Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 14
Óútgefnu lagi hljómsveitar-innar Nirvana, „You Know You’re Right,“ hefur verið lekið á Netið að því er kom fram á óop- inberri aðdáenda- síðu sveitarinnar, www.nir- vanaclub.com. Lagið, sem var tekið upp í janúar árið 1994 eftir að breiðskífan „In Utero“ var gefin út, mun hafa birst á Netinu síðastliðið laugar- dagskvöld. Courtney Love, fyrr- um eiginkona Kurt Cobain, hins látna söngvara Nirvana, sagði í viðtalsþætti í gær að lagið kæmi út fyrir jól á nýrri plötu frá Nir- vana. Ekki er vitað hvort um safnplötu verður að ræða eða hvort fyrirhuguð sé útgáfa á safni sjaldgæfra og óútgefinna laga með hljómsveitinni. Upptökur á þriðju AmericanPie-myndinni hefjast í janú- ar á næsta ári. Leikarinn Chris Klein, sem lék Oz, og leikkon- urnar Tara Reid, Shannon Eliza- beth, Mena Suvari og Natasha Lyonna ætla ekki að leika í myndinni. Jason Biggs verður aftur móti á sínum stað sem hinn klaufalegi Jim sem á í sífelldum erfiðleikum í ástarlífinu. Gamlir félagar á borð við Stifler, Kevin og Finch verða einnig til staðar. Bernard Butler, fyrrverandigítarleikari hljómsveitarinn- ar Suede, segir að hann hafi gert mistök með því að yfirgefa sveitina. Butler gekk úr hljóm- sveitinni árið 1994 eftir að hafa hljóðritað gítarleik fyrir aðra breiðskífu sveitarinnar „Dog Man Star.“ Butler segist hafa hætt vegna deilna við upptöku- stjórann sem tók upp skífuna og segir hann þá ákvörðun ekki hafa verið vandlega íhugaða. 14 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR THE SWEETEST THING kl. 8 LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4, 4.30 og 5 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.15, 8, 9 og 10.40 b.i. 14 Sýnd kl. 7.30 og 10.10 Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 12 kl. 8SIGNS kl. 6 og 8MAÐUR EINS OG ÉG HARRISON´S FLOWERS kl. 8 og 10.30 24 HOUR PARTY P. kl. 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 HAFIÐ kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT433LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.45 VIT429 SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT427 PLUTO NASH kl. 4, 8 og 10.10 VIT432 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 427 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 436 TÓNLIST Áður en ég byrja vil ég að það komi skýrt fram að ég átti mér þann draum að hip hop- sveitin The Streets myndi hreppa Mercury-verðlaunin í ár. Svo fór ekki og það var hin 21 árs gamla Ms Dynamite sem stal verðlaun- unum. Það var því með gremju sem ég setti frumraun hennar „A Little Deeper“ í tækið. Ms Dynamite hefur sérstöðu meðal „R&B“ stalla sinna. Hún felst m.a. í því að „R“-in og „B“-in hennar standa ekki fyrir „Rass og Brjóst“. Þvert á móti svipar viðhorf stúlkunnar að mörgu leyti til hugsunarháttar „straightedge“-stefnunnar sem þekkist í harðkjarnarokki. Í fyrsta lagi plötunnar byrjar Ms Dynamite t.d. á því að setja harkalega út á öll fíkniefni og segir að tónlist sé það eina sem hún þurfi. Í einu besta lagi plöt- unnar, „It takes more“, setur hún út á hversu margir tónlistarmenn dásama kynlíf og ofbeldi án þess að minnast á afleiðingarnar. Ms Dynamite er kröftugur texta- smiður, hikar ekki við að nota „bannorðin“ og hefur mikið til mála að leggja. Tónarnir eru blanda af gömlu bresku „garage“-stefnunni og austurstranda hip hoppi. Öll „sömpl“ eru t.d. mjög gróf í anda Roni Size og ekkert gert til að pússa þau upp. Urr... eins mikið og sorgleg örlög The Streets bjaga mig get ég ekki neitað því að „A Little Deeper“ er bara þrælfín plata. Birgir Örn Steinarsson FRÉTTIR AF FÓLKI SJÓNVARP „Þetta er spjallþáttur sem verður skipt í fjóra hluta,“ segir Finnur Þór Vilhjálmsson umsjónarmaður Heita pottsins sem Skjár einn sendir í loftið á föstudagskvöld. „Í fyrsta hlutan- um verður spjallað við viðmæl- endur um það sem er að gerast hverju sinni. Áherslan verður ekkert endilega lögð á pólitík. Eina reglan í vali á viðmælendum er að fá enga stjórnmálamenn. Ef talað verður um pólitík verður það með poppaðri hætti. Ég ætla að fá þarna fólk sem ég hef áhuga á og finnst gaman að tala við. Rit- höfunda, skáld og blaðamenn. Skemmtilegt fólk.