Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 8
8 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR RANNSÓKN Hreinn Loftsson, lög- maður Baugs, hefur sent ríkislög- reglustjóra bréf, þar sem hann óskar eftir upplýsingum frá emb- ættinu. Hreinn segist hafa upplýs- ingar um að starfsmenn endur- skoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche hafi aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins. Endurskoðun- arfyrirtækið vinnur fyrir Kaupás sem keppir við Baug á matvöru- markaði. Hreinn vill vita hvort þeir sem vinna við rannsóknina séu sér- hæfðir á sviði verslunarrekstrar. Hann vill að kannað sé hvort rann- sóknarmenn séu hagsmunatengd- ir samkeppnisaðilum Baugs. Hreinn segir mikilvægt að borg- arar landsins efist ekki um að rannsókn sé óvilhöll. Að auki segir Hreinn að þar sem ætla megi að þeir sem vinni við rannsóknina komist yfir gögn sem gætu haft áhrif á gengi bréfa Baugs á markaði sé nauðsynlegt að nöfn og kennitölur þeirra verði tilkynntar Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirliti. Vísar hann í því sambandi til laga um innherjavið- skipti. Haraldur Johannessen, ríkis- lögreglustjóri, segir bréfinu hafa verið vísað til efnahagsbrota- deildar lögreglunnar. Hreini verði svarað efnislega með bréfi eins fljótt og efni standi til. Í samræmi við góða stjórnsýsluhætti sendi embættið ekki svar sitt til fjöl- miðla. Það sé Hreins að ákveða um slíkt.  Lögmaður Baugs spyr um rannsókn: Vill svör um hagsmunatengsl ÓTTAST UM UPPLÝSINGAR Lögmaður Baugs vill taka af allan vafa um hagsmunatengsl þeirra sem rannsaka fyrir- tækið. Hann vill að rannsakendur fái stöðu innherja í ljósi upplýsinga sem þeir komast í við rannsóknina. Norðurland eystra: Betri vegir aðkallandi STJÓRNMÁL „Það er ljóst að sam- göngumálin eru afskaplega að- kallandi,“ segir Ólafur Örn Har- aldsson, formaður fjárlaganefnd- ar, eftir ferðalög nefndarinnar um norðurland eystra og viðræður við sveitarstjórnir á svæðinu. Hann segir heimamenn hafa lagt mikla áherslu á að bætt væri úr samgöngum á svæðinu. Eins væri kvartað undan háum flutnings- kostnaði og daggjöldum á sjúkra- stofnunum sem væru óviðunandi. „Hafnamálin virðast yfirleitt standa mjög vel.“  SRINAGAR, AP Mestar líkur þykja á því að ungur maður, Omar Abdullah, taki við af föður sínum, Farooq Abdullah, sem æðsti ráð- herra í indverska hlutanum í hinu stríðshrjáða héraði Jammú og Kasmír. Kosningar standa þar yfir og verða haldnar í fjórum áföngum nú í september og októ- ber. Þótt Omar Abdullah sé endreg- inn stuðningsmaður indverskra yfirráða, þá hefur hann engu að síður í kosningabaráttunni lofað því að veita héraðinu aukin sjálf- stjórnarréttindi. Þeir feðgar eru báðir í Þjóð- fundarflokknum (NC), sem Mo- hammed Abdullah, faðir Abdullah eldri og afi Abdullah yngri, stofn- aði árið 1932. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Kasmír undanfarin sex ár. Ásakanir um spillingu virðast ekki ætla að koma í veg fyrir að flokkurinn haldi völdum að loknum kosning- um. Enda hefur Omar Abdullah hreint ekki verið spar á loforðin. „Þið hafið sagt mér að röntgen- vélin á sjúkrahúsinu hérna sé bil- uð, að þið viljið slökkviliðsstöð, og að símarnir sem þið sóttuð um hafi ekki verið settir upp enn,“ sagði hann á kosningafundi í bæn- um Khag. „Ég lofa ykkur því, að þið fáið þetta allt innan mánaðar frá því við komumst til valda.“ Honum tókst þó engan veginn að sannfæra alla. „Hann er bara lygari og indversk strengjabrúða eins og faðir hans,“ sagði leigubíl- stjóri nokkur sem hlustaði á ræð- una, Shameem Ahmed að nafni. Omar Abdullah lofar einnig að útrýma atvinnuleysi og stöðva hryðjuverk. Ennfremur ætlar hann að efla ferðaþjónustu með því að láta gera góðar skíðabrekk- ur og útvega húsbáta sem í eina tíð nutu mikilla vinsælda meðal jafnt indverskra sem erlendra ferðamanna. „Ég fullvissa ykkur um að vopnuðu ferðamennirnir fara fljótlega burt og þá koma raun- verulegu ferðamennirnir aftur,“ sagði hann. Og svo ætlar hann að veita hér- aðinu á ný þau sjálfstjórnarrétt- indi, sem indverska ríkisstjórnin afnam árið 1953. Stjórn Indlands hefur hins vegar jafnan sagt, að það komi ekki til greina. Kasmír hefur verið skipt á milli Indlands og Pakistans í meira en hálfa öld. Indland hefur jafnan gert kröfu til þess að hafa yfirráð yfir öllu héraðinu. Pakist- an segist hins vegar styðja kröfur aðskilnaðarsinna í indverska hlut- anum, sem vilja stofna sjálfstætt ríki í sameinuðu Kasmír.  