Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 24. september 2002 um jól in Al ica nte Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Beint leiguflug me› Fluglei›um til Alicante 18. desember og 6. janúar. 33.240 kr.* Ver›dæmi: *miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11ára ferðist saman. 37.630 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Munið að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum, VR ávísunum og Fríkortspunktum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Takmarkað sætaframboð. Áströlsk gasgrill. Þau dýrustu í heimi en nú á sérstöku tilboðsverði! Sunshine gasgrill Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 Tilboð k r. 79.900 .- Gagnvarinn harðviður. 3 brennarar, grillgrind og hitahella úr pott-stáli. Útdraganleg undirhilla sem feitin drýpur á. Stærð 126 x 58 x 85 cm, þyngd 70 kg, fýkur ekki! Ekki bara grill, heldur nýr lífsstíll! Lok með hitamæli fylgir. Ekki á myndinni. Strikamerkjakönnum á gosdrykkjasölu í stórmörkuðum: Kók 80 - Pepsí 20 GOSDRYKKIR Samkvæmt niðurstöð- um á skoðun á strikamerkingum á sölu gosdrykkja í öllum helstu stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu hefur Kóka kóla algera yfirburði yfir Pepsí. Salan á venjulegu kóki náði 78,4 prósent- um en Pepsí aðeins 18,7 prósent- um. Bónuskóla blandaði sér vart í baráttuna með aðeins 1,4 prósenta sölu. Strikamerkjakönnun var gerð 11. ágúst og náði til sölu á kóladrykkjum fjóra mánuði aftur í tímann. Á diet-markaðnum stendur Pepsí sig hins vegar mun betur og slagar hátt upp í diet- drykki Kóka kóla með 42 prósent sölu. Þar er kók með 55,6 prósent. Í þessum tölum er Tab-drykkur Kóka kóla innifalinn og við sölu- tölur á diet-Pepsí bætist sala á Pepsí Max.  Emmy-verðlaunin: Vesturálman ræður enn ríkjum SJÓNVARP Það voru sjónvarpsþætt- irnir „The West Wing“, „Friends“ og „The Gathering Storm“ sem unnu flest stærstu verðlaunin á Emmy-hátíðinni í ár sem fram fór á sunnudagskvöldið. „Vesturálman“ vann verðlaun- in sem „besti dramatíski þáttur- inn“ þriðja árið í röð. John Spencer sem leikur Leo McGarry, ráðgjafa forseta, vann verðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki. Starfssystir hans Allison Janney sem leikur CJ Cregg fékk verð- launin sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Leikkonan Stockard Channing, sem leikur forseta- frúna í þáttunum, fékk verðlaunin sem besta leikkonan í aukahlut- verki. Breski leikarinn Albert Finney vann verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki. Hann leikur Win- ston Churchill, fyrrum forsætis- ráðherra Breta, í þáttunum „The Gathering Storm“ sem leikstjór- inn Ridley Scott framleiðir. „Friends“, sem nú er á níundu og síðustu seríunni, fékk verð- launin fyrir bestu grínþáttaröð- ina. Leikkonan Jennifer Aniston, sem leikur Rachel, vann einnig verðlaunin sem besta aðalleikkon- an í grínþætti. Eiginmaður hennar Brad Pitt var tilnefndur sem besti gestaleikari fyrir leik sinn í ein- um „Friends“ þáttanna en vann ekki. Þau verðlaun tók leikarinn Anthony LaPaglia fyrir leik sinn í „Frasier“. Ray Romano fékk fyrstu Emmy verðlaun sín fyrir leik í „Everybody Loves Raymond“. „Sex and the City“ vann fyrir leik- stjórn. David Letterman, sem mætir aldrei á verðlaunafhend- ingar, vann verðlaunin fyrir besta kvöldspjallþáttinn. Leikarinn Tom Hanks tók við verðlaununum fyrir bestu smá seríuna fyrir „Band of Brothers“. Hann afhendi einnig Bob Hope mannúðarverðlaunin í fyrsta skiptið spjallþáttardrottningunni Opruh Winfrey.  ENDURMENNTUN „Þetta er gamall draumur. Mig hefur lengi langað að sigla,“ segir Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari, sem hefur skráð sig til náms í Sjó- mannaskólanum og hyggst ljúka þaðan svokölluðu pungaprófi. „Það veitir mér rétt til að stjórna 30 rúmlesta báti,“ segir hann. Egil segir að námið felist í að tileinka sér siglingafræði og regl- ur þar að lútandi svo og margvís- leg björgunaratriði: „Það skiptir máli að sigla; við verðum alltaf að vera á ferð. Og ég leyni því ekki að ég stefni að því að verða skip- stjóri. Sá sem stjórnar skipi er skipstjóri,“ segir Egill.  Söngvari vill sigla: Egill í Sjó- mannaskólann EGILL ÓLAFSSON Ætlar að verða skipstjóri. THE WEST WING Leikarahópur Vesturálmunnar var skiljanlega í góðu skapi á sunnudagskvöldið. KÓK OG PEPSÍ Kók hefur yfirburði en Pepsí sækir í sig veðrið á diet-markaðnum. Bæjarhrauni 8 S 565 1499 TIL BO Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.