Fréttablaðið - 24.09.2002, Side 16

Fréttablaðið - 24.09.2002, Side 16
FYRIRLESTUR 12.05 Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur, nefnist há- degisfyrirlestur Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í sam- starfi við Borgarfræðasetur. Fyrir- lesturinn er hann haldinn í Nor- ræna húsinu. Allir velkomnir. MYNDLIST Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler sýnir ljósmyndir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Myndirnar voru tekn- ar á Íslandi sumarið 2001. Þóra Þórisdóttir opnar sýnir í galleri@hlemmur.is undir titlinum „Rauða tímabilið“ (“The red period“). Innsetningin samanstendur af myndum unnum á lín og vatnslitapappír með tíðablóði, ásamt víngjörningi og áhor- fendaleik. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gallerí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra myndlis- tamanna frá Bandaríkjunum og Íslandi. Margrét St. Hafsteinsdóttir er með myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóuhreiðri, Kjörgarði, Laugarvegi 59. Sýningin stendur yfir til 14. október. Lóuhreiður er opið virka daga kl. 10 til 17 og laugardaga kl. 10 til 16. Sýningin Þrá augans - saga ljósmyn- darinnar er í Listasafni Íslands. Sýningin lýsir þróunarskeiðum ljósmyn- darinnar frá um 1840. Sýningin stendur til 3. október. Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í Listasafninu á Akureyri. Málverkasýningin Stælarer í Gallerí nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Þátttakendur eru Árni Bartels, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Jónasson. Sýningin stendur til 22. september og er opin milli 14 og 18. Sýning Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúpltúra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“. Charlotte nefnir verk sitt í kjallara Gallerí Skugga „Kjallari“. Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í Galleríi Sævars Karls, málverk, hluti, hljóð og lykt. Sýning á verkum Eero Lintusaari skart- gripahönnuðar og Harri Syrjanen gullsmiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýningunni lýkur 25. september. Ásdís Spano sýnir olíuverk á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 27. septem- ber. Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir Hafliði Magnússon, rithöfundur og teik- nari, sýningu á lituðum teikningum með götumyndum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Afmælissýning Myndhöggvarafélag Íslands stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjórtán mynd- höggvarar sýna. Félagið fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Sýningin stendur til 6. október. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að veraÝ hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýningin stendur til ársloka. 16 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? STOKKHÓLMUR Söngleikur um hina dularfullu, sænsku leikkonu, Gretu Garbo, sem frumsýndur var í Svíþjóð síðastlðinn fimmtudag, hefur fengið slæma útreið gangrý- nenda. Söngleikurinn, Garbo the Musical, fjallar um líf leikkonunn- ar frá því hún er ung stúlka í Sví- þjóð og þar til hún er orðin goð- sögn í Hollywood. Gagnrýnendur kvörtuðu yfir að söngleikurinn væri „geldur“ og afhjúpaði ekki nýjan sannleik um leikkonuna, sem forðaðist fjölmiðla og tók lít- inn þátt í glamúrlífi stjarnanna. Greta Garbo fæddist í Stokk- hólmi 1905, fór tvítug til Hollywodd og varð ein af frægustu kvikmyndastjörnum fjórða ára- tugarins. Hún kom aðdáendum sín- um á óvart árið 1941 þegar hún sneri baki við kvikmyndaleik, þá á hátindi frægðarinnar, og flutti til New York þar sem hún vildi helst fara einförum.  