Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 24. september 2002 LÖGREGLUFRÉTTIR GENF, AP Rúmlega 25 milljónir flóttamanna sem hafa þurft að flytja sig um set í heimalandi sínu þurfa að þola pyntingar, nauðganir og annars konar of- beldi. Þeir fá ekki sömu vernd og þeir flóttamenn sem flýja til ann- arra landa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt rannsókninni gera stjórnvöld þeirra landa sem um er að ræða lítið í því að vern- da flóttamennina, sem eru oftast í minnihluta í heimalandi sínu ef litið er til trúarbragða eða upp- runa.  RAMALLAH, AP Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, ætlar ekki að verða við kröfum Ísraelsmanna um að afhenda þeim lista yfir þá sem dveljast með honum í höfuð- stöðvum Palestínustjórnar í bæn- um Ramallah á Vesturbakkanum. „Ég ætla ekki að krjúpa á kné fyrir Sharon, né veifa hvítum fána fyrir Sharon,“ segir palestínski þingmaðurinn Hatem Abdel Khader að Arafat hafi sagt við sig þegar þeir ræddust við í síma á sunnudaginn. Ísraelsher hefur að mestu lagt höfuðstöðvar Jassers Arafats í Ramallah í rúst. Einungis hluti af einni byggingu stendur eftir af húsaþyrpingunni í Ramallah, sem Arafat hafði til umráða. Arafat hefst nú við í fjórum herbergjum ásamt 200 aðstoðarmönnum sínum og öryggisvörðum. Herinn umkringdi höfuðstöðv- arnar í Ramallah á fimmtudaginn eftir tvær sjálfsmorðsárásir Palestínumanna á miðvikudag. Fulltrúar Ísraels og Palestínu- manna hittust í gær til þess að semja um að umsátrinu verði aflétt. Þar lögðu Ísraelsmenn fram kröfu um að fá lista yfir nöfn allra sem dveljast í herkvínni með Ara- fat. Arafat hafnaði þeirri beiðni samstundis. Einangrun Arafats var stutt- lega rofin í gær þegar Saeb Er- ekat, einn ráðherra Arafats, fékk að fara á fund hans og skýra hon- um frá gangi viðræðnanna við Ísraelsmenn, sem Erekat hafði sjálfur tekið þátt í. Erekat sagði að byggingin, sem Arafat dvelst í, væri að hruni komin. Ísraelsmenn halda því fram að meðal þeirra sem dveljast með Arafat í byggingunni séu hryðju- verkamenn, sem beri ábyrgð á dauða fjölmargra óbreyttra borg- ara. „Við munum ekki aflétta um- sátrinu fyrr en þeir hafa verið dregnir fyrir dóm frammi fyrir skapara sínum eða dómara,“ sagði Raanan Gissin, sem er ráðgjafi Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Ísraelsmenn segja að 38 Palest- ínumenn hafi nú þegar gefið sig fram. Flestir þeirra hafi verið látn- ir lausir á ný. Svo virðist sem Bandaríkja- menn hafi lagt mikla áherslu á að Ísraelsmenn reyndu að semja við Palestínumenn um að aflétta um- sátrinu. Opinberlega hafa banda- rísk stjórnvöld þó ekki sagt annað um umsátrið en að það „hjálpi ekki til“. Evrópuríki og arabaríki hafa mótmælt umsátrinu og krefjast þess að því verði aflétt tafarlaust. Palestínumenn hafa einnig mót- mælt umsátrinu harðlega og látið hug sinn í ljós á götum úti.  DÓMSMÁL Eigandi hússins Lækjar- götu 10 hefur verið dæmdur til að greiða fjórum starfsmönnum veitingastaðarins Lækjarkots vangoldin laun hjá fyrirtækinu BAGS ehf. sem rak veitingastað- inn. Húseigandinn rifti leigusamn- ingi við BAGS um miðjan október vegna vanefnda á samningnum. Eigandi hússins ákvað í kjölfarið sjálfur að halda veitingarekstrin- um áfram. Það gerði hann undir nafninu Sí Senor og stofnaði utan um þann rekstur félagið Gilli- Veitingar ehf. Nokkrir starfsmanna Lækjar- kost sem áttu inni vinnulaun hjá BAGS töldu að þar sem í raun væri einfaldlega um að ræða svokölluð aðilaskipti í veitinga- rekstrinum bæri nýja rekstrarað- ilanum, húseigandanum, að greiða þeim vangoldin laun fyrri aðilans. Héraðsdómur Reykjavíkur tók undir sjónarmið starfsmannanna. Um aðilaskipti hafi verið að ræða. Því fylgi að nýr atvinnurekandi taki við öllum réttindum og skyld- um, sem fyrri atvinnurekandi bar gagnvart starfsmönnunum: „Þyk- ir ljóst að laun sem stefnandi (starfsmenn) hafði áunnið sér hjá hinum fyrri vinnuveitanda vegna fyrri hluta októbermánaðar falla undir framangreind réttindi sem nýr aðili gengur inn í, enda eru laun hluti af ráðningarkjörum hans.“  HEILBRIGÐISMÁL „Það sem hefur valdið misskilningi er að um er að ræða tvenns konar tölur,“ segir Ólafur Hjálmarsson, skrifstofu- stjóri fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, um gagnrýni sem ráðuneytið hefur sætt vegna framsetningar á tölum um opin- ber útgjöld til heilbrigðismála. Hann segir að annars vegar sé um að ræða útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu. Ráðuneytið hafi hins vegar verið að ræða um út- gjöld á mann leiðrétt með jafn- vægisgengi. „Þannig hafa gengis- sveiflur ekki áhrif á samanburð- inn.