Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 4
4 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR SVÍÞJÓÐ Minnihlutastjórn Jafnaðar- manna í Svíþjóð er í nokkru upp- námi þrátt fyrir kosningasigur flokksins 15. þessa mánaðar. Um- hverfisflokkurinn, sem ásamt Vinstriflokknum hefur stutt minni- hlutastjórnina, krefst þess nú að fá ráðherraembætti í nýrri stjórn. Göran Persson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, hafnar því. Persson hefur hins vegar boðið Umhverfisflokknum og Vinstri- flokknum að fá í staðinn fulltrúa inn í nokkur ráðuneyti. Ekkert benti til þess í gær að Umhverfisflokkurinn myndi sætta sig við þá málamiðlun. Þvert á móti er Umhverfisflokk- urinn, sem hvorki hefur viljað telja sig til hægri né vinstri flokka, byrj- aður að kanna möguleika á að mynda stjórn með hægri flokkun- um. Viðræður eru hafnar við Þjóð- arflokkinn um hugsanlega stjórnar- myndun, og þá væntanlega með Miðflokknum og Kristilegum demókrötum.  KOSNINGAR „Meirihluti er meiri- hluti, og þegar við höfum hann, þá ætlum við að nota hann,“ sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, eftir að úrslit þingkosning- anna voru loks orðin ljós seint á sunnudagskvöld. Stjórn jafnaðar- manna og græningja hlaut samtals 306 þingsæti af 603, sem rétt dug- ar til þess að stjórnarsamstarfið getur haldið áfram þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi tapað 47 þing- sætum. Græningjar unnu stærsta sigur sinn frá upphafi í kosningunum, og geta væntanlega þakkað gott gengi sitt utanríkisráðherranum Joschka Fischer, sem hefur aflað sér trausts langt út fyrir raðir flokkssystkina sinna. Líklegt þyk- ir að græningjar fái vegna þessa góða gengis fleiri ráðherra á þessu kjörtímabili. Schröder sagðist í gær búast við því að stjórnar- myndunarviðræður gengju fljótt fyrir sig. Gerhard Stoiber, kanslaraefni kristilegu hægri flokkanna CDU og CSU, segist hins vegar ekki reikna með því að stjórn jafnaðar- manna og græningja verði langlíf. Meirihluti hennar á þingi sé það naumur. Í ljósi þessa sagðist Stoi- ber ætla að vera kanslaraefni Kristilegra áfram. Þrátt fyrir að kristilegu flokk- arnir hafi unnið nokkurn sigur í þessum kosningum og bætt við sig 3,3 prósentum, þá hefur fylgi þeirra einungis tvisvar áður verið undir 40 prósentum. Það gerðist árið 1949 og svo aftur fyrir fjórum árum þegar Helmut Kohl missti kanslarastólinn til Gerhards Schröders. Sjálfur vann Stoiber reyndar mikinn sigur í Bæjara- landi, þar sem hann hefur verið forsætisráðherra frá því 1993. CSU hlaut 58,6 prósent atkvæða, sem er þriðja mesta fylgi flokks- ins frá upphafi. Þetta góða fylgi í Bæjaralandi dugði til þess að CSU varð á landsvísu þriðji stærsti flokkur Þýskalands, næst á eftir jafnaðarmönnum og CDU. Herta Däubler-Gmelin, dóms- málaráðherra í stjórn Schröders, náði ekki kosningu. Hún sagði af sér í gær. Ummæli hennar í síð- ustu viku, þar sem hún líkti að- ferðum Bush Bandaríkjaforseta við aðferðir Hitlers, vöktu hörð viðbrögð. Adolf Hitler kom einnig við sögu kosninganna í gær, þegar Christoph Stölzl, leiðtogi CDU í Berlín, líkti úrslitunum við kosn- ingarnar 1931 og 1932 þegar þýsk- ir nasistar unnu kosningasigur. Stölzl