ÞRIÐJUDAGURINN 24. SEPTEMBER Árni Haldorsen. 13 ára. Nemi. Artemis Fowl í annað skipti enda skemmti- leg bók. LONDON Hundruð verka eftir lista- manninn Francis Bacon, sem tal- in voru glötuð, hafa fundist í vinnustofu hans í Kensington í London. Forsvarsmenn Huge Lane-gallerísins í Dyflinni, sem hafa undanfarin ár unnið að því að setja upp nákvæma eftirlík- ingu í galleríinu af vinnustofu Bacons, eyddu tveimur árum í að yfirfara vinnustofu hans í London. Þar vann hann vann öll sín verk í 30 ár, en vnnustofan var þekkt fyrir algjöra óreiðu, þar sem ægði saman öllu mögulegu og ómögulegu og ekki sást í auðan díl fyrir gömlum dagblöðum, málningardósum og drasli. Verk- in sem fundust í vinnustofunni varpa nýrri sýn á líf og starf Bacons og í ljós kemur að lista- maðurinn gerði uppköst að mörg- um sinna bestu mynda, en hann sagðist sjálfur hafa hætt því árið 1962. Margarita Cappock, sem hefur umsjón með listadeild teng- da Bacon í Huge Lane í Dyflinni, segir teikningarnar og uppköstin sanna að Bacon hafi verið mun nákvæmari og vandvirkari lista- maður en hann vildi sjálfur vera láta. Bacon, sem eyðilagði sjálfur mörg verka sinna, fæddist á Ír- landi, en fluttist á unglingsárun- um til Englands. Hann lést á Spáni árið 1992.  EFTIRLÍKING AF VINNUSTOFU BACONS Listagallerí í Dublin hefur gert nákvæma eftirlíkingu af vinnustofu Bacons í London. Lista- maðurinn sagðist ekki þrífast nema þar sem allt væri í óreiðu. Ný verk eftir Francis Bacon fundin: Varpa nýju ljósi á starf listamannsins Söngleikur um Gretu Garbo: Fær slæma útreið gagnrýnenda FANGAKLEFINN Laura Hunter skoðar mynd eftir Nelson Mandela sem ber heitið „Klefinn“. Á myndinni sést inn í fangaklefann sem Mandela dvaldi í árum saman. Myndin er til sýnis í Belgravia Art Gallery í London. Málverkið er hluti af röð verka eftir forsetann fyrrverandi sem eru innblásnar af fangelsisvist hans. 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 VINSÆLUSTU BÆKURNAR HJÁ AMAZON.COM Alice Sebold THE LOVELY BONES Cornelia Funke THE THIEF LORD Anna Quindlen BLESSINGS Michel Faber THE CRIMSON PETAL AND THE WHITE Thomas L. Friedman LONGITUDES AND ATTITU- DES Nicholas Perricone THE PERRICONE PRESCRIPTION Stephen King FROM A BUICK 8 Sean Hannity LET FREEDOM RING Artie Bucco THE SOPRANOS FAMILY COOKBOOK Shawn Phillips ABSOLUTION EIGNAKAUP FASTEIGNASALA – S: 520-6600 Ármúli 38 108 Reykjavík Fax: 520-6601 www.eignakaup.is eignakaup@eignakaup.is Opið 9-17 alla virka daga. Jakob Jakobsson sölumaður. Grétar Kjartansson sölumaður. Þórður Bragason sölumaður Inga S. Halldórsdóttir sölumaður Kristinn Kristinsson sölumaður. Sigurberg Guðjónsson hdl lögg. fasteigna- og skipasali. Holtsgata - Vesturbær. Vorum að fá í sölu góða íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýli.Þrjú svefnherb.tvær stórar stofur. Bað, flísar í hólf og gólf, sturtuklefi. Hús í góðu standi,gluggar og gler nýlegt. Verð 14,7 millj. Hraunbær Vorum að fá í einkasölu glæsilega 4-5 herb endaíbúð með auka herbergi í kjall- ara ,gott til útleigu. Íbúðin skiptist í hol og stóra stofu, gott eldhús og svefnálmu með baði og þrem góðum svefnherbergj- 4-5 HERBERGJA um. tvennar svalir sem snúa í austur og suður. Vönduð gólfefni eru á allri íbúð- inni. Verð 13,9 millj. Kleppsvegur - Rvk. Vorum að fá í sölu þessa góðu eign. Íbúðin er á 2. hæð, parket og flísar á