Identity Crisis er sagan á lág-
stemmdari nótum en oftast áður.
Meginuppistaðan er klassísk saka-
málasaga þar sem allir liggja und-
ir grun og hið sanna kemur í ljós
á lokasprettinum. Uppljóstranir í
þessari sögu hafa víðtæk áhrif á
allan DC-söguheiminn og hetjurn-
ar verða ekki samar og áður. Sag-
an er stútfull af vísunum í hina
flóknu súperhetjuflóru sem kætir
okkur nördana en gæti vafist fyrir
óinnvígðum. Identity Crisis er frá-
bærlega fléttaður krimmi sem
sýnir að öll vandamál verða ekki
leyst með ofurkröftunum einum
saman. Rags Morales skilar glæsi-
legu verki. Myndirnar eru ná-
kvæmar og lýsandi og myndbygg-
ingin framúrskarandi.
Ofurhetjumyndasagan hefur alltaf
átt þá ósk heitasta að vera tekin
alvarlega í hinu menningarlega
landslagi. Identity Crisis gæti orð-
ið verkið sem leiðir hana út úr
eyðimörkinni.
Hot Gimmick eftir Miki Aihara –
Viz gefur út
Með hjálp góðra manna fékk ég
kynningu á shojo manga á þessu
ári. Það að karlemenn skuli
skiptast á skoðunum um þennan
undirflokk japanskra myndasagna
má heita nokkuð áhugavert þar
sem shojo úleggst á íslensku
stelpumyndasögur. Iðulega fjallar
shojo manga um samskipti ungra
menntaskólastelpna við hitt kynið,
með öllu því veseni sem slíku
fylgir. Hot Gimmick fjallar um
Hatsumi sem á í mjög svo flókn-
um ástar/haturs-samskiptum við
tvo pilta, annan með stjórnunar-
áráttu á háu stigi og hinn sem
drifinn er áfram af hefndarþorsta
í garð fjölskyldu stúlkunnar. Báðir
eru fjallmyndarlegir en um leið al-
veg snarklikkaðir. Inn í þessar
erfiðu aðstæður blandast svo mjög
svo óbróðurlegar kenndir fóst-
urbróður Hatsumi í hennar garð.
Púff. Hott Gimmick er alveg sér-
lega góð unglingasápa. Á köflum
minna flækjurnar sem skapast á
farsa í ætt við Fawlty Towers en
dramað er þó allsráðandi. Serían
gefur lesendanum óvænta innsýn í
japanskan hugarheim þar sem
Hatsumi sýnir botnlausa und-
irgefni fyrir tiktúrum strákskratt-
anna og hefðir í samskiptum virð-
ast ráða meiru en persónulegur
vilji. Eins og japanskra mynda-
sagna er von og vísa verða bæk-
unar í seríunni fjölmargar en nú
þegar eru níu þeirra komnar út.
Hot Gimmick er frábærlega vel
skrifað unglingadrama og allir
sem einhvern tímann hafa dottið
ofan í Unglingana í hverfinu, Bev-
erly Hills 90210 eða nú síðast The
O.C. ættu að hafa gaman af, jafn-
vel gamlir karlar eins og ég.
We3 eftir Grant Morrison og
Frank Quitely – Vertigo gefur út
Grant Morrison klikkar ekki. Á
liðnu ári hefur hann sprengt alla
ramma hvað varðar myndasöu-
framleiðni. Hann hefur verið ráð-
inn sem hugmyndafræðilegur ráð-
gjafi DC-útgáfunnar og ýtir
verkinu úr vör með sjö smáseríum
um gleymdar ofurhetjur sem allar
tengjast saman í eina stóra sögu.
Sömuleiðis gaf hann út þrjár aðr-
ar stakar seríur sem allar eru góð-
ar. Í lok ársins kom svo út fyrsta
blaðið í nýrri Superman-seríu eftir
Morrison og Frank Quitely sem
lofar góðu. Þessir höfundar eiga
einnig heiðurinn af bestu mynda-
sögu ársins 2005, We3. Sagan seg-
ir af þremur dýrum, hundi, ketti
og kanínu, sem notuð eru af hern-
um sem eins konar lifandi vopn og
hafa verið afskræmd með tækni-
legum viðbótum til að duga sem
best á vígvellinum. Þau sleppa úr
prísundinni og eru hundelt af
hernum. Þá kemur hins vegar í
ljós að þau eru vel fær um að bíta
frá sér með öllum nýfengnu græj-
unum. Þau gera allt sem þarf til
að komast undan og vinna saman
sem ein heild gegn böðlum sínum
sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Sagan er að meginefni tragísk
rannsókn á grimmd mannsins í
garð dýra og taumlausu virðing-
arleysi við náttúruna, sem þegar
öllu er á botninn hvolft er stór-
brotnari og voldugri en við kjósum
að halda. Morrison skilar frábærri
sögu með marglaga skilaboðum
eins og honum er einum lagið en
þrátt fyrir alla hans hæfileika er
það teiknarinn Quitely sem stelur
senunni. Tæplega 70 blaðsíður
duga honum til að segja sögu sem
aðrir teiknarar hefðu þurft helm-
ingi meira pláss til að koma frá
sér. Myndirnar eru ótrúlega ná-
kvæmar, jafnvel svo að mælt er
með notkun stækkunarglers til að
skoða suma rammana. Mynda-
söguformið er notað til hins ýtr-
asta til að lýsa hreyfingu og ring-
ulreið og á hverri blaðsíðu má
finna atriði sem ekki hafa verið
notuð áður innan formsins. Slá-
andi verk sem einungis hefði orðið
betra ef blessaður útgefandinn
hefði séð sér fært að prenta það í
stærra sniði. Besta myndasaga
ársins 2005.
ins 2005
Heimir Snorrason