Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 14 BÆKUR Orðinn að skáldsagnapersónu bls. 17 ÞRIÐJUDAGUR bls. 22 183. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 24. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Heimssýn grípur til aðgerða FUNDUR Heimssýn, hreyfing sjálf- stæðissinna í Evrópumálum, segir í dag frá ráðningu framkvæmda- stjóra, opnun skrifstofu í Austur- stræti 16 og nýja heimasíðu á heimssyn.is. Ennfremur verður kynnt fyrsta ráðstefna samtakanna sem haldin verður hinn 6. október næstkomandi. Sjálfsvíg ungmenna RANNSÓKN Landlæknisembættið kynnir í dag nýja skýrslu um rann- sóknir á sjálfsvígum og sjálfs- vígstilraunum meðal íslenskra ung- menna og forvarnarverkefni emb- ættisins gegn sjálfsvígum. Birtar verða niðurstöður kannana sem gerðar voru í grunn- og framhalds- skólum landsins árin 1992 og 2000. Skipulag Reykjavíkur FYRIRLESTUR Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur, nefnist hádegisfyrirlestur Guðjóns Frið- rikssonar sagnfræðings á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í sam- starfi við Borgarfræðasetur. Fyrir- lesturinn er í Norræna húsinu og hefst klukkan 12.05. Listin meðal fólksins MYNDLIST Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveinssonar skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. SJÓNVARP Popp og pólitík í heita pottinum AFMÆLI Hlutverk Fígarós tekur á Sjálfstæðismenn í skipulags- ogbyggingarnefnd Reykjavíkur vilja fá álit borgarlögmanns á þeir- ri lagalegu stöðu sem upp sé kom- in vegna rangrar kynningar á hús- byggingu gagnvart íbúum. bls. 2 Hafnarfjarðarbær yfirtekurrekstur Áslandsskóla. Samn- ingur hefur verið gerður við Ís- lensku menntasamtökin um yfir- töku skyldna og greiðslur fyrir stofnkostnað. bls. 2 Einn og sami innbrotsþjófurinnhefur verið handtekinn sjö nætur í röð við að reyna innbrot. bls. 4 Gamlir sjómenn eru ósáttir viðforystu Félags eldri borgara. Þeir vilja skoða möguleika á að fara í þingframboð. bls. 6 Arafat neitar að verða við kröf-um Ísraela. Ísraelar hyggjast ekkert gefa eftir. bls. 7 MARKAÐUR September er nú þegar orðinn veltumesti mánuður í Kauphöll Íslands frá upphafi, enda þótt ein vika sé enn eftir af mánuðinum. Veltan hefur þegar náð hundrað milljörðum króna. Ágúst síðastliðinn var einnig metmánuður í Kauphöllinni. Magnús Harðarson, forstöðumað- ur viðskiptasviðs Kauphallar Ís- lands, segir að ein skýringin á þessu sé að hér séu aðstæður aðr- ar en á erlendum mörkuðum „Hér er meiri bjartsýni og annað andrúmsloft en á hlutabréfa- mörkuðum erlendis,“ segir Magnús. Hann segir þó að við- skipti með hlutabréf séu ekki orðin jafn mikil og þau voru mest, en viðskipti með þau hafi aukist mikið frá því að þau tóku dýfu. „Skýringa á metviðskiptum með skuldabréf má leita í vanga- veltum markaðarins kringum vaxtabreytingar. Menn hafa tölu- vert verið að spekúlera kringum þær.“ Órói á erlendum mörkuðum hefur einnig haft þau áhrif að líf- eyrissjóðirnir setja meira fé á innlendan markað en erlendan. Óvissa á erlendum mörkuðum kann einnig að skapa eftirspurn erlendra fjárfesta eftir innlend- um skuldabréfum með ríkis- tryggingu.  VERÐBRÉFASALI Á ANNASÖMUM DEGI Það var að venju mikið um að vera á verðbréfamörkuðum í Sao Paulo í Brasilíu. Skoðana- kannanir sem sýna að forseti Brasilíu geti fallið í væntanlegum kosningum urðu til þess að gengi brasilíska gjaldeyrisins féll verulega. Líf og fjör í Kauphöllinni: September veltumesti mánuðurinn frá upphafi FÓLK Fjöl- mennastir sem fyrr SÍÐA 11 SÍÐA 21 Farinn í sjómannaskólann ÍÞRÓTTIR FRAMBOÐ „Ég vil ekkert tjá mig um þetta,“ sagði Árni Johnsen þegar hann var spurður hvort hann taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, komi til þess. Heimildir herma að Árni hafi sagt í valinn hóp flokksmanna að hann sé ekki hættur í stjórnmálum og geti hugsað sér að taka þátt í kosn- ingunum í vor. Vegna óvissunnar um Árna hallast fleiri og fleiri að því að stilla upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu þar sem þátttaka Árna myndi draga að sér alla athygli og í raun skemma fyrir prófkjörinu. Hvaða leið verður farin við val á fram- bjóðendum skýrist 5. október. Leitað hefur verið að forystu- manni fyrir flokkinn í hinu nýja kjördæmi þrátt fyrir að núverandi þingmenn ætli sér stóra hluti í kosningunum. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins og fjármálaráðherra, hafnaði óskum flokksfélaga sinna um að vera í fyrsta sæti. Ekki náðist í Geir í gær. Auk ráðherranna er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingis- maður sögð hafa áhuga á framboði í Suðurkjördæmi. Aðspurð sagði hún það skýrast á næstu dögum hvað hún muni gera. Áður segist hún þurfa að ræða við sitt fólk. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða þetta mál frekar. Drífa Sigfúsdóttir, Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason alþingismenn vilja öll fyrsta sæti listans. „Ég vil hafa prófkjör svo framarlega að það sé hægt. Þær aðstæður geta komið upp að það sé ekki besti kosturinn,“ sagði Krist- ján Pálsson. Árni Ragnar segist frekar vilja uppstillingu. Ekki náð- ist í Drífu Hjartardóttur sem er á fundi í Norðurlandaráði. Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason eru báðir vissir um sterka stöðu sína í kjördæminu. Árni Ragnar segist efast um að almennur vilji standi til þess að fá ráðherra eða aðra utanaðkomandi til að fara í framboð í kjördæminu. sme@frettabladid.is Prófkjörsleið ógnað af Árna Johnsen Líkur eru á að stillt verði upp á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, ekki síst þar sem hugsan- legt framboð Árna Johnsen skemmi fyrir prófkjöri. Geir Haarde hafnaði fyrsta sæti. Þorgerður Katrín segir skýrast innan fárra daga hvað hún gerir. Núverandi þingmenn vilja vera áfram. REYKJAVÍK Suðvestlæg átt 5-10 m/s og skúrir eftir hádegi. Hiti 7 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skúrir 6 Akureyri 3-5 Rigning 10 Egilsstaðir 3-5 Rigning 12 Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 8 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,4% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á þriðju- dögum? 51,5% 64,5% AP /D AD O G AL D IE R I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.