“ Þátturinn verður í beinni út- sendingu, verður um fjörutíu mínútur að lengd og fer í loftið rétt fyrir klukkan átta á föstu- dagskvöldum. Í öðrum hlutanum ræðir Finnur við listafólk, hvort sem það sinnir dægurmenningu eða sérvitrari listgreinum. Í þrið- ja hlutanum fjalla blaðamenn tímaritsins Séð & Heyrt um hvað sé á seyði í þeim geira mannlífs- ins sem blaðið fjallar um. Að lok- um verður boðið upp á stutt skemmtiatriði. „Það halda allir að þeir komi til með að sjá einhverja góðborgara í g-strengjum og litlum sundskýl- um. Nafnið á bara að vísa í það spjall sem fólk dettur inn í í heit- um pottum. Það var ekki um það að ræða að það yrði vatn í pottin- um.“ Þegar Finnur verður uppi- skroppa með hugmyndir að um- ræðuefnum tekur hann til sund- dótið sitt og heimsækir næsta sundstað. „Ég veit fátt skemmti- legra en að fara einn í heita pott- inn og hlusta. Þar opnar fólk sig um einkalíf sitt, talar um alls kon- ar óhöpp sem það hefur lent í og gamlir menn tala um hversu góðu ástandi bílar þeirra eru í. Einu sinni heyrði ég tvo gamla menn tala um það hversu margir væru gjarnir á það að fara ekki í sturtu áður en þeir færu ofan í laugina. Annar þeirra hafði verið fasta- gestur frá 1950. Hann sagði að þetta hefði verið jafn mikill ósið- ur þá. Meira að segja hefði valda- mesti maður þjóðarinnar, Ásgeir Ásgeirsson forseti, hoppað beint ofan í án þess að fara í sturtu. Það var svolítið sjokk að heyra þenn- an sannleik um þann mann en líka gaman að sjá hversu mikil áhrif þetta hafði á gamla manninn,“ segir Finnur rétt áður en hann hoppar upp úr. biggi@frettabladid.is Popp pólitík Á föstudagskvöldið hefur göngu sína spjallþátturinn „Heiti pottur- inn“ á Skjá einum. Þar ræðir Finnur Þór Vilhjálmsson við alla nema stjórnmálamenn um hina ýmsu þætti mannlífsins. FINNUR ÞÓR VILHJÁLMSSON Umsjónamaður „Heita pottsins“. Tekur meðal annars á móti þeim Sigtryggi Magnússyni og Birnu Önnu Björnsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, á föstudagskvöldið. kl. 5.45 OG 10.15 FILMUNDUR BATTLE ROYALE útsölustaðir kennsludiskarnir Windows Word Excel Outlook 2.990 kr stk. BT Fjarkennsla ehf. Sími: 511 4510 www.fjarkennsla.is Sendum í póstkröfu www.tolvuvirkni.net netverslun Skoðaðu Þetta! Bæjarlind 14, sími 564 57 00 www.badstofan.is „SANIT“ þýsk gæðavara Upphengt salerni með innbyggðum kassa. Verð kr. 45.900 (allt settið) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI KVIKMYNDIR Nú virðist sem fram- haldsmynd Gladiator verði að veruleika. Handritshöfundurinn John Logan hefur að minnsta kosti verið ráðinn til þess að skrifa söguna. Hann skrifaði handritið að fyrri myndinni ásamt David H. Franzoni og William Nicholson. Leikarinn Russel Crowe verð- ur þó fjarri góðu gamni í mynd- inni þar sem hún á að gerast 15 árum eftir fyrri myndina. Ekki hefur verið ákveðið hver fer með aðalhlutverkið eða hver kemur til með að leikstýra myndinni. Það gæti því farið þannig að enginn leikari sem kom að upp- haflegu myndinni verði með í framhaldsmyndinni. Mikil leynd er yfir söguþræðinum en giska menn á að aðal söguhetja myndar- innar verði Lucius Verus. Fyrir þá sem ekki muna var hann tíu ára sonur Lucillu, systur hins illa keisara Commodus, og þar með barnabarn Marcus Aurelius keis- ara.  Dínamítið springur Ms. Dynamite: A Little Deeper TÓNLIST GLADIATOR Russel Crowe verður fjarri góðu gamni en kannski snýr leikarinn Djimon Hounsou, sem hér sést í ham, aftur. Gladiator 2 í vinnslu: Gerist 15 árum síðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.