Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.09.2002, Qupperneq 2
2 30. september 2002 MÁNUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR FJÁRHÆTTUSPIL Lögreglan réðst til atlögu við spilavíti sem rekið hefur verið við Suðurgötu 3 í Reykjavík í nokkur ár og lokaði því á föstudag- inn. Spilavítið hefur verið til húsa á þessum stað í rúm þrjú ár en var áður starfrækt á Klapparstíg. Eigandi spilavítisins og aðal- gjafari hans voru handteknir og hafðir í haldi alla helgina. Þeir eru báðir vel þekktir úr heimi reyk- vískra fjárhættuspilara og hefur gjafarinn í það minnsta áður kom- ist í kast við lög vegna reksturs spilavíta. Lögreglan hefur lengi vitað af spilavítinu við Suðurgötu en látið afskiptalaust. Spilavítið var lengst af rekið sem einkaklúbbur og voru meðlimir um 80 talsins. Vegna smæðar markaðarins gekk á ýmsu í rekstrinum og samkeppnisaðilar sem opnuðu annað spilavíti á Fiski- slóð úti á Granda gáfust upp eftir nokkurra mánaða rekstur og sátu eftir með miklar skuldir. Ástæðan fyrir aðgerðum lög- reglu gegn spilavítinu í Suðurgötu einmitt nú mun vera sú að yfirvöld munu hafa talið að ekki væri leng- ur um einkaklúbb að ræða heldur væri spilavítið opið almenningi, en sú mun reyndar hafa verið orðin raunin. Auk þess að handtaka eigandi og gjafara spilavítisins lagði lög- reglan hald á spilaborð af ýmsum gerðum, áfengi og peninga sem í umferð voru. RAMALLAH, AP Ísraelsmenn hófu í gær að draga herlið sitt til baka frá höfuðstöðvum Arafats og aflétta þar með herkví sem staðið hefur í tíu daga. Talsmenn Ísraels segja þó að þeir muni áfram leita þeirra manna á svæðinu sem þeir saka um hryðjuverk. Arafat sakar Ísraelsmenn um að ganga á svig við ályktanir Sam- einuðu þjóðanna. „Þeir eru að reyna að blekkja örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Arafat um það leyti sem skrið- drekar Ísraelsmann hörfuðu frá rústum húsanna í kringum höfuð- stöðvar PLO. Margir í hópi Palestínumanna líta þó á hörfun Ísraelsmanna sem áfangasigur. „Staðfesta Arafats er ástæða þess að Ísraelsmenn hörfa nú, sagði Ahmed Abdel Rahman fulltrúi í stjórn Palestínumanna. Hann bætti við að þetta sýndi að með staðfestu mætti snúa við gangi mála. Viðbrögð í Ísrael eru blendin. Stjórnin sætir gagnrýni bæði frá hægri og vinstri. Sharon og stjórn hans er sökuð um uppgjöf og ákvörðunin um að draga herliðið til baka sögð styrkja Arafat á sama tíma og aukinn þrýstingur var á að hann endurskipulegði stjórnina og drægi úr eigin völd- um. Ísraelsmenn hafa verið undir miklum þrýstingi frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í flest skjól fauk þegar Bush Bandaríkjafor- seti sagði að umsátrið hjálpaði ekki. Í tilkynningu Ísraelsstjórnar í kjölfar ákvörðunar um að hörfa er lögð rík áhersla á vináttu Bandaríkjanna og Ísraels. Arafat kallar ákvörðunina „fegrunarað- gerð“. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað lokum umsátursins. „Þessi ákvörðun markar ekki endalok erfiðleikanna, en má líta á sem skref í átt að pólitískum leiðum til að endurvekja friðarferlið,“ sagði Terje Roed Larsen, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem fór inn í höfuðstöðvar Palestínumanna um leið og Ísraelsmenn hörfuðu. Ísraelsmenn hyggjast þó ekki fara langt. Þeir segjast áfram fylgjast með svæðinu og tryggja það að eftirlýstir hryðjuverka- menn verði handteknir, reyni þeir að komast burt.  Aðeins einn gisti fangageymsl-ur lögreglunnar á Akranesi eftir stórdansleik á Breiðinni, gamla hótelinu, á laugardags- kvöldið. Þykir það vel sloppið því mikið fjölmenni var á dansleikn- um og uppselt snemma kvölds. Sá eini sem var með óspektir var handtekinn fyrir ölvun á almann- færi. Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi. Ungur piltur var tekinn á 139kílómetra hraða á veginum á milli Ólafsvíkur og Hellissands um helgina. Pilturinn hafði haft bílpróf í tæpt ár og gaf litlar skýringar á ofsaakstri sínum en vegurinn á milli Víkur og Sands þykir á köflum góður til hraðaksturs. Að auki stöðvaði lögreglan fjóra aðra fyrir of hraðan akstur í byggðarlaginu um svipað leyti og voru þeir allir á 110-120 kílómetra hraða. Fólksbíll með ökumanni og far-þega valt á veginum á milli Blönduós og Skagastrandar snemma á laugardagsmorguninn. Ökumaður er grunaður um ölvun en að öðru leyti er óljóst um til- drög slyssins. Meiðsl á fólki urðu lítil en því meiri á bílnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan lokar spilavíti í Suðurgötu: Lögregla handtók eigandann og gjafarann Arafat kallar ákvörðunina „fegrunar- aðgerð“. HÖRFAÐ Ísraelskir skriðdrekar hafa sig á brott frá löskuðum höfuðstöðvum Palestínumanna. Stjórn Ísraels sætir harðri gagnrýni heimafyrir og er sökuð um styrkja Arafat í sessi með ákvörð- un sinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinsvar hvatt út á laugardagskvöld- ið og stefnt út á Krísuvíkurveg. Þar stóð stórvirk vinnuvél í björtu báli. Enga mannveru var að sjá í námunda við vinnuvélina og því líklegt talið að kveikt hafi verið í henni. Vinnuvélin er talin ónýt. Ökumaður var tekinn á 167 kíló-metra hraða á Mývatnsöræf- um um helgina. Er það langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lífs- hættulegur glannaskapur af öku- manni þó svo vegurinn þarna sé góður og bjóði upp á hraðakstur. Bíl var ekið á ljósastaur í Hafn-arfirði árla laugardagsmorg- uns. Við áreksturinn kviknaði í bílnum en ökumanni tókst að sleppa út áður en bifreiðin varð al- elda. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn. NEYTENDAMÁL Þing Neytendasam- takanna var haldið um helgina. Jó- hannes Gunnarsson, formaður samtakanna, segir þingið hafa farið vítt og breytt yfir neytenda- málin sem séu býsna umfangs- mikill málaflokkur. „Þingið mark- aði samtökunum stefnu til næstu tveggja ára. Þar stendur þrennt upp úr sem við teljum mikilvægt að leggja mikla áherslu á. Það er í fyrsta lagi að verð á vörum og þjónustu verði sambærilegt við það sem neytendum í öðrum Evr- ópulöndum býðst best. Þá krefjast samtökin þess að það ríki raun- veruleg samkeppni á fjármála- markaði og að sú fákeppni sem ríki á matvörumarkaði verði rof- in.“ Jóhannes segir kannanir sýna að matarverð hérna sé með því hæsta í heimi. „Þetta er algerlega óásættanlegt og stjórnvöld verða að breyta þessu.“ Hvað fjármála- markaðinn varðar segir Jóhannes það mjög íþyngjandi fyrir heimil- in að „vera bundin á klafa átthaga- fjötra bankakerfisins á meðan fyrirtæki geta átt viðskipti við er- lenda banka á allt öðrum kjör- um“.  GRÉTAR MAR JÓNSSON. Segir hugmyndir samgönguráðherra um fækkun réttindamanna í fiskiflotanum stór- hættulegar. Grétar Mar Jónsson: Tvískinnung- ur ráðherra ÖRYGGISMÁL Grétar Mar Jóns- son, skipstjóri og fyrrverandi for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands, segir það skjóta skökku við að Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra, tali um leiðir til að fækka slysum á sjó um leið og hann hyggst leggja fram frumvarp sem dragi veru- lega úr öryggi sjómanna. „Mér finnst það svolítið ein- kennilegt að menn skuli vera að halda Öryggisviku sjómanna þar sem ráðherra kemur fram og slær sig til riddara með tali um fækkun slysa á sjó þegar hann er með frumvarp um fækkun réttinda- manna í flotanum í farteskinu. Hann hefur áður lagt frumvarpið fram en dró það til baka og hyggst nú flytja það enn á ný. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir að það fækki um 2. stýrimann og vélstjóra í sumum áhöfnum. Þetta er mjög alvarlegt mál og það væri eðlilegra að bæta við 3. stýrimanni í sumum stærri skipum til að auka enn á öryggið. Það fer ekki saman að tala um mikilvægi þess að gæta að öryggi sjómanna í einu orðinu og leggja svo til fækkun réttindamanna í því næsta.“  Tígrisdýr gekk laust: Hafði áður glefs- að í barn ILLINOIS, AP Bengaltígur sem vó 180 kíló strauk úr búri sínu rétt fyrir utan íbúðahverfi í Bloom- ington í Illinois-fylki í Bandaríkj- unum. Átta tímum síðar var hann skotinn af lögreglunni. Íbúum á svæðinu hafði verið skipað að halda sig innandyra. „Þetta voru ekki endalokin sem við óskuðum okkur, en ég býst ekki við að lög- reglumennirnir hafi átt annars úr- kosta,“ sagði talsmaður lögregl- unnar. Tígrisdýrið var í eigu konu frá Texas sem áður hafði verið kærð fyrir að stofna barni í hættu eftir að tígurinn hafði glefsað í unga stúlku. Dómari hafði gert henni að fara með dýrið úr fylk- inu.  Neytendasamtökin: Matarverð á Íslandi verður að lækka JÓHANNES GUNNARSSON. „Kvörtunarþjónusta Neytendasamtakann kostaði 25 milljónir í fyrra. Ríkisstyrkur nam 8,3 milljónum en þetta er samfélags- leg þjónusta sem ríkinu ber að veita og þess vegna teljum við eðlilegt að það kosti hana alfarið.“ Ísraelsmenn hörfa frá höfuðstöðvum Arafats Ísraelsmenn luku í gær umsátri um höfuðstöðvar Arafats í Ramallah. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt Ísraelsmenn miklum þrýstingi. Þögn Bandaríkjamanna við afgreiðslu í öryggisráðinu olli áhyggjum hjá stjórn Ísraels. Fegrunaraðgerð, er nafnið sem Arafat gefur lokum herkvíarinnar. Fréttablaðið: Með forystu í flestum markhópum FJÖLMIÐLAR Samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallup er Fréttablað- ið mun meira lesið en Morgunblað- ið á höfuðborgarsvæðinu í öllum lykilhópum sem auglýsendur sækjast eftir. Fréttablaðið er með mikla for- ystu í aldurshópunum frá 25 til 49 ára; með 71,5 prósent meðallestur á móti 58 prósent lestri hjá Morg- unblaðinu. Rétt tæplega fjórðungi fleiri á þessum aldri lesa Frétta- blaðið en Morgunblaðið. Fréttablaðið er lesið af 80,3 pró- sent sérfræðinga, stjórnenda og atvinnurekenda á móti 66,6 pró- sentum hjá Morgunblaðinu. Rétt rúmlega fimmtungi fleiri á þess- um störfum lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Fréttablaðið er lesið af 68,3 pró- sentum þeirra sem stunda faglærð iðnstörf á móti 50,9 prósentum hjá Morgunblaðinu. Rétt rúmlega þriðjungi fleiri á þessum störfum lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Fréttablaðið er lesið af 73,2 pró- sent kvenna á aldrinum 25 til 49 ára á móti 57,9 prósenta lestri hjá Morgunblaðinu. Rétt rúmlega fjórðungi fleiri konur á þessum aldri – hinir svokölluðu „inkaupa- stjórar heimilanna“ – lesa Frétta- blaðið en Morgunblaðið. „Markmið okkar á Fréttablað- inu er að veita lesendum góða þjónustu án endurgjalds og aug- lýsendum góða þjónustu fyrir sanngjarnt verð,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Frétta- blaðsins. „Æ fleiri auglýsendur hafa áttað sig á slagkrafti Frétta- blaðsins. Fjölmiðlakönnun Gallup staðfestir að enginn annar miðill er jafn klæðskerasaumaður að þörfum auglýsenda.“  SPILAVÍTIÐ Lokað og spilaborð. áfengi og peningar í vörslu lögreglunnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.