Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 2
2 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGURVIÐSKIPTI ERLENT LÖGREGLUFRÉTTIR Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn-arformaður Baugs, hefur sagt sig úr bankaráði Íslandsbanka. Til- kynning þessa efnis barst Kaup- höll Íslands í gær. Félög tengd Jóni Ásgeiri eiga ekki lengur hlut í bankanum. Vaxtaákvörðun SeðlabankaBandaríkjanna liggur fyrir í dag. Markaðsaðilar gera ekki ráð fyrir að breytingar verði á stýri- vöxtum að þessu sinni. Flestir eru þó á því að bankinn muni lækka vexti fyrir áramót. Þýska hlutabréfavísitalan DAXféll í gær í kjölfar kosningaúr- slitanna í Þýskalandi um tæp 5%. Hefðbundið er að vísitala lækki við sigur vinstriflokka en hækki við sigur hægriflokka. Talið er að erfitt verði að ná tökum á efna- hagslífinu með veikan meirihluta. MIÐBÆRINN Byggingafélagið Leiguí- búðir ehf. hefur hafið byggingu á þriggja hæða íbúðablokk á Njáls- götunni og stefnir að því að hefja útleigu á íbúðunum 1. apríl næst- komandi. Kveður þarna við nýjan tón á fasteignamarkaðnum en fyr- irtækið hyggst byggja fleiri slík hús til útleigu á næstunni. Byggingarverktakar geta nú fengið 90-100 prósent lán úr Íbúða- lánasjóði til bygginga leiguíbúða en eru á móti skuldbundnir til að leigja íbúðirnar til frambúðar en ekki selja nema þá að endurgreiða lánið. Á Njálsgötunni verða tvegg- ja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og með byggingu þeirra telja forsvarsmenn Leiguíbúða ehf. sig vera að svara kröfum markaðarins. Fyrirhugað leiguverð er 55-75 þús- und krónur á mánuði og verður þá allt innifalið; svo sem hiti og raf- magn. Undir fjölbýlishúsinu verður bílageymsla fyrir leigjendur. Arki- tektar hússins eru þeir Pálmi Guð- mundsson og Sigurður Kolbeins- son.  HÚSIÐ RÍS Kröfum markaðarins svarað með byggingu leiguíbúða við Njálsgötu. Róið á ný mið á fasteignamarkaðnum: Byggja leiguíbúðir við Njálsgötu Tvítugur maður var tekinn aflífi í Kína á föstudaginn fyrir að hafa myrt tvo bekkjarfélaga sína með rottueitri. Sjö aðrir nemendur urðu einnig fyrir eitr- un, en sluppu lifandi. Júgóslavneski herinn sendir núhluta hermanna heim til sín um helgar til þess að spara mat. Mjög hefur gengið á matarforða hersins. Yfirstjórn hans er hætt að lítast á blikuna nú þegar vetur er að ganga í garð. Norður-Kórea er byrjuð aðgera tilraunir með kapítal- isma að kínverskri fyrirmynd. Kínverskur sérfræðingur var fenginn til verksins og fær að at- hafna sig á afmörkuðu svæði. UMFERÐIN Í REYKJAVÍK Drög að umferðaröryggisáætlun verður gerð aðgengileg fyrir borgarbúa ásamt þeim stofnunum og félagasamtökum sem láta sig umferðarmál varða. Umferðaröryggisáætlun 2002-2007: Sérstök áhersla á ör- yggi barna UMFERÐ Börn og ungmenni undir 17 ára aldri eru um 20% þeirra sem látast í umferðinni hérlendis. Á Norðurlöndum er hlutfallið 10%. Kjartan Magnússon, for- maður nefndar um umferðarör- yggisáætlun næstu fimm ára, seg- ir að sérstök áhersla verði lögð á aukið öryggi barna og gripið til sérstakra aðgerða í því skyni. Nefndin leggi til að ráðist verði í sérstakar rannsóknir á orsökum slysa gagnvart börnum og ung- mennum. Kjartan sagði að tekist hefði að fækka umferðarslysum um 20% á árum fyrri umferðaröryggisáætl- unar. Kjartan segir að nú verði stefnt að því að fækka umtalsvert alvarlegum slysum og dauðaslys- um auk minniháttar slysa. Reykja- víkurborg ætli að verja samtals um 1.000 milljónum króna á næstu fimm árum í verkefni sem hafi aukið umferðaröryggi í för með sér. Unnið verði að því að draga úr hraða í íbúðarhverfum, öryggi gangandi vegfarenda verði aukið, hönnun göngu- og hjólreiðastíga bætt, öruggar gönguleiðir barna skilgreindar og ferðamöguleikar fatlaðra auknir.  