sagði að í bæði skiptin hefði „óskynsemin borið sigurorð af skynseminni“. Þá sagði Jörgen Möllemann, varaformaður Frjálsra demó- krata, af sér í gær. Leiðtogi flokks- ins, Guido Westerwelle, sagði að Möllemann hefði skaðað flokkinn gífurlega með þrálátum deilum sínum við leiðtoga þýskra gyðinga. Frjálsir demókratar, sem áratug- um saman voru „þriðji flokkurinn“ í þýskum stjórnmálum og réðu iðulega úrslitum um stjórnar- myndun, hlutu ekki nema 7,4 pró- sent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn PDS, sem er arftaki austur-þýska Kommún- istaflokksins, féll nánast út af þingi. Flokkurinn náði ekki fimm prósenta markinu, sem þýðir að hann fær enga landskjörna þing- menn. Hins vegar náði hann tveimur kjördæmakjörnum þing- mönnum, sem halda sæti sínu óháð fylginu á landsvísu. gudsteinn@frettabladid.is EINKAVÆÐING Rannsókn Ríkisend- urskoðunar á vinnubrögðum við einkavæðingu bankanna miðar vel. Að sögn Sigurðar Þórðarson- ar ríkisendurskoðanda miðar rannsókn vel. Forsætisráðuneytið fór fram á það við stofnunina í kjölfar úrsagnar Steingríms Ara Arasonar úr einkavæðingarnefnd að hún rannsakaði hvort eðlilega hefði verið staðið að sölu Lands- bankans. Steingrímur Ari bar einkavæð- ingarnefndina þungum sökum. Meðal þess sem kom fram í bréfi hans til forsætisráðherra var að á ellefu ára ferli sínum í einkavæð- ingarnefnd hefði hann aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögð- um. Steingrímur Ari hefur neitað að tjá sig frekar um málið fyrr en eftir niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar. Sigurður Þórðarson vildi ekki ræða frekar hvenær niður- stöðu væri að vænta. Vinnu Ríkis- endurskoðunar miðar vel og allar líkur á því að henni ljúki innan skamms. Jemen: 104 grunaðir al-Qaida liðar í haldi JEMEN,AP 104 menn eru í haldi í Jemen grunaðir um að vera með- limir í al-Qaida, hryðjuverkasam- tökum Osama bin Ladens. Að sögn Sultan al-Atwani, þingmanns í landinu, voru 15 hinna grunuðu handteknir fyrir árásirnar á Bandaríkin þann 11. september vegna gruns um aðild að spreng- ingu bandaríska herskipsins Cole árið 2000. 69 Jemenar eru á meðal þeirra 598 fanga sem haldið er í fangabúðum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu.  Ökumaður var stöðvaður aflögreglunni í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur. Reyndist hann svo drukkinn að hann þurfti á stuðningi að halda til að komast út úr bílnum. Í ljós kom að búið var að svipta hann ökuréttindum ævilangt. Alls voru þrjátíu og sjö ökumenn teknir fyrir hraðakstur um helgina. Fjórir voru grunaður um ölvun við akstur og tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi. Tuttugu og níu um- ferðaróhöpp urðu um helgina og varð eignatjón í öllum tilfellum. Maður gekk berserksgang að-faranótt sunnudagsins í Vesturbænum. Náði maðurinn að skemma tvo bíla áður en hann náðist. Hann var fluttur á lög- reglustöð og vistaður. Lögreglunni í Reykjavík bárustfjölmargar tilkynningar um meðvitundarlítið fólk um helgina. Kom í ljós að í öllum tilfellum var um að ræða dauðadrukkið fólk en erfitt hafði reynst að greina á milli hvort um sjúkleika- ástand var að ræða eða ölvun. Margir gistu fangageymslur lög- reglu. Einnig