Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 10
Hverju þakkarðu fyrst og fremst sigurinn á Íslandsmótinu? „Sterkri liðsheild. Það stendur upp úr,“ sagði Willum Þór Þórs- son, þjálfari KR-inga og nýbakað- ur Íslandsmeistari. „Við eigum einnig því láni að fagna í Vestur- bænum að þar er sterk hefð og mikil og góð umgjörð bæði stjórnar og stuðningsmanna.“ Hvað heldurðu að hafi farið úrskeiðis hjá Fylkismönnum á lokasprettinum? „Það er ómögu- legt að segja. Það er í raun og veru ekki rétt hjá mér að tjá mig um það.“ Willum segir Íslandsmótið hafa verið gífurlega erfitt. „Þetta var jafnt mót og lítill getumunur var á liðunum. Það þurfti að ná upp fullum dampi og stemmn- ingu og einbeitingu í hverjum einasta leik.“ Aðspurður hvað hefði breyst hjá KR frá því á síðasta sumri þegar hvorki gekk né rak sagði Willum að samtakamátturinn hjá öllu félaginu og ekki síst leik- mönnum hafi ráðið þar mestu um. „Þeir lögðu á sig gífurlega vinnu og þeir voru mjög stað- ráðnir í því að leiðrétta sinn hlut. Það var kannski ekkert mjög erfitt fyrir mig að stíga þar inn og hjálpa til.“  10 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin bí›ur flín á mann m.v. að 2 fullorðnir og 1 börn, 2ja-11 ára ferðist saman Innifalið: Flug, gisting á The Ormond Quay Hotel, morgunverður og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 42.120 kr. 39.195 kr.staðgr. á mann með flugvallarsköttum staðgr. staðgr. 32.120 kr. GOLF Spænski golfleikarinn Sergio Garcia segir að lið Bandaríkjanna megi ekki vanmeta evrópska liðið í Ryder-keppninni í golfi sem hefst næstkomandi föstudag. Garcia lenti í sjötta sæti á American Ex- press-mótinu sem er nýlokið á Ír- landi. Tiger Woods sigraði á mót- inu. Garcia sagðist vilja etja kappi við Woods í Ryder-keppninni. Hann bætti því þó við að einstaklingsúr- slit væru ekki eins mikilvæg svo lengi sem Evrópa myndir bera sig- ur úr býtum í heildarkeppninni. „Ef ég leik gegn Tiger og tapa og við vinnum síðan keppnina er mér alveg sama,“ sagði Garcia. Colin Montgomerie mun taka þátt í keppninni fyrir hönd Evrópu en óvíst var hvort hann gæti verið með vegna bakmeiðsla sem hann hefur átt við að stríða á árinu. Hafði hann efasemdir um það í síð- ustu viku hvort hann gæti spilað fimm leiki á þremur dögum.  Sergio Garcia: Má ekki vanmeta evrópska liðið GARCIA Sergio Garcia segist vera tilbúinn í slaginn í Ryder-keppninni í golfi. AP /M YN D LUNDÚNIR,AP Enska liðið Manchest- er United mætir þýska liðinu Bayer Leverkusen á útivelli í F- riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. United á harma að hefna í leikn- um því Leverkusen sló liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar- innar í fyrra með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fyrir vikið missti Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, af tækifær- inu til að stjórna liðinu í úrslita- leiknum sem leikinn var á Ham- den Park í heimaborg hans, Glas- gow. Leverkusen tapaði illa í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, 6-2 gegn gríska liðinu Olympiakos. Manchester United bar aftur á móti sigurorð af ísraelska liðinu Maccabi Haifa með fimm mörk- um gegn tveimur. Frakkinn Laurent Blanc, leikmaður United, hefur hrist af sér ökklameiðsli og verður að öllum líkindum í vörn liðsins í kvöld. Enska liðið Newcastle, sem tapaði fyrir Dynamo Kiev í fyrsta leik sínum í keppninni, tekur á móti hollenska liðinu Feyenoord. Þá er búist við hörkuleik á Spáni þegar Deportivo tekur á móti ítalska liðinu AC Milan.  Meistaradeildin í kvöld: Manchester á harma að hefna gegn Leverkusen Vilji og stemmning nauðsynleg til sigurs KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu um síðustu helgi á meðan Fylkismenn misstu af lestinni á lokasprettinum, þriðja árið í röð. Fréttablaðið ræddi við Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, og Aðalstein Víglundsson, þjálfara Fylkis, og spurði þá út í nýafstaðið Íslandsmót. „Í leiknum á móti KR vorum við í góðum gír og liðið var að spila feikilega vel. Við vorum með þetta í höndunum en fengum á okkur slysamark í lokin. Síðasti leikur hjá okkur er önnur saga,“ sagði Aðal- steinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, aðspurður hvað gerðist á loka- sprettinum hjá hans mönnum. Voru það taugarnar sem brustu? „Eitthvað verða menn að skrifa þetta á því ekki gera menn það vilj- andi að fara inn á völlinn og spila eins og ræflar. Ég trúi því ekki upp á nokkurn leikmann að slíkt eigi sér stað.“ Töpuðuð þið mótinu í leiknum á móti KR? „Ef ég lít til baka þá átt- um við slæma kafla í upphafi móts þar sem við fengum tvö stig af níu mögulegum og svart á hvítu má segja að þá höfum við misst af lest- inni.“ Aðalsteinn sagði að jafnræði hefði verið með flestöllum liðunum á Íslandsmótinu. „Kannski snerust hlutirnir meira um að hafa karakt- er og vilja út allt mótið heldur en kannski styrkleikamun.“ Ertu ánægður með sumarið í heild sinni? „Það kemur í ljós á laugardaginn. Ég treysti því að menn hafi séð það síðasta laugar- dag að þetta gengur ekki upp. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og fara með dálítið öðru hugarfari og öðrum vilja í svona úrslitaleiki.“  Aðalsteinn Víglundsson: Þurfa að taka sig saman í andlitinu Willum Þór Þórsson: Voru staðráðnir í að rétta sinn hlut FAGNA ÞEIR Í KVÖLD? David Beckham, fyrirliði Manchester United, fagnar úrúgvæska framherjanum Diego Forlan í fyrsta leik liðsins í Meistara- deildinni gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Leikurinn fór 5-2 fyrir United. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.