gólfum, í dag eru 3 svefnherb en mögu- leiki er á því fjórða, geymsla og þvotthús í kjallara, ásett verð 12,2 millj Sörlaskjól - risíbúð m. bílskúr. Vorum að fá í einkasölu góða 65 fm 3ja-4ra herb. rísíbúð með 31.2 fm bíl- 4 HERBERGJA skúr. Gólfefni eru teppi, dúkur og parket. Eldhús með eldri innr.,baðherbergi flísar í hólf og gólf,sturtuklefi. Hús lítur vel út. Laus stax. Áhv. ca 6.0 millj. Verð. 12.0 millj. Grafarvogur - LAUS STRAX Erum með í einkasölu vel skipulagða 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli í Grafarvogi. Íbúðin er með flísum og dúk- um á gólfum, ágætum skápum og innréttingum. Þvottaherb. í íbúð. Vestur- svalir. Gott verð 12,1 millj. Smárinn -LAUS FLJÓTLEGA. Höfum fengið í sölu fallega 86,1 fm. íbúð á 2. hæð ásamt 5 fm geymslu í kjallara í litlu fjölbýli á besta stað í Smáranum. Mjög falleg og vel skipulögð íbúð. LÆKK- AÐ VERÐ 12,4 millj. Eskihlíð - efsta hæð - útsýni. Vorum að fá í einkasölu góða 122 fm íbúð á fjórðu hæð í góðu fjölb. 4 svefnh.2 stofur og eldhús með eldri innréttingu. Stórt geymsluloft. Ekkert áhv. Verð. 15.0 millj. Breiðvangur - Hfj. Vorum að fá í sölu bjarta og skemmtilega 3ja herb íbúð. Hol, stofa, borðstofa og eldhús parketlögð út í eitt, góðar suður- svalir og gott útisvæði. Nýbúið að taka húsið í gegn að utan. Verð 8,5 millj. 3 HERBERGJA 5-7 HERBERGJA Erum með kaupanda að sérhæð, rað-, par- eða einbýli í Mosfellsbæ eða Mosfellsdal. Verð allt að 16,5 millj. - Grétar. Erum með kaupanda að íbúð í lyftuhúsi á svæði 101,105, verð allt að 15.0 millj. - Grétar Einbýli, parhús, raðhús. 4 svefn- herbergi eða fleiri, helst á einni hæð, ræktaður garður, gott ástand, staðsetning vestan Elliðaáa. Verð allt að 25 millj. - Þórður. Í Kópavogi vantar íbúð á verðbilinu 7- 8 milljónir. Æskilegt að ca 3 milljónir séu áhv. Vantar íbúð á verðbilinu 9-10 milljónir í vesturbæ Kópavogs. - Þórður. Vantar 3ja - 4ra herb. íbúð í Hólahverfi í Efra-Breiðholti. - Inga. ATH. OKKUR BRÁÐVANTAR EIGNIR Í VOGUM VATNSLEYSUTRÖND! Vesturberg- - góð eign. Vorum að fá í sölu mjög góða 4-5 herb. íbúð á annarri hæð. Parket og flísar á gólfum. Nýjar hurðir. Baðher- berg ný standsett,sturklefi og kar. Góðir fataskápar. Hátt brunabóta- mat. Verð 12.0 millj. 4 TIL 5 HERBERGJA Vegna mikillar sölu vantar okkur allar stærðir eigna á skrá en þó sérstaklega 2ja, 3ja og 4ra herb! Eigendur félagslegra eignaíbúða Við viljum benda eigendum félagslegra eignaíbúða á að Alþingi samþykkti lög sem heimila sveitarfélögum að aflétta kaupskyldu og forkaupsrétti sínum. Þeir sem eiga húsnæði í þessu kerfi geta því farið að undirbúa sölu á íbúð sinni. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið hug á að selja. Vesturberg - 2ja herb. Vorum að fá góða 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð í fjölbýli. Mikið útsýni. Nýleg eldhúsinnrétting, flísar milli skápa. Stórt baðherb.t.f. þvottavél og þurrkara.Hús ný tekið í gegn að utan. Verð. 7,9 millj. Skrifstofur í Hafnarfirði Glæsilegar nýinnréttaðar skrifstofur samtals 120,9 fm við Reykjavíkurveg, í Hafnarfirði. Allt húsnæðið er nýtekið í gegn í hólf og gólf. Skrifstofurnar eru í góðri útleigu með fínar tekjur, mikið áhvílandi, ásett verð 10,9 millj. Eignarlóðir í Garðabæ. Höfum fengið í sölu tvær eignarlóðir samtals 2250 fm, heitt og kalt vatn, örstutt í alla þjónustu, svo sem skóla og verslun. Ásett verð lóðar er 6,750 þús. Áhv. 3.0 millj. á lóð. LÓÐIR ATVINNUHÚSNÆÐI 2 HERBERGJA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.