Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 24
Ég þekkti eitt sinn bónda sem ekkigat hugsað sér að skipta við Kaup- félagið. Hann greip til þess ráðs að skipta við bóndann á næsta bæ sem átti svo sín viðskipti við Kaupfélagið. Þannig gekk þetta fyrir sig í áratugi og allir voru sáttir. Hvernig hefði þessi vinur minn brugðist við aftur- genginni einokunarverslun á landinu bláa? Matvara er munaður, segja þeir hjá Haugi og sigla um á snekkjum sínum. Farið að sauma vambir, skafa garnir og éta mör, hrópar þingmaður í sláturbransanum úr pontu. Af hverju borðar fólkið ekki kökur, sagði eitt sinn fræg drottning í Frans. Og biðraðirnar lengjast hjá Mæðra- styrksnefnd. Á MEÐAN SITJA glaðir gangsterar í reykfylltum herbergjum og skipta þjóðareignum. Þó er þjóðarsálin ekki dauð, kannski lúin, en ekki dauð. Á meðan er saumaður rauður dregill í byggðum lands svo taka megi á móti erlendum stóriðjudrekum með glans. Nú skal bjóða til orkuveislu, gefa raf- magn til hægri og vinstri. Þeir sem ekki vildu koma ætla samt að drífa sig því það er ókeypis. ALDINN ORKUJÖFUR tók sig til á dögunum og deildi á nóbelsskáldið vegna þrjátíu ára gamallar greinar sem enn á erindi við þjóðina og ber yfirskriftina, Hernaður gegn landinu. Það tognar svo sannarlega úr mann- eskjum þegar þær deila á liðin stór- menni. Snjallræðið er fólgið í því að greinarhöfundur er farinn yfir móð- una miklu, horfinn þangað sem ekki er póstkerfi af nokkru tagi. Þá geta fjaðralausir hanar galað hátt, verið föðurlega leiðbeinandi og hreykt sér af hæsta fjóshaug. Enginn svarar. Þögn er sama og samþykki. Vonandi geta hinir látnu lesið pistilinn inni í eilífðinni og dregið af honum mikinn lærdóm. Það er sjaldan sem maður sér svo kjarkmikla menn að þeir leggi í ritdeilur við hina látnu. Þá skyldi maður taka ofan því þar eru þó á ferð bjartsýnustu menn sem væntanlega bíða svars og trúa á kraftaverkin. GLEÐILEGT var í liðinni viku að fregna að Landsvirkjun og umhverfis- ráðuneytið ætluðu að taka sér hlut- verk kvikmyndasjóðs. Þetta er heppi- legasti vettvangurinn og auðvelt að hafa stjórn á úthlutunum. Löngu var orðið tímabært að leggja hitt stjórn- lausa fyrirbærið niður. Spennandi verður að fylgjast með áframhaldandi úthlutunum úr kvikmyndasjóði Lands- virkjunar og umhverfisráðherra. Hugsanleg verk gætu orðið Lífið er lotterí og Tætum og tryllum.  Engin lágmarksupphæð Engin úttektar-þóknun Enginn kostnaður Enginn binditími m.v. vaxtatöflu S24 21.9.2002 Upphæð 0 - 999.999 kr. 1.000.000 - 4.999.999 kr. 5.000.000 kr. og hærra 1. þrep 2. þrep 3. þrep Vextir* 6,85% 7,25% 8,25% Sparnaðarreikningur S24 www.s24.is 533 2424 Kringlan Vertu viss um að þú sért að fá bestu innlánsvextina! SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Tætum og tryllum Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI! Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.