Fréttablaðið - 12.09.2002, Page 14
14 12. september 2002 FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Tökum á þriðju Terminatormyndinni er nú lokið. Tvísýnt
var á tímabili með myndina þar
sem kostnaður á
bak við hana var
kominn upp úr
öllu valdi. Fram-
leiðendurnir
segja að síðasta
takan hafi verið
sú erfiðasta. Þá
var atriði þegar
kventortímandinn
kemur aftur í tímann tekið. Það
reyndist þeim afar erfitt því eins
og allir vita mæta vélmennin úr
framtíðinni án klæða. Atriðið var
tekið úti á götu í Beverly Hills og
áttu framleiðendur erfitt með að
halda æstum múginum frá töku-
staðnum en hann vildi líta beran
líkama norsku fyrirsætunnar
Kristanna Loken, sem leikur aðal
illmennið, augum.
Madonna ætlar að gera kvik-mynd byggða á leikriti Guy
Oseary „Pygmalion“. Það var eft-
ir sama leikriti og
söngleikurinn
„My Fair Lady“
var unninn. Út-
gáfa Madonnu á
að gerast í Suður-
Ameríku og mun
myndin heita
„How To Be A
Perfect Latino
Pop Star“. Fyrirtæki hennar Ma-
verick leitar nú að óþekktum
söngvurum og leikurum í aðal-
hlutverkin.
Þann 29. nóvember, þegar eittár er liðið frá dánardegi Bít-
ilsins George Harrison, verður
ókláruð breið-
skífa hans
„Brainwashed“
gefin út. Harrison
hafði ekki gefið
út plötu eftir hina
geysivinsælu
„Cloud 9“, sem
meðal annars
innihélt lagið „I
Got My Mind Set On You“, árið
1987. Á plötunni verða 11 lög sem
Harrison hafði verið að vinna að.
Það yngsta var hljóðritað tveim-
ur mánuðum áður en hann lést.
Vinir Harrisons hafa verið að
klára plötuna. Þar á meðal eru
Jeff Lynne og Dhani Harrison,
sonur Bítilsins.
Söngvarinn Morrissey segistaldrei hafa fengið tilboð frá
plötufyrirtækjum um að setja
saman endurkomu The Smiths.
KVIKMYNDIR Það er nýjasta kvik-
mynd hins virta leikstjóra Pedro
Almodóvar sem opnar spænsku
kvikmyndahátíðina í Regnbog-
anum. Myndin heitir „Hable con
ella“ (Ræddu málin) og fjallar
um hvernig mismunandi menn
bregðast misjafnlega við svipuð-
um aðstæðum. Hér tekur Almó-
dóvar á einmanaleika, ástarþrá,
losta og hvaða áhrif ástin hefur á
menn. Aðalleikari myndarinnar
Javier Camáras verður viðstadd-
ur frumsýninguna í dag.
Fyrir hátíðina voru svo sér-
staklega valdar tíu kvikmyndir
sem taldar eru hafa skarað fram
úr í spænskri kvikmyndagerð
síðustu ár.
Þar má nefna „Tesis“, fyrstu
kvikmynd undrabarnsins Alej-
andro Amenábar (“The Others“
og „Abre Los Ojos“), sem fjallar
um háskólastúlku sem rannsak-
ar ofbeldi í kvikmyndum. Hún
kemst yfir svokallaða „snuff“
mynd, þar sem raunveruleg
morð eða ofbeldisverk eru kvik-
mynduð. Fljótlega kemst hún að
því að fórnarlambið í myndinni
er samnemandi hennar í skólan-
um. Síðar kemst hún að því að
hún sjálf er næsta fórnarlamb
„kvikmyndagerðamannsins“.
Myndin er hvorki fyrir börn né
viðkvæma.
Leikkonan Penelópe Cruz fer
með stórt hlutverk í myndinni
„Lluvía En Los Zapatos“ (Rign-
ing í skónum). Um er að ræða
ástarsögu í svipuðum dúr og
breska myndin „Sliding Doors“
með Gwyneth Paltrow. Áhorf-
andinn fylgist með því hvernig
vefur örlaganna þræðist á mis-
munandi hátt eftir því hvort
kærastan kemst að framhjáhaldi
kærasta síns eða ekki.
Kvikmyndin „Solas“ (Einar)
hlaut áhorfenda verðlaunin á
kvikmyndahátíðinni í Berlín ‘99
sem og sérstök verðlaun dóm-
nefndar. Myndin er hámdramat-
ísk og fjallar um mæðgur sem
neyðast til að deila íbúð í stutt-
an tíma. Þær eiga báðar sinn
djöful að draga. Móðirin er í
ástlausu sambandi við drykkju-
sjúkling sem liggur á spítala
vegna veikinda. Dóttirin er óá-
nægð í starfi sínu sem ræsti-
tæknir og á von á barni með
trukkbílstjóra sem neitar allri
ábyrgð. Myndin var frumraun
andalúsíska leikstjórans
Benitos Zambranos.
