Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. september 2002 flugfelag.is flugfelag.is AKUREYRI 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á 25. sept - 1.okt 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 1 88 54 09 /2 00 2 EGILSSTAÐIR 6.000kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÍSAFJÖRÐUR 5.100kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! HÖFN 5.700kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! VOPNAFJÖRÐUR 8.000kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÞÓRSHÖFN 8.000kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEY 7.000kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Vegna mikils áhuga boða Landsteinar enn á ný til 140 stunda forritunar- námskeiðs í Navision Financials/Attain. Á námskeiðinu öðlast þátttakendur djúpan skilning á virkni og uppbyggingu þessa vinsæla upplýsingakerfis og að námskeiði loknu verða þeir gjarnan umsjónarmenn kerfisins sem eiga auðvelt með að koma auga á möguleika þess og aðstoða samstarfsfólk. Námskeiðið hefst þann 2.október 2002 og því lýkur 11. desember 2002. Kennt verður í húsakynnum Landsteina að Grjóthálsi 5 á mánudögum og miðvikudögum milli kl 18 og 21 og á laugardögum frá kl. 9 til 12. Verð námskeiðsins er 156.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á vef Landsteina www.landsteinar.is. Umsóknir sendist á tölvupóstfangið namskeid@landsteinar.is. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. Skapaðu þér tækifæri í atvinnulífinu ! - Nám í hönnun og notkun í Navision Attain Sími 570 7000 FÓTBOLTI Nígeríumaðurinn Kanu, framherji hjá Arsenal, segist vera ánægður hjá liðinu og vilji vinna Meistaradeildina með félaginu. Kanu var nýlega orðaður við Manchester City og hafa verið uppi getgátur um að hann leiki við hlið Nicolas Anelka, fyrrum leik- manns Arsenal, þegar opnað verð- ur fyrir félagaskipti að nýju í jan- úar á næsta ári. „Þegar ég vil fara frá Arsenal mun ég láta alla vita,“ sagði Kanu. „Ég er ánægður hjá Arsenal og hér vil ég vera. Fram- kvæmdastjórinn styður við bakið á mér og áhangendur liðsins elska mig.“ Kanu skoraði sigurmarkið á móti Bolton um síðustu helgi og ætti því að vera ánægður með gang mála eins og er.  KR-ingar langfjölmenn- astir heima og á útivelli Íslandsmeistarar KR fengu fleiri áhorfendur á leiki sína í sumar en þrjú úrvalsdeildarlið til samans. Þrjú lið fengu rúmlega þúsund manns á heimaleiki að meðaltali. ÁHORFENDUR „Við erum með mjög sterkt stuðningsfólk sem styður við bakið á okkur hvernig sem gengur,“ segir Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, og er ekki í vafa um að það skili sér inn á völlinn. KR- ingar eiga sem fyrr öflugustu stuðningsmennina. Það sést best á því að 1.948 manns lögðu leið sína í Frostaskjólið á leiki liðsins í sumar að meðaltali. Það er nærri fjögur hundruð fleiri áhorfendur á hverj- um leik en mættu á leiki Fylkis sem fékk næst flesta á völlinn. Reyndar er það svo að KR-ingar draga fleira fólk á völlinn í útileikj- um sínum en Fylkismenn í Árbæn- um. „Við fundum það oft, sérstak- lega á útivöllum, að okkar fólk fylgdi okkur eftir og studdi við bakið á okkur,“ segir Þormóður. Bæði eigi liðið fjölda stuðnings- manna um land allt og eins fylgi harður kjarni liðinu eftir hvert á land sem er. Liðið lék aðeins einu sinni fyrir framan innan við þús- und áhorfendur. Að meðaltali mættu 996 áhorf- endur á völlinn í leikjum úrvals- deildar í sumar. Það er nokkru minna en í fyrra en samt næst besti árangur frá því KSÍ hóf að halda utan um áhorfendafjölda. Þrjú lið fengu yfir þúsund áhorfendur á leik að meðaltali. Þau voru fjögur í fyrra. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flestir áhorfendur mættu á leik Fylkis og KR í Árbænum í 17. umferðinni. Þar voru mættir 4.833 áhorfendur til að styðja sína menn áfram. Það er rúmlega 2.000 manns meira en mættu á næst mest sótta leikinn, leik KR-inga og Grindavík- ur í Vesturbænum. Alls gerðist það sjö sinnum í sumar að meira en 2.000 áhorfendur leggðu leið sína á völlinn. Það gerðist oftast í Vestur- bænum, alls fjórum sinnum. Fæstir mættu á leik Keflavíkur og KA í 17. umferðinni. Þá mættu aðeins 236 áhorfendur á völlinn. Keflvíkingar máttu tvisvar sætta sig við að fá innan við 300 áhorf- endur á völlinn í sumar. Eyjamenn fengu þó fæsta áhorfendur á völl- inn að meðaltali, 601. Athygli vekur að falllið Þórs lenti í fimmta sæti í „áhorfendadeildinni“. Endaði með- al annars fyrir ofan granna sína í KA. brynjolfur@frettabladid.is MEÐALFJÖLDI ÁHORFENDA Á HEIMAVELLI KR 1.948 Fylkir 1.586 ÍA 1.210 FH 958 Þór 892 KA 764 Fram 730 Grindavík 657 Keflavík 618 ÍBV 601 MEÐALFJÖLDI ÁHORFENDA Á ÚTIVELLI KR 1.740 Fylkir 1.149 Þór 971 ÍA 967 KA 895 Grindavík 879 Fram 865 Keflavík 811 FH 808 STUÐNINGSMENN KR FAGNA TITLINUM KR-ingar hafa ekki látið sig vanta á völlinn undanfarin ár. Frostaskjólið hefur verið mest sótti völlur ársins um margra ára skeið. Gunnþór Sigurðsson hampar hér bikarnum. ÍÞRÓTTIR Í DAG 17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Leverkusen - Man. Utd.) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Newcastle - Feyenoord) 0.30 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum (Bell Canadian Open) Kanu, leikmaður Arsenal: Vill vinna Meistara- deildina KANU Kanu og Thierry Henry fagna marki í leikn- um gegn Bolton á laugardaginn. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.