Fréttablaðið - 12.09.2002, Side 23
FÓLK Í FRÉTTUM
KOMINN TIL ÍSRAELS
Ísraelski píanóleikarinn og stjórnandinn
Daniel Barenboim klappar hér 14 ára
skólastúlku lof í lófa í skóla í Ramallah á
Vesturbakkanum. Barenboim hugðist
heimsækja Ramallah fyrir sex mánuðum
og halda þar námskeið fyrir stúdenta, en
ísraelsk stjórnvöld meinuðu honum að-
gang að landinu.
KR-ingar kalla nú allt og allatil hjálpar fyrir úrslitaleik
sumarsins í Símadeild karla í
knattspyrnu. Á sunnudag mætast
toppliðin í deildinni, Fylkir og KR
á Fylkisvelli og geta Fylkismenn
með sigri tryggt sér titilinn. KR-
ingar eru þó ekki á þeim buxun-
um og leggja allt undir. Þeir ætla
meðal annars að leita til æðri
máttarvalda fyrir leikinn. Klukk-
an ellefu á sunnudagsmorgun
skunda KR-ingar í Neskirkju og
hyggjast sækja styrk í bænina.
Nú er að sjá hvort Vesturbæingar
verða bænheyrðir, það skýrist
klukkan fjögur á sunnudag.
Frændur vorir í Færeyjumtelja sig geta lært sitt hvað
um nektardans af biturri reynslu
Íslendinga. Í frétt á heimasíðu
Útvarps Færeyja er greint frá
áhyggjum eyjaskeggja af því að
vændi sé að skjóta rótum í land-
inu. Nektardans hefur verið
stundaður um árabil í Færeyjum
og súludans getur verið „upp-
havið til prostitusjon“, eins og
þar segir. Útvarpið segir að raun-
in hafi orðið sú á Íslandi en þar
eru nú sjö „skækjuhús“ starfandi
samkvæmt upplýsingum Færey-
inganna. Þetta yfirvofandi vanda-
mál og sorgarsagan úr gleðinni á
Íslandi verður rætt á almennum
fundi í Norðurlandahúsi Færeyja
í kvöld.
Friðarpostulinn Ástþór Magn-ússon hefur opnað heimasíð-
una www.althing.org, en síðan er
tileinkuð skelfingaratburðunum
þann 11. september í fyrra. Á
vefnum segir að Jerúsalem geti
orðið miðstöð friðar í heiminum
og er lagt til að gamla góða ís-
lenska alþingismódelið verði lagt
til grundvallar, þannig að blóð-
vellirnir megi, væntanlega, verða
e. k. friðarþingvellir. Ástþór fylg-
di vefnum úr hlaði með tilkynn-
ingu þar sem hann segir „byssu-
glaða kúrekann“ í Hvíta húsinu
vera mestu ógnina sem steðjað
hefur að heimsbyggðinni síðustu
50 ár. Hann hafnar því einnig al-
farið að Íslendingar leyfi „brjál-
uðum stríðshundum“ að nota
Keflavíkurflugvöll til hergagna-
flutninga og „saurga“ þannig
landið.
FIMMTUDAGUR 12. september 2002