Fréttablaðið - 30.09.2002, Qupperneq 11
11MÁNUDAGUR 30. september 2002
Auglýsing um innköllun
þriggja myntstærða
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Samkvæmt reglugerð nr. 673 frá 19. september 2002,
sem sett er með heimild í lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968,
sbr. lög nr. 36/1998, hefur forsætisráðherra, að tillögu Seðlabanka
Íslands, ákveðið innköllun eftirtalinna þriggja myntstærða:
5 aurar
Útgefnir: 1981
Þvermál: 15 mm
Þyngd: 1,5 grömm
Málmur: brons
10 aurar
Útgefnir: 1981
Þvermál: 17 mm
Þyngd: 2 grömm
Málmur: brons
50 aurar
Útgefnir: 1981
Þvermál: 19,5 mm
Þyngd: 3 grömm
Málmur: brons
Frestur til að afhenda ofangreinda mynt til innlausnar er fram að 1. október
2003. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við peningunum til
þess tíma og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla.
Peningarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna
til loka innköllunarfrestsins. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa ofangreinda
mynt eigi skemur en í 12 mánuði þar á eftir, fram að 1. október 2004.
Útgefnir: 1986
Þvermál: 19,5 mm
Þyngd: 2,65 grömm
Málmur: koparhúðað stál
Reykjavík, 30. september 2002.
Efni er varðar innköllunina má finna á vef Seðlabanka Íslands
(www.sedlabanki.is).
Knattspyrnufélagið
Þróttur:
Ásgeir
ráðinn til
tveggja ára
FÓTBOLTI Ásgeir Elíasson hefur
verið endurráðinn þjálfari meist-
araflokks karla hjá Þrótti. Samn-
ingurinn er til tveggja ára. Félag-
ið vann sér sæti í úrvalsdeild á
næsta ári.
Ásgeir er einn reyndast þjálf-
ari hér á landi og hefur margoft
stýrt liðum í efstu deild. Flest fé-
laganna sem leika í efstu deild
næsta sumar hafa gengið frá
þjálfaramálum. Óvissa er hjá FH,
Fram og Fylki.
Louis Saha, framherji enska úr-valsdeildarliðsins Fulham,
verður frá næstu þrjár vikurnar.
Saha meiddist á læri í 3:2 sigri
Fulham gegn Tottenham um
miðjan september.
Harry Redknapp, knattspyrnu-stjóri enska 1. deildarliðsins
Portsmouth, segist hafa áhuga á
að fá silfurrefinn Fabrizio Ravan-
elli og miðjumanninn Tim
Sherwood til liðs við félagið.
Hollendingurinn í liði Arsenal,Dennis Bergkamp, verður
frá næstu þrjá leiki vegna ökkla-
meiðsla sem hann hlaut í leik
liðsins við PSV í Meistaradeild-
inni á miðvikudag.
Paolo Vanoli, fyrrverandi varn-armanni ítalska liðsins Fior-
entina, hefur verið boðinn
tveggja ára samningur hjá West
Ham. Fulham og Arsenal hafa
einnig áhuga á leikmanninum.
Tölfræðiskýrsla FIFA um
HM í knattspyrnu:
30% mark-
anna skoruð
úr föstum
leikatriðum
FÓTBOLTI Þrjátíu prósent þeirra
marka sem skoruð voru á HM í
knattspyrnu í sumar voru skoruð
úr föstum leikatriðum. Þetta kem-
ur fram í nýrri skýrslu Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,
þar sem finna má allar þær töl-
fræðilegu staðreyndir sem lúta að
HM-keppninni, sem haldin var í
Japan og Suður-Kóreu. Reyndir
sérfræðingar rannsökuðu ítarlega
alla 64 leiki keppninnar ásamt því
að taka saman tölfræðilegar upp-
lýsingar um frammistöðu hvers
liðs fyrir sig.
Í skýrslunni kemur fram að
tuttugu prósent markanna í
keppninni voru skoruð eftir
hraðaupphlaup. Fimmtungur
markanna, sem alls voru 161 tals-
ins, var aftur á móti skoraður eft-
ir einstaklingsframtak.
Asíuleikarnir:
Afganar
með
ASÍULEIKARNIR Asíuleikarnir voru
settir í Busan í Suður-Kóreu í gær
en þeir standa yfir í tvær vikur.
Rúmlega 10 þúsund íþróttamenn
víðsvegar að úr álfunni taka þátt í
þessari íþróttahátíð sem fer nú
fram í 14. sinn. Íþróttamenn frá
43 löndum erum skráðir til leiks.
Þeirra á meðal eru afganskir
knattspyrnumenn. Afganar taka
nú í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu
íþróttamóti eftir að stjórn talí-
bana féll. Meðan talíbanastjórnin
ríkti var svo til öll íþróttaiðkun
bönnuð í Afganistan, þar með
taldar æfingar hvers konar. Það
kom enda í ljós þegar landslið
Afganistan í knattspyrnu lék vin-
áttuleik við landslið Íran á laugar-
dag. Leiknum lyktaði með 10-0-
sigri Íran.
SKRIFAÐ UNDIR
Ásgeir Elíasson skrifar undir samning við Þrótt.
KNATTSPYRNA Liverpool sigrað
Manchester City 3-0 á útivelli í
ensku úrvalsdeildinni. Michael
Owen skoraði öll mörk Liverpool
og þaggaði þar með niðri í öllum
gagnrýnisröddum en hann hefur
ekki verið á skotskónum undan-
farið. Stjórinn Gerard Houllier
var hæstánægður með kappann
að leik loknum og segir Owen
hafa vitað það að liðið allt stóð
þétt að baki honum í lánleysinu
undanfarið.
Manchester United sigraði
Charlton 3-1 á útivelli eftir að
Charlton hafði komist yfir í lok
fyrri hálfleiks. Scoles, Giggs og
Nistelroy skoruðu fyrir United.
Chelsea tapaði 3-2 á heima-
velli fyrir West Ham. Eiður
Smári allan leikinn með Chelsea
en tókst ekki að skora. Bolton og
Southampton skildu jöfn, 1-1, Ev-
erton lagði Fulham 2-0, Sunder-
land hafði betur gegn Aston Villa
1-0 og Tottenham steinlá fyrir
Middlesbrough 0-3.
Arsenal er í efsta sæti deild-
arinnar eftir leiki helgarinnar og
Liverpool fylgir í kjölfarið en
liðin eru þau einu sem hafa ekki
enn tapað leik. Middlesbro er í
þriðja sæti, Man.Utd. í því fjórða
og Chelsea í fimmta.
HITAÐ UPP FYRIR ÁTÖKIN
GEGN ÍRAN
Afganskir landsliðsmenn í knattspyrnu hita
upp fyrir viðureign sína við landslið Íran.
RIVALDO
Rivaldo, leikmaður heimsmeistaraliðs Bras-
ilíu, stóð sig vel á HM í sumar og skoraði
mikilvæg mörk fyrir lið sitt.
MICHAEL OWEN, SAMI HYYPIA OG MILAN BAROS
Fagnar fyrsta marki Owens í þrennunni sem hann gerði í leik Liverpool gegn
Manchester City.
Enski boltinn:
Owen með þrennu
gegn Man. City