þurfti að flytja nokkra á slysadeild. VEGAGERÐIN Þaðan stal maðurinn fartölvu. Iðinn innbrotsþjófur: Handtekinn sjöttu nóttina í röð INNBROT Maður var handtekinn af lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt. Í fórum sínum hafði hann fartölvu sem hann náði eftir innbrot í Vegagerðina við Borgar- tún. Þá gerði maðurinn tilraun til að brjótast inn í Fangelsismála- stofnun. Er þetta sjötta nóttin í röð sem hann er handtekinn fyrir innbrot. Fór hann meðal annars inn í Biskupsstofu í síðustu viku. Þá uppgötvaðist í gærmorgun að brotist hefði verið inn á tveim- ur stöðum í viðbót. Í Bónusvideó við Mávahlíð hafði hurð verðið spennt upp. Þaðan var stolið pen- ingum úr spilakassa og tóbaki. Þá var farið inn í fyrirtækið Bílabar- inn við Hamarshöfða. Höfðu þjóf- ar á brott með sér verkfæri og tölvubúnað fyrir um hálfa milljón. Alls var tilkynnt um átján innbrot um helgina.  MIÐAR VEL Ríkisendurskoðun vinnur að rannsókn á vinnubrögð- um einkavæðingarnefndar í söluferli Landsbankans. Niðurstöðu er að vænta fljótlega. Ríkisendurskoðun og einkavæðingin: Styttist í niðurstöðu GÖRAN PERSSON Minnihlutastjórn Jafnaðarmanna er engan veginn traust í sessi, þrátt fyrir kosninga- sigur. Minnihlutastjórn Perssons hangir á bláþræði: Umhverfisflokkurinn vill ráðherrastóla ÞINGSTYRKUR SÆNSKU STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Flokkur Fjöldi þingsæta Jafnaðarflokkurinn (Socialdemokraterna) 144 Íhaldsflokkurinn (Moderaterna) 55 Þjóðarflokkurinn (Folkpartiet) 48 Kristilegir demókratar (Kristdemokraterna) 33 Vinstriflokkurinn (Vänsterpartiet) 30 Miðflokkurinn (Centerpartiet) 22 Umhverfisflokkurinn (Miljöpartiet) 17 ÚRSLIT ÞINGKOSNINGANNA Í ÞÝSKALANDI 2002 1998 Þingsæti (hlutfall atkv.) Þingsæti (hlutfall atkv.) Jafnaðarmenn (SPD) 251 (38,5 %) 298 (40,9 %) Kristilegir (CDU/CSU) 248 (38,5 %) 245 (35,2 %) Græningjar 55 (8,6 %) 47 (6,7 %) Frjálslyndir (FDP) 47 (7,4 %) 43 (6,2 %) Sósíalistar (PDS) 2 (4,0 %) 36 (5,1 %) Aðrir - (3,0 %) - (5,9 %) AP M YN D TÖPUÐU NAUMLEGA Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, og Angela Merkel, formaður Kristilegra demókrata. Þótt þeim hafi ekki tekist að steypa stjórn Jafnaðarmanna og Græningja, þá vann Stoiber stóran sigur í Bæjaralandi, þar sem hann hefur verið forsætisráðherra frá 1993. SÆTUR SIGUR Joschka Fischer utanríkisráðherra var heldur betur ánægður með úrslit kosninganna í gær. Græningjar unnu þar sinn stærsta sigur frá upphafi. Stjórn Schröders lafir með naumum meirihluta Stjórnarmyndunarviðræður ættu að ganga fljótt fyrir sig. Græningjar fá væntanlega fleiri ráð- herrasæti. Vafasamar tilvísanir í Hitler og deilur við gyðinga settu svip sinn á kosningarnar. AP /J AN B AU ER AP /R O B ER TO P FE IL KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 45,9% FYLKYR 54,1% Hverjir verða bikarmeistarar í knattspyrnu karla? Spurning dagsins í dag: Skila umferðaráætlanir ríkis og sveitar- félaga fækkun umferðarslysa? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is FRAM FYLKIR SIGUR- STRANGLEGRI Heldur fleiri hallast að því að Fylkismenn fagni bikarmeistaratitli. Frammarar eiga þó ágætis möguleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.