Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 1
bls. 10 FÓLK Yngsti presturinn á landinu bls. 22 ÞRIÐJUDAGUR bls. 12 201. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagur 15. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Umburðarlyndi og lífsskoðanir MÁLÞING Prófastsdæmi Þjóðkirkj- unnar í Reykjavík standa fyrir mál- þingi um umburðarlyndi og ólíkar lífsskoðanir í skólastarfi. Séra Sig- urður Pálsson og Hanna Ragnars- dóttir, lektor, verða með framsögu. Þingið er haldið í Kennaraháskóla Íslands og hefst klukkan 19.00. Opið hús hjá Blindrafélaginu KYNNING Blindrafélagið býður landsmönnum í heimsókn í húsnæði sitt í Hamrahlíð 17 í dag. Þar á að kynna starf félagsins og Blindra- vinnustofunnar auk þess sem fólki verður boðið upp á hressingu. Hús- ið opnar klukkan 14.00. Því verður lokað aftur klukkan 17.00. Kvótinn og viðskiptin ALÞINGI Samþjöppun veiðiheimilda í sjávarútvegi verður rædd við upp- haf þingfundar í dag. Svanfríður Jónasdóttir krefur Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, svara. Eins og alltaf þegar sjávarút- vegsmál eru rædd á þingi má búast við fjörugum umræðum. Umræðan stendur í hálftíma frá klukkan 13.30. Einn leikur í handboltanum ÍÞRÓTTIR Einn leikur verður háður í ESSO deild kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV tekur á móti sameigin- legu liði Fylkis/ÍR í Vestmannaeyj- um. Leikurinn hefst klukkan 19.30. ÍRAK Saddam lætur kjósa sig FÓTBOLTI Braut siðareglur Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla NOREGUR Norðmenn eru farnir að huga að því hvar Keikó kemur til með að hafa vetrardvöl. Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur skoðað staði þar sem Keikó getur látið fara vel um sig og hyggst til- kynna ákvörðun sína áður en vik- an er liðin. Paal Ola Saetre, starfsmaður norska sjávarútvegsráðuneytis- ins, sagði við norsku fréttastof- una NTB að ráðuneytið hefði ver- ið í samstarfi við Free Willy stofn- unina og Ocean Futures samtökin. Hvor um sig hefðu veitt ráðgjöf um hvar væri best að hafa Keikó í vetur. Enn væri verið að skoða nokkra staði sem gætu hentað honum til vetrardvalar. Rúmur mánuður er liðinn síð- an Norðmenn urðu varir við Keikó. Hann hafði þá synt inn í Skálvíkurfjörð. Ekki er talið heppilegt fyrir hvalinn fræga að dvelja á þeim slóðum í vetur. Það er ekki óvenjulegt að sjó leggi á veturna þar sem hann kom að landi. Aftenposten telur líklegt að reynt verði að flytja Keikó sunnar með ströndinni. Nær Kristi- ansund séu slóðir sem hvalir sæki í þegar tekur að líða að janúar og síldin tekur að færa sig suður með ströndinni. Slíkt gæti hjálpað Keikó að umgangast aðra hvali.  Norska sjávarútvegsráðuneytið skoðar möguleikana: Vetrardvöl Keikós ræðst í vikunni REYKJAVÍK Austlæg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum en léttir til síðdegis. Hiti 5-8 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Léttskýjað 6 Akureyri 5-8 Skýjað 7 Egilsstaðir 3-5 Skúrir 6 Vestmannaeyjar 5-10 Léttskýjað 3 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Lyfjafyrirtæki bjóða sjúkra-húsum afslátt af lyfjum sín- um. Sjúklingar þurfa þó oft að borga fullt verð. bls. 2 Forsetinn er þessa dagana íheimsókn í Húnavatnssýslum. Hann bregður sér þó ekki á hest- bak. bls. 2 Tilvísunarkerfið vofir yfir sér-fræðilæknum semji þeir ekki við stjórnvöld um greiðslur. bls. 4 Launmorðinginn í Bandaríkjun-um tók sér helgarfrí frá iðju sinni. Hann virðist vera í helgar- vinnu segir afbrotafræðingur. bls. 4 Al Kaída er talið bera ábyrgð ásprengjuárásinni á Balí. bls. 8 Í HAUSTKYRRÐINNI Nú er haustlegt um að litast. Haustið hefur verið milt og margir enn á hjóli. Spáð er kólnandi verði í vikunni. Því má búast við að hjólreiðatímabili ársins ljúki senn, að minnsta kosti hjá flestum. HVALVEIÐAR „Þetta er auðvitað ánægjulegt. Lagalega höfum við ekki verið í betri stöðu síðan fyrir atkvæðagreiðsluna 1983 þegar hvalveiðibannið var samþykkt,“ sagði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa að nýju gengið í Alþjóðahval- veiðiráðið en samþykkt þar að lútandi var bókuð á aukafundi ráðsins í Cambridge í Englandi. Þetta er þriðja tilraun Ís- lendinga til að ganga í Alþjóðahval- veiðiráðið eftir að þeir sögðu sig úr því árið 1992. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við getum hafið vísinda- veiðar. Það er hugsanlegt að við getum hafið veiðar þegar næsta vor, það er þó ekki öruggt. Við þurfum að leggja fram vísindaá- ætlun og markaðir fyrir afurðirnar verða að vera fyrir hendi. Í dag erum við eina þjóðin sem kaupir hvalaafurðir í alþjóðlegum viðskiptum. Markaðssetning hvalaaf- urðanna er næsti þröskuld- ur en við erum komin einu skrefinu nær. Nú höldum við áfram, vinna okkar und- anfarin ár nýtist okkur nú. Við höf- um svo sem ekki setið auðum höndum,“ sagði Árni M. Mathiesen. Aðild var hafnað í Englandi í fyrra og aftur á fundi ráðsins í Jap- an í maí síðastliðnum. Íslendingar gengu úr ráðinu 1992 en í júní 2001 var ákveðið að ganga aftur í Al- þjóðahvalveiðiráðið með ákveðn- um fyrirvara um bann við hval- veiðum í atvinnuskyni sem gilt hefur frá 1986. Það var mat stjórn- valda að nauðsynlegt væri að vera í hvalveiðiráðinu til að hægt væri að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Sjávarútvegsráðherra tilkynnti samþykkt aðildar Íslands að ráðinu við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. Hann sagði að við aðildina hefðu Íslendingar sett fyrirvara við hvalveiðibann hvalveiðiráðsins en jafnframt skuldbundið sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnu- skyni fyrr en 2006. the@frettabladid.is meira bls. 2 og 6 Hvalveiðar gætu hafist þegar á næsta ári Íslendingar gengnir í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju. Vísindaáætlun lögð fyrir fund ráðsins næsta vor. Hún er lykilforsenda fyrir því að vísindaveiðar verði hafnar. Þær geta hafist þegar á næsta ári. Ísland er skuldbundið til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is GPS Kr. 39.990 Kr. 49.990 Kr. 24.990 HVALBÁTAR Í REYKJAVÍKURHÖFN Svo gæti farið að landfestar bátanna yrðu leystar næsta vor, eftir að vísindaáætlun hefur verið lögð fyrir fund Alþjóðahval- veiðiráðsins. Það er þó ekk- ert sem kemur í veg fyrir að við getum hafið vísindaveiðar. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 15% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 51% 75%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.