Fréttablaðið - 30.09.2002, Page 10
FÓTBOLTI Fylkismenn urðu bikar-
meistarar karla í knattspyrnu á
laugardag þegar
þeir lögðu Fram að
velli í úrslitaleik á
Laugardalsvell i .
Það var Valur
Fannar Gíslason
sem skoraði fyrsta
markið og kom lið-
inu yfir en Andri
Fannar Ottósson
jafnaði fyrir Fram.
Staðan í hálfleik
var því jöfn. Í síð-
ari hálfleik komu Fylkismenn
ákveðnir til leiks og uppskáru í
samræmi við það þegar Sverrir
Sverrisson kom þeim yfir, 3-1.
Theódór Óskarsson tryggði síðan
sigurinn með þriðja markinu í
opnum og skemmtilegum leik.
Leikurinn var skemmtilegur og
fullur af opnum færum eins og úr-
slitaleikir eiga að vera. Áhorfend-
ur voru fjölmargir og skemmtu
sér vel í blíðskaparveðri.
„Sigurinn var frábær endir á
góðu sumri. Það voru gríðarleg
vonbrigði að ná ekki Íslands-
meistaratitlinum og því var það
sárabót að vinna þennan leik,“
segir Finnur Kolbeinsson fyrirliði
Fylkis. „Við vorum svo nærri því
að ná Íslandsmeistaratitlinum og
því var sérlega ánægjulegt að
vinna þennan leik.
Hann segir leikinn hafa verið
opinn og skemmtilegan eins og úr-
slitaleikir eigi að vera. „Það var
feikilega gaman að spila þennan
leik enda vorum við sterkari aðil-
inn og unnum fyrir þessum sigri.
Stuðningsmenn okkar hafa fylgt
okkur eftir í sumar og verið liðinu
mikil hvatning sem skipti máli í
þessum leik.“
Finnur telur allar líkur vera á
að þjálfari liðsins, Aðalsteinn
Víglundsson, verði áfram með lið-
ið enda eigi hann tvö ár eftir af
sínum samningi. „Við erum
ánægðir með hann og ég veit að
það er vilji strákanna í liðinu að
hann verði áfram. Árangur liðsins
í sumar er sá besti sem við höfum
náð og hann á vitaskuld þátt í því.
Annað sætið í Íslandsmótinu og
bikarmeistari annað árið í röð er
frábær árangur.
bergljot@frettabladid.is
10 30. september 2002 MÁNUDAGURFÓTBOLTI
Evrópukeppni
U-liða að hefjast:
Ísland
Ísrael á
Akranesi
í dag
FÓTBOLTI Í dag hefst 3. riðill und-
ankeppni Evrópukeppni U-17
landsliða hér á landi. Í riðli með
Íslendingum eru landslið Sviss,
Armeníu og Ísrael. Íslendingar
hefja keppni með því að leika við
Ísrael á Akranesvelli klukkan 16.
Á sama tíma leika Sviss og
Armenía á Kópavogsvelli. Ís-
lenska liðið sem tekur þátt í þess-
um riðli er hið sama og varð Norð-
urlandameistari í þessum aldurs-
flokki fyrr í sumar.
Áhorfendur eru hvattir til að
mæta og fylgjast með landsliðs-
mönnum framtíðarinnar. Aðgang-
ur er ókeypis.
GOLF Evrópa vann Bandaríkin í
Ryder-keppninni í golfi sem
haldin var í Bretlandi með 15,5
vinningum gegn 12,5. Lið Banda-
ríkjanna var talið mun sterkara á
pappírnum. Keppninni var
frestað í fyrra vegna hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum.
Keppnin var jöfn og spenn-
andi. Lið Evrópu byrjaði betur
og hafði forystu eftir fyrsta
hluta keppninnar. Bandaríkja-
menn sóttu í sig veðrið og voru
liðin jöfn þegar síðasti keppnis-
dagurinn rann upp.
Keppnin er holukeppni þannig
að sigur á holunni telur, en ekki
heildar höggafjöldi. Evrópubúar
náðu strax góðri stöðu í tvímenn-
ingi síðasta daginn. Tæplega
einn og hálfur tími leið áður en
Bandaríkjamenn náðu forystu í
nokkrum af leikjum dagsins.
Af öðrum leikmönnum ólöst-
uðum var það Bretinn Colin
Montgomerie sem kom, sá og
sigraði. Fyrir síðasta keppnis-
daginn hafði hann unnið alla sína
leiki. Hann sló líka tóninn fyrir
það sem koma skyldi og innbyrti
fimmta sigur sinn á mótinu.
Þar með var Evrópa komin
yfir. Það var svo Írinn Paul
McGinley sem tryggði Evrópu
sigur með fjögurra metra pútti á
18 holu.
Spennandi Ryder-keppni lokið:
Sætur sigur
fyrir Evrópu
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Slá›u til - sumarauki í sólinni
í Portúgal
Vi›bótarsæti 1. 8. 15. og 22. október
39.900 kr.
Innifalið er flug, gisting í 1 viku í íbúð,
ferðir til og frá flugvelli erlendis
og allir flugvallarskattar.
Miðað við 2 í íbúð.
Ver› frá Vikutilbo›
NÝJAR
SENDINGAR
Í HVERRI VIKU
SONET • BRAUTAHOLT 2 • REYKJAVÍK • OPIÐ ALLA DAGA KL 12-19
„Komnir til að vera“
Alltaf ódýrari!
Geisladiskar
TILBOÐ
Taktu 6
á 2000
100 titlar 999,-
999,-
999,-
1.39
9,-
1.39
9,-
1.39
9,-
1.39
9,-
Geisladiskar frá 99 kr.
Tölvuleikir frá kr. 499
KANU FAGNAR FYRRA MARKI SÍNU Í
LEIK ARSENAL GEGN LEEDS
Tvö mörk frá Kanu tryggðu Arsenal sigur
yfir Leeds í ensku úrvalsdeildinni á laugar-
dag. Sigurinn var sá sjötti í átta leikjum frá
því keppnistímabilið hófst en Arsenal er á
toppi deildarinnar.
„Kærkominn sigur“
Fylkir sigraði Fram 3-1 í skemmtilegum úrslitaleik í Bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardag.
Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, segir sárabót að hafa unnið eftir að hafa tapað Íslandsmeist-
aratitlinum sem þeir voru svo nálægt því að hreppa.
Stuðnings-
menn okkar
hafa fylgt okk-
ur eftir í sum-
ar og verið lið-
inu mikil
hvatning sem
skipti máli í
þessum leik.“
BIKARMEISTARRAR
Fylkismenn kátir á sigurstund. Þeir lögðu Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar. Það var þeim sárabót eftir að hafa horft á KR tryggja sér
Íslandsmeistaratitilinn fyrir viku.
SIGURDANSINN
Spænski golfsnillingurinn Sergio Garcia tekur nokkur dansspor kringum félaga
sína í fögnuði yfir sigri Evrópu yfir Bandaríkjunum í Ryder-keppninni.