Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 6
6 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS Notar þú Internetið mikið? Ekkert sérlega en ég fer stundum í leiki ef ég get. Magnús Már Guðmundsson. 8 ára. Nemi. ERLENT FRAMBOÐ „Það er mikill hugur í gömlum félögum innan Sjó- mannafélags Reykjavíkur og fjöl- mörgum öðrum. Menn eru óhress- ir með forystu- menn Félags eldri borgara og segja þá varðhunda fyrir stjórnmálaflokka sem nú eru við völd,“ segir Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur og sjómaður í 35 ár. Hann segir menn hafa mikinn hug á því að fara í framboðsslaginn fyr- ir næstu kosningar svo úrbætur verði á kjörum eldri borgara. Að frumkvæði eldri félaga í Sjómannafélaginu hefur verið samin yfirlýsing þar sem stjórn Félags eldri borgara er hvött til að standa við eitthvað af þeim loforð- um sem hún hefur gefið. Þegar hafa hátt í fimm hundruð manns skrifað undir undirskriftalista sem henni fylgir að sögn Birgis. Lækkun fasteignagjalda og tví- sköttun sem eldra fólk þurfi að búa við er meðal þess sem Félag eldri borgara ætti að taka föstum tökum. „Það læðist að manni sá grunur að forystumenn í Félagi eldri borgara séu bara þarna til að koma í veg fyrir að þeir eldri borgarar, sem er full alvara í sín- um málflutningi, fari í framboð. Það er að minnsta kosti augljóst að þeirra skoðanir og baráttumál fá hvergi hljómgrunn, hvorki hjá þeim né annars staðar. Úr því sem komið er hlýtur að vera ljóst að sterkasta vopn okkar er atkvæði hvers og eins og hvetjum við fólk til samstöðu,“ segir í yfirlýsing- unni. Birgir segist fullviss að ef sam- staða náist fljúgi menn inn á Al- þingi. „Ég er mikið úti á meðal fólks og heyri hvað það er orðið þreytt á ástandinu. Fólk er ósátt við hvernig peningum er varið og má í því sambandi nefna Kristni- tökuhátíðina, sendiráð, Sinfóníuna og byggingu tónlistarhúss. Allt það mannlega er látið sitja á hak- anum. Það er fullt af eldra fólki sem lifir á fátækramörkum en stoltið er svo mikið að það lætur ekki vita af því.“ kolbrun@frettabladid.is Ólafur Ólafsson: Sjómenn velkomnir á fund FRAMBOÐ „Bréfið er að mínu mati ekki sent réttum aðilum heldur á að berast ríkisstjórninni,“ segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, þegar Fréttablað- ið leitaði eftir við- brögðum við bréfi sem eldri sjó- menn hafa ritað og hátt á fimmta hundrað manns undirritað. Þar er skorað á forystu- menn Félags eldri borgara að standa við gefin loforð um að berjast fyr- ir lækkun fast- eignaskatta og gegn tvísköttun sem eldra fólk býr við. Ólafur segir að í bréfinu séu talin fram málefni sem forystu- nefnd félagsins ræði daglega. Ótal fundir hafi verið haldnir, meðal annars með ráðamönnum. Lítið hafi verið um efndir. „Um næstu mánaðamót verður farið með fyrsta málið fyrir dómstóla. Það lýtur að greiðslum til ellilíf- eyrisþega úr lífeyrissjóðum. Ann- að mál á dagskrá eru sérlífeyris- sjóðirnir. Við erum orðnir leiðir á bænabréfum og förum því þessa leið.“ Um ásakanir á hendur for- ystumönnum um að þeir beiti sér fyrir því að koma í veg fyrir framboð segir Ólafur miklar um- ræður hafa verið í gangi um fram- boðsmál innan félagsins. Það mál sé enn ekki útkljáð. „Hingað til höfum við lítið heyrt frá sjómannasamtökunum og er ánægjulegt til þess að vita að menn virðast hafa vaknað og eru loksins farnir að huga að hag eldri sjómanna. Þeir eru velkomn- ir á fund til okkar 1. október klukkan 14.30,“ segir Ólafur að lokum.  MENNTUN Þriðji áfangi í stefnumót- unarstarfi Háskóla Íslands var kynntur í gær. Í áætluninni eru sett fram þrjú meginmarkmið sem stefnt er að í starfi Háskóla Ís- lands á næstu þremur árum, að Háskólinn verði öflugri rann- sóknaháskóli, að fjölbreytni náms- ins verði aukin og alþjóðleg sam- skipti efld og loks að starfsskilyrði öll í háskólasamfélaginu verði bætt. „Stefnumótunarstarfið gerir okkur kleift að vinna skipulegra og markvissara starf,“ segir Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. „Við höfum nú skipulagt okkur rækilega og ætlum að hrinda markmiðum í framkvæmd á næstu árum.“ Meðal aðgerða sem gripið verð- ur til er að fjölga nemendum í framhaldsnámi, námskeiðum og námsleiðum og opnun náttúru- fræðihúss í Vatnsmýrinni og fleira. Páll segir aðgerðirnar miða við svipuð fjárframlög úr ríkissjóði og fengist hafa undanfarin ár, þó ekki sé launungarmál að háskólinn þurfi aukið fjármagn. „Sum verkefnin kalla á samstarf við utanaðkomandi aðila, við stefnum líka að því að sækja fé í erlenda sjóði.