Margar kvartanir bárustHafnarfjarðarlögreglu um að ungmenni færu um í Garðabæ með svokallaðar „paintball“-byss- ur. Skutu þeir málningarkúlum úr byssunni á hús og bíla. Málið er í rannsókn og eru allar upplýsing- ar þegnar. Ellefu umferðaróhöpp urðu íHafnarfirði um helgina. Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Flensborgarhöfn á laugar- dagsmorgun. Reyndist hann ekki alvarlega slasaður. Fimm öku- menn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur. Landhelgisgæslunni barst til-kynning um níuleytið í fyrra- kvöld um litháenskan karlmann um borð í togara sem fengið hefði botnlangakast. Togarinn var þá staddur 250 sjómílur suður af Grænlandi sem er 160 sjómílum fyrir utan leitarsvæði Landhelg- isgæslunnar. Var því gripið til þess ráðs að gera landhelgis- gæslu í Halifax í Kanada viðvart. HAUSTBLÍÐA Gott veður nokkra daga í viðbót. Gott veður fram á fimmtudag: Haustið kemur á föstudaginn VEÐUR Haustblíðan sem leikið hef- ur við landsmenn að undanförnu heldur áfram; allt fram á fimmtu- dag. Þakka má heitum loftstraum- um sem ættaðir eru frá Evrópu og blandast öðrum og jafnvel heitari sem upptök sín eiga langt suður í höfum: „Þó verið hafi hlýtt og gott þá hefur þetta haustveður ekki sleg- ið nein met. En það styttist í að hann fari að snúa sér til norðlægr- ar áttar og þá kólnar verulega. Ætli megi ekki segja sem svo að haustið komi á föstudaginn,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fréttamaður sem lofar tveggja stafa hitatölum þangað til. „Það verður 10-15 stiga hiti í nokkra daga í viðbót,“ segir hann.  Vátryggingafélag Íslands: Nýr forstjóri kynntur í dag VIÐSKIPTI Ekki var tilkynnt um ráðningu Finns Ingólfssonar í starf forstjóra Vátryggingafélags Íslands í gærkvöldi. Búist hafði verið við því að hann yrði kynntur sem eftirmaður Axels Gíslasonar í stóli forstjóra að afloknum fundi stjórnar VÍS sem fram fór í gær. Ekkert varð þó af því. Annar fundur í stjórn VÍS hef- ur verið boðaður í dag. Við því er búist að gengið verði endanlega frá ráðningu nýs forstjóra og gef- in út tilkynning um annan for- stjórann í sögu VÍS.  Hundrað grömm af hassi ogeitt hundrað e-töflur fundust í fórum tveggja manna. Mennirn- ir höfðu verið stöðvaðir af Hafn- arfjarðarlögreglu við almennt eftirlit. Í framhaldi af því vakn- aði upp grunur um fíkniefnamis- ferli. Piltarnir, sem eru á tvítugs- aldri, könnuðust við að eiga efnin og að þau hafi verið ætluð til sölu. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. ERLENT LÖGREGLUFRÉTTIR Einn lést þegar handsprengjasprakk inni í bíl skammt frá húsi sem tilheyrir bandaríska sendiráðinu í Jakarta í Indónesíu. Fjórir menn voru inni í bílnum þegar sprengjan sprakk. Einn þeirra var handsamaður af lög- reglu. MENNTAMÁL „Ég er mjög sáttur við þennan samning.,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, um samkomulag bæjarins við Íslensku menntasamtökin um yfirtöku á rekstri Áslandsskóla. „Það er gripið inn í þetta mál við aðstæður þar sem bæjaryfirvöld áttu ekki annarra kosta völ. Það var ljóst að það yrði ekki gengið frá þessu nema með samkomulagi eða með því að fara fyrir dóm- stóla. Þrátt fyrir ýmsar yfirlýs- ingar undanfarna daga voru allir reiðubúnir að ná samkomulagi.