“ „Það sem við höfðum sérstak- lega áhuga á er hversu hlutur hins opinbera er stór hér á landi. Á það bentum við. Þessar tölur liggja fyrir opinberlega og ekkert meira um það að segja.“ Þingmenn sem rætt hefur ver- ið við segja að framsetningin hafi verið undarleg og haft mikil áhrif á umræðu um málefni Landspítal- ans. Ólafur kannast ekki við að tengsl séu á milli umræðu um spítalann og framsetningu gagn- anna. „Ef við hefðum verið að ræða fjármál Landspítalans hefð- um við einfaldlega rætt þau. Tek- ið útgjöld til spítalans um eitt- hvert árabil og skoðað hvernig þau hefðu þróast. Þetta voru ein- faldlega áhugaverðar tölur frá OECD sem við sáum og birtum.“  Lögreglan á Akureyri kærði 23ökumenn fyrir of hraðan akst- ur um helgina. Tveir þeirra óku á yfir 100 km hraða þar sem há- markshraði er 50 km. Annar þeirra mældist á Hörgárbraut og hinn á Drottningarbraut. Má sá sem ók á Hörgárbrautinni búast við ökuleyfissviptingu en hann mældist á 112 km hraða. Báðir ökumenn mega búast við háum fjársektum. Rúða var brotin í Borgarhóls-skóla á Húsavík um helgina. Tveir vegfarendur sem leið áttu hjá töldu víst að ungur maður sem þar var staddur hefði verið að verki. Lögreglan var kölluð á vettvang og talaði hún við mann- inn sem síðan var ekið heim, enda mjög drukkinn. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna: 25 milljónir flótta- manna pyntaðar Á LEIÐ INN Í RÚSTIRNAR Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, fékk að fara á fund Jassers Arafats í Ramallah í gær. Á myndinni má sjá bifreið Erekats aka upp að byggingunni þar sem Ara- fat dvelst ásamt 200 manns. Arafat hafnar kröfum Ísraels Höfuðstöðvar Arafats í Ramallah nánast rústir einar. Ísraelsmenn ætla ekki að aflétta umsátrinu fyrr en félagar Arafats hafa verið dregnir fyrir dóm. AP /N AS SE R N AS SE R LÆKJARGATA 10 Eigandi Lækjargötu 10 sem tók við veitingarekstri leigjanda síns á að greiða vangoldin laun starfsmanna leigjandans. Starfsmenn veitingastaðar sem áttu inni vangoldin laun: Nýr atvinnurekandi greiði launin frá fyrri rekstraraðilum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Upplýsingar í vefriti ráðuneytisins um opinber útgjöld til heilbrigðismála hafa sætt gagnrýni. Skrifstofustjóri hafnar því að tölur séu vafasamar: Bentum einfaldlega á mikil opinber útgjöld FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI LEIKFÖNG „Ég held að fyrirtækið ætti að hætta dreifingu á þessum kengúruprikum. Mér skilst að börn liggi stórslösuð víða um land eftir að hafa fengið þetta í hend- urnar,“ segir Bragi Sigþórsson, faðir ellefu ára drengs sem slas- aðist illa við leik á kengúrupriki sem Vífilfell dreifði í Kóka kóla- sumarleik sínum. Með því að safna miðum af kókflöskum gat fólk farið í Elko og keypt sér ýmsa hluti, meðal annars kengúruprikin. „Drengurinn fékk að prófa svona prik hjá félaga sínum og það skipti engum togum, hann skaust af prikinu og nefbrotnaði, brákaði kinnbein og það blæddi inn á augnbotnana. Þá fékk hann verulegan heilahristing og kastaði upp í tvo sólarhringa á eftir,“ seg- ir Bragi sem fól lögfræðingi sínum að senda markaðsdeild Kóka kóla bréf með kvörtunum og viðvörunum sínum. Síðan eru liðnar þrjár vikur og Bragi ekkert svar fengið. „Við hörmum þetta slys en get- um ekki verið ábyrgir frekar en þegar fólk til dæmis kaupir sér hjól eða skíði og slasast síðar,“ segir Þorsteinn M. Jónsson, for- stjóri Vífilfells, sem framleiðir Kóka kóla. „Ég veit ekki af fleiri kvörtunum vegna kengúruprik- anna. Hef aðeins séð þetta eina bréf,“ segir hann. „Ég veit um fjölda foreldra sem vilja losna við þessi kengúru- prik af heimilum sínum því hætt- an liggur í augum uppi. Læknar á slysadeild sögðu mér að börn hefðu tilhneigingu til að halda sér í handfangið á prikinu þó þau væru að detta og bæru því ekki hönd fyrir höfuð sér. Í því liggur mesta hættan,“ segir Bragi sem áskilur sér allan rétt gagnvart Kóka kóla í máli þessu. Hlynur Þorsteinsson, læknir á slysadeild Landspítalans, segir enga örtröð á slysadeildinni vegna kengúruprikanna. Hann hafi reyndar aðeins heyrt um þetta eina slys.  Kvartað yfir varasömum vinningum: Stórslasaði sig á kengúrupriki MIKLIR ÁVERKAR Ellefu ára sonur Braga Sigþórssonar eftir að hafa prófað kengúruprikið hjá félaga sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.