“ Páll vill ekki nefna dæmi um námsleiðir sem stefnt er að bjóða upp á í fram- tíðinni, ætlast sé til þess að deild- irnar sýni frumkvæði og bryddi upp á nýjungum. „  Hundruð franskra hermannakom til Yamoussoukro, höf- uðborgar Fílabeinsstrandarinnar, í gær. Mikil ofbeldisalda hefur gengið yfir landið eftir mis- heppnaða valdaránstilraun síðast- liðinn fimmtudag. Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 áRichter gekk yfir stóra hluta Englands og Wales í fyrrinótt. Lít- ilsháttar skemmdir urðu á bygg- ingum en enginn slasaðist. Jarð- skjálftar af þessari stærðargráðu eru sjaldgæfir í Bretlandi. Tugir þúsunda manna þurftuað yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Isidore gekk yfir Yucatanskaga í Mexíkó í gær. Þakplötur fuku víða auk þess sem rafmagnslaust varð. 8.000 starfs- menn við olíuborun þurftu að yf- irgefa vinnustað sinn í Mexík- óflóa. Engin slys urðu á fólki. BIRGIR BJÖRGVINSSON Birgir segir að innan vébanda Sjómannafélagsin séu margir baráttujaxlar sem veigri sér ekki við að fara í slaginn. „Sjómenn eru vanir að berjast fyrir sig og sína. Við höfum ávallt að leiðarljósi að sókn sé besta vörnin.“ Gamlir sjómenn gagn- rýna Félag eldri borgara Gamlir félagar innan Sjómannafélags Reykjavíkur hafa blásið til sóknar og senda forystumönnum Félags eldri borgara tóninn. Hvetja eldri borgara til að huga að framboði. Menn eru óhressir með forystumenn Félags eldri borgara og segja þá varð- hunda fyrir stjórnmála- flokka sem nú eru við völd. Tryggingamiðstöðin færir út kvíarnar: Stofnar líftrygginga- félag TRYGGINGAR Tryggingamiðstöðin hefur stofnað líftryggingafélag, Líftryggingamiðstöðina hf. Tryggingamiðstöð- in á 99,92% hluta- fjár félagsins. Stjórn félagsins skipa Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son formaður, Einar Sigurðsson varaformaður og Hreinn Lofts- son, en þeir eru allir í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Fram- kvæmdastjóri þess er Gunnar Felixson sem jafnframt er for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar Hlutafé félagsins er 250 milljónir króna Sótt hefur verið um starfs- leyfi til Fjármálaeftirlitsins og er fyrirhugað að félagið taki til starfa 1. janúar nk.  ÓLAFUR ÓLAFSSON „Um næstu mán- aðamót verður farið með fyrsta málið fyrir dóm- stóla. Við erum orðnir leiðir á bænabréfum og förum því þessa leið.“ HEILSA Hollustuvernd ríkisins hef- ur látið innkalla filippeyska sojasósu frá framleiðandanum Asia Pacific food ind. Inc. Val- enzuela Metro. Í sósunni hefur fundist mikið magn efnisins 3- MCPD, sem getur valdið krabba- meini við langvarandi neyslu. Ekki er um bráð eituráhrif að ræða. Sósan hefur aðeins verið seld í verslunum Sælkerabúðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Sósan er merkt sem verandi best fyrir 18.12. 2003. Þeir sem eiga slíka sósu eru hvattir til að skila henni í þá verslun sem hún var keypt.  Sojasósa innkölluð vegna eiturefna: Efni sem veldur krabba í sósunni HOLLUSTUVERND RÍKISINS Í sósunni sem Hollustuvernd hefur innkallað hefur fundist mikið magn efnis sem getur valdið krabbameini við langvar- andi neyslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T PÁLL SKÚLASON, REKTOR Segir að með útgáfu bæklings með markmiðum og aðgerðum Háskóla Íslands, sem kynntur var í gær, sé hægt að gera almenningi skýra grein fyrir starfi háskólans. Uppbygging Háskóla Íslands: Fjölbreytni náms aukin og alþjóðleg samskipti efld GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.47 -1.02% Sterlingspund 136.18 -0.55% Dönsk króna 11.59 -0.73% Evra 86.14 -0.71% Gengisvístala krónu 129,06 -0,81% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 235 Velta 5.603 m ICEX-15 1.300 0,05% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 150.375.000 Flugleiðir hf. 144.601.310 Íslandsbanki hf. 138.654.277 Mesta hækkun Sláturfélag Suðurlands svf. 18,18% SÍF hf. 4,65% Flugleiðir hf. 3,85% Mesta lækkun Plastprent hf. -28,57% Skýrr hf. -3,70% Eignarhaldsfélagið Alþýðub. hf. -1,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7851,1 -1,70% Nsdaq*: 1190,8 -2,50% FTSE: 3739,4 -3,10% DAX: 2922,7 -4,70% Nikkei: 9481,1 -2,00% S&P*: 827,6 -2,10% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.