“ Hann segist þess fullviss að valin hafi verið sú leið sem sé best fyr- ir þau börn sem stunda nám við skólann. Samkvæmt samkomulaginu yf- irtekur Hafnarfjarðarbær starfs- samninga og búnað sem Íslensku menntasamtökin hafa keypt eða verið með á kaupleigu. Þá fá Ís- lensku menntasamtökin greitt fyrir stofnframlag við að koma skólastarfinu af stað. Áslands- skóli verður hér eftir rekinn með sama hætti og aðrir grunnskólar í Hafnarfirði.  ÁSLANDSSKÓLI Deilum um skólann virðist lokið með samkomulagi um að Hafnarfjarðarbær yfirtaki rekst- ur hans. Hafnarfjarðarbær yfirtekur rekstur Áslandsskóla: Besta leiðin fyrir börnin í skólanum SKIPULAGSMÁL Fulltrúar Sjálfstæð- isflokks í skipulags- og bygging- arnefnd Reykjavíkur vilja fá álit borgarlögmanns á þeirri lagalegu stöðu sem upp sé komin vegna þess að umdeilt fjölbýlishús við Suðurhlíð 38 verði 1,7 metrum hærra en íbúum í hverfinu var sýnt á skýringarmynd. Skipulagsnefndin hefur sam- þykkt tillögu sjálfstæðismanna þessa efnis. „Í því áliti þyrfti að huga sérstaklega að því hver sé ábyrgð eftirlitsaðila, hver sé rétt- ur íbúa og hvaða skylda hvíli á borgaryfirvöldum gagnvart ná- grönnum hússins,“ segir í tillög- unni. „Við hörmum auðvitað mjög að þetta hafi gerst og erum ekki á nokkurn hátt að reyna að afsaka það,“ segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar. „Þetta eru ein- faldlega mistök sem geta gerst og það bera allir einhverja sök. Aðal- atriðið er að átta sig á því hvort þetta muni breyta miklu fyrir næstu nágranna eða ekki,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem á sæti í skipulagsnefndinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir að brot- ið hafi verið gróflega á íbúum hverfisins. „Þeir eru að vakna upp við það núna að byggingin stendur nærri tveimur metrum hærra en kynnt var fyrir þeim,“ segir hann. Fulltrúar R-listans í skipulags- nefndinni leggja áherslu á að sam- kvæmt deiliskipulagi megi húsið vera 12 metrar á hæð. Reyndin sé sú að húsið verði 12,08 metrar. Húsið sé á allan hátt stillt þannig af að það falli sem best að landi. Sjálfstæðismenn í nefndinni segja það aðalatriði málsins að húsið hækki um tæpa 2 metra í landi frá því sem íbúum var kynnt: „Sú staðreynd krefst sér- stakrar skoðunar, enda óásættan- legt að íbúar geti ekki treyst þeim gögnum sem skipulagsyfirvöld leggja fram.“ Í minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs vegna þessa máls segir að höfundar deiliskipulags- ins hafi gert mistök sem embættið hafi ekki tekið eftir. „Þetta er auð- vitað mjög slæmt og hefur gefið þeim sem kynntu sér tillöguna á kynningartíma hennar sem og embættinu ranga mynda af hæð hússins,“ segir í minnisblaðinu. gar@frettabladid.is SUÐURHLÍÐ 38 Hér rís umdeilt fjölbýlishús við Fossvoginn. Það stendur 1,70 metrum hærra í landinu en íbúum á svæðinu var upphaflega kynnt. Í húsinu verða 46 íbúðir sem meðal annars hafa vakið athygli fyrir hátt verð. Aftan við húsið sést í íbúabyggðina í Suðurhlíðum. Nágrönnum sýnd falsmynd af blokk Fjölbýlishús við Suðurhlíð verður tæpum tveimur metrum hærra í landinu en nágrönnum var kynnt. Borgarlögmaður kannar lagahliðar málsins að tillögu sjálfstæðismanna. Þeir segja óásættanlegt að gögnum skipulagsyfirvalda sé ekki treystandi. R-listinn harmar mistökin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.