Kosningaloforðin í Kasmír Kosningar standa nú yfir í indverska hluta héraðsins Kasmír. Búist er við að Omar Abdullah beri sigur úr býtum. Hann hefur verið óspar á loforðin. UNGUR MAÐUR Á UPPLEIÐ Omar Abdullah er þarna fyrir miðri mynd í rauðri úlpu. Hann er ekki nema 32 ára, en ætlar sér að taka við af föður sínum sem æðsti ráðherra í indverska hluta Kasmírs. AP /A IJA Z R AH I ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Á ferðalagi með fjárlaganefnd. Það sárvantar endurnýjun á Al-þingi og í ríkisstjórn. Það nægir að horfa hringinn í kringum fundar- borð ríkisstjórnar- innar til að átta sig á því. Hvorki Sjálf- stæðisflokki né Framsókn hefur tek- ist að endurnýja sig nægjanlega hratt til að standa undir langri stjórnarsetu. Að Tómas Ingi Ol- rich, Jón Kristjáns- son, Sólveig Péturs- dóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Sturla Böðvarsson og Siv Friðleifsdóttir séu helmingur ríkisstjórnarinnar bendir annað hvort til þess að ríkis- stjórnin sé helmingi of stór eða að stjórnarflokkarnir ráði ekki við að ala upp nógu margt afreksfólk til að fylla ríkisstjórn, bankaráð, sendiherrastöður og aðra bitlinga. Að þeim veiti ekki af hvíld frá völd- um til að safna hæfu liði. Þegar Davíð Oddsson var ungur borgarstjóri sagði hann að ráðherr- ar í ríkisstjórn væru alltof margir. Miðað við verkefni ríkisstjórnar- innar ættu fimm manns að anna þeim. Undir forsæti Davíðs eru í dag 12 ráðherrar; það er sjö er of- aukið. Þetta fólk hefur að sjálfsögðu ýmislegt fyrir stafni. Þannig er það alltaf. Þegar aðkallandi verkefni þrjóta snúa menn sér að þeim sem eru minna aðkallandi; jafnvel hrein- um óþarfa. Það er eitt helsta ein- kenni óskilvirks ríkiskerfis sem kostar skattborgara of mikið. En skortur á endurnýjun á Al- þingi og ríkisstjórn á sér aðrar ræt- ur en þær að löng valdaseta leggur mikið á flokkana að ráða í bitlinga- stöður. Stjórnmálaflokkarnir eru úr takti við samfélagið. Þeir eru stofn- aðir og byggðir utan um þjóðfélag sem er að hverfa; blessunarlega. Þeim hefur ekki tekist að breytast með samfélaginu. Þetta sést best á því að fæstir flokkanna geta tekið afstöðu til stærstu mála dagsins í dag; Evrópumála, kvótakerfis, upp- stokkunar heilbrigðis- og mennta- kerfisins, landbúnaðar. Í öllum stærri málum eru flokkarnir meira og minna klofnir. Þeir hanga hins vegar saman á óskilgreindri sam- eiginlegri lífsafstöðu félagsmanna; afstöðu sem er söguleg frekar en að hún nýtist fólki til að kljást við vanda dagsins. Skiljanlega sækjast alltaf færri og færri eftir því að ganga í slík félög. Það henti átthaga- félögin, ungmennafélögin, góð- templara ogß frímúrara. Framundan eru prófkjör flokk- anna og val á lista. Vegna uppstokk- unar kjördæma mun uppstokkun frambjóðenda farast fyrir. Það er miður.  Miðað við verkefni ríkis- stjórnarinnar ættu fimm manns að anna þeim. Undir forsæti Davíðs eru í dag 12 ráð- herrar; það er sjö er ofaukið. Of mikið af fólki – of lítið af hæfileikum skrifar um skort á endurnýjun á Alþingi og í ríkisstjórn í tilefni komandi prófkjöra. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON BRÉF TIL BLAÐSINS Glæpur og refsing Albert Jensen skrifar: Ofstækishópar í röðum músl-ima hafa sett óorð á trú sína og mættu trúbræður þeirra gagn- rýna þá meira en gert er. Stærstu hóparnir eru talibanar og al- Qaida, en mannfyrirlitning þeirra sýnist takmarkalaus. Fyrir þessu finna konur sárast og eru kjör þeirra nánast miðuð við húsdýr. Það var ekki Múhameð sem setti konur skör lægra en karla, það voru og eru pólitískir ofstækis- menn. Víða um veröldina er glæpalýður þessi og áhangendur hans að undirbúa illvirki gagnvart almennum borgurum. En það eru fleiri sem setja ljótan blett á ímynd mannsins. Hér heima hefur skotið upp kolli sérlega ógeðfelld stétt manna. Þeir eru þjóðfélags- leg skömm þó þeir nái ekki ofan- nefndum skaðvöldum. Menn þessir sáu að hægt var að hagnast á ógæfu annarra og varð græðgin öllu yfirsterkari. Erlendir súlustaðir eru al- ræmdir sem hreiður vændis og eiturlyfja. Súlustaðir eru niðurrif, þeir eru hryðjuverk gagnvart kon- um, kvenlegri ímynd og þjóðfélög- um almennt. Það er sorglegt að til skuli karlmenn sem borga lítil- mennum fyrir að fá að sjá niður- lægingu kvenna og stuðla að henni. Athyglisverður vesaldóm- ur.  Nýtt Haust - Vetur 2002 Opið í Rauðagerði 26 á laugardögum frá 10-14 og þriðjudögum frá 15-19 Komið og fáið nýja listann frá GreenHouse, frítt Dömufatnaður í stærðum 36-48 Eldri vörur seldar með góðum afslætti Verið velkomin Rauðagerði 26 Sími 588 1259 Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.