Fréttablaðið - 24.09.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 24.09.2002, Síða 24
Við vöknum, fáum okkur kaffieða te og rennum yfir blaðið. Einhverjir ofvirkir hlaupa hring í hverfinu eða æða í leikfimi fyrir all- ar aldir. Sumir drífa barnaskara af stað í skóla. Svo er gengið, ekið, hjólað eða brunað með strætó í vinnu eða hvað sem það nú er sem bíður okkar allra yfir daginn. Öll erum við þó að hella olíu á hjól at- vinnulífs og mannlífs - hvert á sinn hátt. Einhverjir halda bílum gangandi og vegum akfærum, aðrir troða viti í kolla og enn aðrir fiðri í sængur. Sumir hafa af því atvinnu að gleðja maga eða augu og til eru þeir sem fá greitt fyrir að gera sem minnst. Mér hefur þó alltaf þótt sérstök ástæða til að taka ofan fyrir þeim okkar sem axla poka sína og arka til sjós. Þar er þó verið að sækja verð- mæti í greipar Ægis og hann ekki alltaf jafn ljúfur og tilleiðanlegur að láta af fjársjóðum sínum. En vaskur hópur manna býður honum birginn og færir björg í bú, að vísu ekki endilega í þjóðarbúið, en einhvers bú. Aðrir bruna á sjúkrahúsin - bretta upp ermar og bjarga mannslífum, lina þjáningar og græða hjartasár. Mér bauðst að vera fluga á vegg Landspítalans í vikunni. Þá rann upp fyrir mér hve mögnuð krafta- verk er hægt að framleiða á færi- bandi með samvinnu, samhæfingu og mikilli þekkingu. Með langa biðlista, misvitra stjórnmálamenn og stöðuga gagnrýni á bakinu vinn- ur starfsfólk sjúkrahúsanna undra- verð afrek á degi hverjum. Hjúkr- unarfólk stendur vaktir, jafnvel sól- arhringum saman, til þess að halda spítalavélinni gangandi - vél sem er úthlutað lágmarks eldsneyti svo hún hökti áfram og næturgalinn Flórens gengur aftur á íslenskum sjúkra- húsum. Amerískur sjúkramálaráðherra hrósaði þessari maskínu í hástert og bað okkur í guðs bænum að breyta engu og landinn fylltist stolti yfir þessu mikla lofi að vestan. En það er ekki sama hver hrósar. Til dæmis þætti okkur ekki mikið til þess koma ef Kínverjar hrósuðu okkur fyrir mannréttindamál eða Tyrkir fyrir aðbúnað í fangelsum. Betur má ef duga skal og kosningamál veturs komandi ætti að vera að af- nema biðlista og styðja þétt við það magnaða starf sem daglega er innt af hendi á sjúkrahúsum landsins.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Hin fjársvelta Flórens Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.