Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. september 2002 Mörgum sjálfstæðismönnumhefur gramist kuldinn milli Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Sam- fylkingarinnar og Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálf- stæðisflokks- ins. Eftir að Össuri tókst að ná flokknum upp og færa hann inn á miðjuna fjölgar þeim íhalds- mönnum sem telja að eftir næstu kosning- ar eigi Sam- fylkingin og Sjálfstæðis- flokkurinn að mynda stjórn. Í opnuviðtali við DV sagði Össur að á meðan Davíð gerði ekkert nema hælbíta Samfylkinguna hefði hann ekkert við sjálfstæð- ismenn að tala. Davíð Oddsson var ekki lengi að taka boltann sem Össur gaf þarna upp. Í við- tali við Ísland í dag talaði hann einsog þeir Össur væru aldavin- ir, lauk lofsorði á samstarf þeirra í ríkisstjórn, og sagði að Össur hefði að vísu stundum ekki verið nógu gætinn, - en það hefði bara verið í gamla daga! Pólitíkin virðist því vera að galopnast og möguleikar á stjórnarmyndunum fleiri en menn töldu. Mikil ferð er á Einari OddiKristjánssyni sem berst fyrir pólitísku lífi sínu í aðdrag- anda prófkjörs sjálfstæðis- manna í nýja norðvesturkjör- dæminu. Flokk- urinn er talinn eiga þrjú þing- sæti, en fimm þingmenn eru um hituna. Flestir töldu að hann, ásamt Guðjóni Guðmundssyni, myndi tapa öruggu þingsæti. Einar nýtur þess hins vegar að hafa staðið ítrekað uppi í hárinu á ríkisstjórninni í sjávarútvegs- málum, einkum í málefnum trillukalla. Svo virðist sem þetta dugi til og vestra telja menn að Einar Oddur dragi hratt á nafna sinn Einar K. Guðfinnsson. Sömuleiðis virðist Guðjón Guð- mundsson sigla góðan byr, og þeim fjölgar sem eru þeirrar skoðunar að Einar Oddur og Guðjón kunni að koma á óvart, og halda öruggum þingsætum. Hafi stuðningsmenn KR ver-ið efins í afstöðu sinni til fæðingarorlofs feðra hefur ástæðan sem Þormóður Egils- son gaf fyrir því að hafa spilað enn eitt tímabil náð að sann- færa þá. Móði sagði í viðtali á Útvarpi Sögu að ástæðan væri sú að í maí hefði hann farið í fæðingarorlof. Þá hafi gefist betri tími til knattspyrnuæfinga en áður. Hann hefði því ákveðið að spila eitt tímabil enn þrátt fyrir vonbrigði síðasta sumars. Sér væntanlega ekki eftir því núna. FRÉTTIR AF FÓLKI Avis býður betur . . . um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – sími 591-4000 RAUTT TILBOÐ Í DANMÖRKU JEPPATILBOÐ INNANLANDS www.avis.is Netfang avis@avis.is Flokkur A Opel Corsa Innifalið er ótakmarkaður akstur, trygging og allir skattar Ef þú ert með farseðil frá Flugleiðum áttu möguleika á stærri bíl. (Ef bókaður er bíll í A flokki þá í B flokk og B í C flokk.) Tilboð þetta er á vegum AVIS og eru Flugleiðir ekki aðili að því. Kaupmannahöfn kr. 3.500 á dag Billund kr. 3.500 á dag Frábært tilboð á jeppum Hafðu samband við Avis í síma 591-4000 (lágmarksleiga / dagar) LONDON Handskrifað og mynd- skreytt handrit að Enesarkviðum Virgils frá Viktoríutímabilinu, í eigu tónlistarmannsins Andrew Lloyd Webber, verður boðið til sölu á uppboði í London nú í nóv- ember. Handritið gerðu ljóðskáld- ið Morris og listmálarinn Edward Burne Jones í sameiningu árið 1873, en þeir félagar fullgerðu þó aldrei handriti. Aldrei mun merkara handrit frá þessu tíma- bili hafa verið til sölu á uppboði. „Ég hef safnað listmunum frá Viktoríutímabilinu í mörg ár,“ segir Webber. „Handritið að Enes- arkviðunum er einn af gimstein- unum í safninu mínu og það væri eigingjarnt af mér að halda því fyrir mig þar sem ég skoða það alltof sjaldan. Þetta er gripur sem almenningur þarf að eiga aðgang að.“ Talið er að handritið seljist á 1,5 milljónir punda.  ANDREW LLOYD WEBBER Getur ekki réttlætt fyrir sér að eiga handrit- ið sjálfur og býður það til kaups á uppboði í London. Handrit að Enesarkviðum frá Viktoríutímabilinu: Selt á uppboði fyrir rúmar 200 milljónir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.