Fréttablaðið - 24.09.2002, Side 15

Fréttablaðið - 24.09.2002, Side 15
15ÞRIÐJUDAGUR 24. september 2002 MINORITY REPORT kl. 7 og 10 AUSTIN POWERS kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 7 og 10 b.i. 14 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 SÍMI 553 2075 STUART LITTLE 2 kl. 4 PÉTUR OG BRANDUR 2 kl. 4 og 6 AUSTIN POWERS kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10.15 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 og 5 VIT429 SLAP HER SHÉS FRENCH kl. 7 VIT 426 Kl. 3.40, 5.45, 8, 9.05 og 10.15 VIT 433Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 Segist Butler jafnvel vera tilbú- inn til að sættast við Brett And- erson, söngvara Suede, en þeir deildu mjög eftir að Butler hætti. Njósnari hennar hátignar,James Bond, mun drekka Finlandia-vodka í stað Smirnoff- vodka í næstu Bond-myndinni „Die Another Day,“ sem vænt- anleg er í kvik- myndahús. Hann mun þó halda áfram að biðja um martinidrykk- ina sína hrista en ekki hrærða. Alla tíð síðan Sean Connery hóf að drekka Smirnoff-vodka í fyrstu Bond- myndinni árið 1962 hefur njósn- arinn haldið sig við sömu teg- undina. Áhættuleikarinn sem kemurfram í framhaldi kvikmynd- arinnar „Tomb Raider“ í stað leikkonunnar Angelina Jolie, er karlmaður. Við tökur myndarinn- ar gekk erfiðlega að fá konu sem væri eins vöðva- stælt og Jolie til að framkvæma áhættuatriðin. Var ákveðið að fá karlmann til verksins og voru fest á hann gervibrjóst til að útlitið yrði sannfærandi. Hjartaknúsarinn AntonioBanderas segist ekki ætla að leika í framhaldi kvikmyndar- innar „Zorró.“ Honum var boðið rúmir 1,7 milljarð- ar króna fyr- ir að leika í myndinni við hlið Catherine Zeta Jones, sem lék með honum í fyrri myndinni. Banderas segist frek- ar vilja einbeita sér að öðrum verkefnum. Vill hann meðal ann- ars leikstýra mynd með eigin- konu sinni Melanie Griffith í að- alhlutverki. Söngvarinn David Gray gefurút fimmtu breiðskífu sína, „A New Day at Midnight,“ þann 5. október. Gray sló í gegn með síð- ustu skífu sinni, „White Ladder“ og er nýju skífunnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Gray verður á hljómleikaferðalagi um Bretland í nóvember og desem- ber til að fylgja gripnum eftir. Stórsöngvarinn LucianoPavarotti og unnusta hans, Nicoletta Mantovani, eiga von á tvíburum. Samkvæmt ítalska blaðinu Oggi, er Mantovani kom- in fjóra mánuði á leið. Pavarotti á fyrir þrjár dætur úr hjóna- bandi sínu með fyrrverandi konu sinni Adua. FÓLK Talað er um það í erlendum fjölmiðlum að ólétta Bjarkar „okkar“ Guðmundsdóttur hafi kveikt í henni gífurlegum líf- fræðiáhuga. Björk á von á stúlkubarni fyrir mánaðamót og opinberaði hún nýlega í viðtali að hún hefði lesið sig gaum- gæfilega til um það sem væri að gerast innra með henni. „Í bókunum sem ég hef verið að lesa hef ég komist að því að í eggjastokkunum eru sex millj- ón egg,“ sagði hún í nýlegu við- tali. „Mér finnst það ótrúlegt að allt þetta sé að gerast inni í lík- ama mínum. Ég er að uppgötva hversu dýrmætt þetta er allt saman.“ Björk hefur þó ekki lagt iðju sína algjörlega til hliðar vegna fæðingarinnar því þann 7. októ- ber gefur hún út eina safnplötu, „Greatest Hits“, með vinsæl- ustu lögum sínum og fimm diska safnkassa sem hún kýs að kalla „Family tree“. Á heimasíðu sinni segir hún meðal annars: „Kassinn er eins og kort af ferli mínum fram að þessu. Það er búið að vera lær- dómsríkt að setja hann saman því það gaf mér tækifæri til þess að sjá hvað ég hef farið yfir og hvað ekki. Mér líður eins og ég sé í vorhreingerningum, eins og ég sé að byrja alveg upp á nýtt.“  BJÖRK Söngkonan á von á öðru barni sínu í lok mánaðarins. Viku síðar kemur út safnplata og 5 diska safnkassi. Björk Guðmundsdóttir: Undirbýr fæðingu dóttur sinnar FREDERIC SEAMAN Seaman og Ono hafa verið ósátt frá árinu 1981. Myndin var tekin í mars á þessu ári. Yoko Ono: Kærir fyrrum einkaþjón Lennons TÓNLIST Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, hefur kært fyrrum einkaþjón eiginmanns síns, Frederic Seaman, fyrir að stela munum af heimili þeirra og selja aðdáendum bítilsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ono og Seaman deila. Þau hafa verið ósátt frá árinu 1981 þegar Ono rak hann eftir að hafa séð til hans í fötum eiginmanns síns á næturklúbb einum. Ono krefst þess að Seaman afsali sér réttindum 374 ljósmynda sem hann tók af Lennon. Hún vill einnig að hann skili um 75 þúsund dollurum (rúmlega 6,5 milljónir ísl. kr.) sem hann þénaði fyrir að selja stolnum skjölum og bréfum. Árið 1983 var Seaman dæmdur í 5 ára skilorðsbundið fangelsi fyrir stuld á heimili Lennons og skipað að skila öllum mununum. Ono heldur því fram að hann hafi ekki gert svo og að hann sé enn að græða peninga á misferli sínu. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.