Lokamynd hátíðarinnar er
spænsk-argentínska kvikmynd-
in „El Hijo de la novia“ (Gifstu
mér loksins), eftir Juan José
Campanella, en hún var tilnefnd
til Óskarsverðlauna 2002. Frek-
ari upplýsingar um dagskrárliði
er finna í dagskrárbæklingi sem
fáanlegur er í Regnboganum.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MAN IN BLACK 2 kl. 6 og 8
LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4 og 4.30
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
Sýnd kl. 5, 8 og 11
Sýnd kl. 6.30 og 9.30
Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11
kl. 8 LILO OG STITCH kl. 6, 8 og 10MAÐUR EINS OG ÉG
THE SUM OF ALL FEARS kl. 10LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 4 VIT410
LILO OG STITCH 4, 6, 8 og 10.10 VIT430
LILO OG STITCH ísl. tali kl. 4 og 6 VIT429
MAÐUR EINS OG ÉG 6, 8 og 10.20 VIT422
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 VIT418
PLUTO NASH 4, 6, 8 og 10.10 VIT432
Sýnd kl. 8.15 og 10.20 VIT 431
Sýnd kl. 6, 8 og 10.20 VIT 427
Sýnd kl. 8 og 10.20 VIT 428
Spænskir dagar undir
Regnboganum
HABLE CON ELLA
Þykir af margra mati vera ekta Almódóvar mynd. Aðalleikari myndarinnar, Javier
Cámara, er staddur hér á landi til þess að vera viðstaddur frumsýninguna.
Í dag hefst fyrsta spænska kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið
í Reykjavík. Sýndar verða tólf kvikmyndir, fjórar heimildamyndir
og ein stuttmynd. Allar sýningar fara fram í Regnboganum fram
til 22. september.
Aðdáendur sveit-
arinnar hafa
haldið því fram í
mörg ár að
Morrissey hafi
stöðugt neitað
himinháum til-
boðum fyrir-
tækja. Sveitin
lagði árar í bát eftir að illindi
komu upp á milli Morrissey og
gítarleikarans Johnny Marr.
Morrissey hefur ekki verið með
plötusamning í mörg ár en segir
þó að ný sólóplata sé tilbúin til
útgáfu. Tónleikahaldarar í Bret-
landi segjast sumir vera reiðu-
búnir til þess að greiða sveitinni
yfir milljón punda fyrir að leggja
í tónleikaferðalag.
Breski leikarinn Michael Elp-hick lést á mánudag. Hann
var 55 ára gamall. Elphick var
þekktastur fyrir hlutverk sín í
myndunum „The Elephant Man“,
„The Krays“, „Whitnail and I“ og
kvikmynd hljómsveitarinnar The
Who „Quadrophenia“. Síðasta
árið lék hann í bresku sápunni
„East Enders“.
Söngkonan Whitney Houston erenn og aftur búin að koma sér
í vandræði. Nú er það ekki vegna
eiturlyfjanotkun-
ar, heldur vegna
notkunar garðúð-
ara fyrir utan
heimili sitt í New
Jersey. Hefur
henni verið stefnt
fyrir að brjóta lög
sem kveða á um
takmörkun vatns-
notkunar í borginni. Garðúðarinn
við heimili hennar hafði verið í
gangi um nótt og fékk lögreglan í
New Jersey kvörtun þess efnis.
Talsmaður Houston segir að hún
hafi ekki verið á heimili sínu í
nokkurn tíma þar sem hún sé að
vinna að næstu breiðskífu sinni,
sem ber heitið „Just Whitney.“
Söngdívan á yfir höfði sér allt að
86 þúsund króna sekt fyrir at-
hæfið.
HUGEFLI
Háskóla Íslands
17. sept. kl. 19:00
• Eflt eigin getu og hæfileika og fjölgað
tækifærum í þínu lífi.
• Aukið persónulega auðlegð og
velgengni í leik og starfi.
• Losnað við takmarkandi hömlur og
hindranir.
• Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og
viljastyrk.
• Losnað við fíknir og slæma ávana.
• Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur.
Með Hugefli getur þú m.a.:
“Ég er öruggari með sjálfa mig og
rólegri við vissar kringumstæður.
Hugurinn hefur opnast fyrir möguleikum
til að ná langþráðu markmiði.” --María.
“Í fyrsta skipti í mörg ár er eitthvað að
ganga hjá mér.” --Íris Arthúrsdóttir.
Námskeiðið verður haldið á hverju
þriðjudagskvöldi í 3 vikur og byggist á
fyrirlestrum, könnunum, æfingum og
raunhæfum verkefnum. Ítarleg námsgögn
og geisladiskur fylgja. Leiðbeinandi
er Garðar Garðarsson PNLP.
í síma 898 3199
( 899 7716 á kvöldin )
www.gardar.com
Skráðu þig núna
A U Ð V E L D A Ð U Þ É R L Í F I Ð
FRÁBÆR REIÐNÁMSKEIÐ
Námskeið hefjast 17. sept. fyrir
pínulítið hrædda byrjendur,
lengra komna og fatlaða.
Kennt er þriðjudaga,
fimmtudaga og um helgar.
Kennsla fer fram í reiðhöll
Sigurbjörns Bárðarsonar
C tröð 4 Víðidal
Upplýsingar og skráning í síma 575 1566
Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.