Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 ALÞINGI VIÐSKIPTI Viðskiptavinir Ísvár sem keypt hafa tryggingar í gegn um miðlunarfyrirtækið þurfa engar áhyggjur að hafa af þeim málum. Þetta segir David Pitt, stjórnarfor- maður félagsins. Hluthafafundur verður í dag hjá Ísvá. Á honum á að taka ákvörðun um framtíð félagsins sem á nú í svo al- v a r l e g u m greiðsluvanda að reksturinn hefur stöðvast. David Pitt segir það munu verða hluthaf- arnir, sem séu yfir 20 talsins, sem lenda muni verst út úr málinu. „Það kemur skýrsla frá mér og væntanlega verður tekin ákvörð- un um framhaldið,“ segir hann um fundinn í dag en vill að öðru leyti ekki tjá sig. Tryggingar og miðlun hf. hafa tekið að sér að þjónusta viðskipta- vini Ísvár. Þar starfar nú Helga Markúsdóttir sem var starfsmað- ur Ísvár og sá um tjónamál og bakvinnslu. „Ef fólk þarf að leita upplýsinga varðandi vátrygging- ar sínar eða sparnað hjá Sun Life, French Provident, Allianz, Kaup- þingi, Alþjóða líftryggingafélag- inu, og þessara félaga sem Ísvá hefur miðlað til getur það leitað til okkar,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur starfsemi Ísvár aðallega falist í miðlun líf- trygginga, sjúkdómatrygginga og sparnaðartrygginga. Viðskipta- vinir séu á bilinu 22 til 23 þúsund talsins hjá Ísvá sem sé elsta og stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis. Helga segir engar iðgjalda- greiðslur hafa farið um sjóði Ís- vár. Viðskiptavinir hafi greitt ið- gjöldin beint til viðkomandi fyrir- tækja sem Ísvá miðlaði viðskipt- um til: „Tryggingarsamningar fólks eru ekki í hættu; þeir eru pottþétt- ir og öruggir. Ísvá kom samning- unum aðeins á og þeir eru hjá þessum fyrirtækjum sem hefur verið miðlað til. Það á sérstaklega við um fyrirtækin sem eru erlend- is að það erfitt fyrir almenna við- skiptavini að hringja í þau. Ef fólk verður fyrir tjóni, greinist með sjúkdóm eða ef andlát bera að höndum, þá þarf að borga út trygginguna. Þá hefur miðlarinn milligöngu um það og það er með- al þess sem Tryggingar og miðlun sjá nú um fyrir viðskiptavini Ís- vár,“ segir Helga. Að sögn Helgu eru flestir reyndustu ráðgjafar Ísvár komnir til starfa fyrir Tryggingu og miðl- un. Aðrir starfsmenn hafi þegar ráðið sig til annarra starfa fyrir utan nokkra sem enn eru í at- vinnuleit. gar@frettabladid.is TRYGGINGARMIÐLUNIN ÍSVÁ „Tryggingarsamningar fólks eru ekki í hættu; þeir eru pottþéttir og öruggir,“ segir Helga Markúsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Ísvár, sem nú starfar hjá Tryggingum og miðlun sem tekið hefur að sér þjónustu við viðskiptavini Ísvár. Viðskiptavinir Ísvár hafi ekki áhyggjur Þurfa engar áhyggjur að hafa af tryggingar- samningum sínum þrátt fyrir rekstrarstöðvun segir David Pitt, stjórnarformaður Ísvár. Hluthafafundur hjá fyrirtækinu í dag. Að sögn Helgu eru flestir reyndustu ráð- gjafar Ísvár komnir til star- fa fyrir Trygg- ingu og miðlun BELFAST, AP Bretar tóku í gær að sér stjórnina á Norður-Írlandi um óákveðinn tíma. Samsteypustjórn mótmælenda og kaþólskra var komin á síðasta snúning. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda og forsætisráðherra heimastjórnarinnar, krafðist þess að Sinn Fein, annar helsti flokkur kaþólskra, verði rekinn úr stjórn- inni vegna ásakana um að hann hafi njósnað fyrir Írska lýðveldis- herinn, IRA. Að öðrum kosti myndi Trimble segja af sér. Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, þeir Tony Blair og Bertie Ahern, sögðust vera „af- skaplega hryggir“ vegna þessa. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu þeir þessa ráðstöfun koma í veg fyrir að samsteypustjórnin á Norður-Írlandi leysist upp. „Það er einlæg von okkar að stofnanir Norður-Írlands verði endurreistar eins fljótt og hægt er,“ segja þeir í yfirlýsingunni. Bretar hafa áður svipt heima- stjórnina á Norður-Írlandi völdum og vakið hana síðan til lífs á nýjan leik með góðum árangri. Trimble hefur þegar sagt að hann geti hugsað sér að hefja samstarf við Sinn Fein á ný ef IRA verður lagð- ur niður.  Neyðarúrræði Breta: Írska heimastjórnin svipt völdum LEIÐTOGI MÓTMÆLENDA David Trimble er þarna fyrir utan stjórnar- byggingu Norður-Írlands í Belfast. AP /A D AM B U TL ER Bílvelta á Suðurlandsvegi: Huldu- maður við stýrið LÖGREGLUMÁL Bílvelta varð á Suður- landsvegi rétt vestan við Biskups- tungnabraut á sunnudagsmorgun. Þegar lögreglan kom á staðinn var enginn við jeppann og ekki vitað hver ökumaður var. Hans var leitað í nágrenni við slysstaðinn án árang- urs. Um hádegi kom eigandi jep- pans á lögreglustöðina á Selfossi og tilkynnti stuld á bílnum. Málið er í rannsókn og biður lögregla þá sem eitthvað vita um málið að hafa sam- band.  ÞINGMENN Á EFTA-FUNDI Fjórir þingmenn sækja haustfund þingmannanefndar EFTA sem hófst í Brussel í gær. Fulltrúar EFTA-skrifstofunnar gera grein fyrir nýjustu framvindu í lögum og reglugerðum ESB og hugsan- leg áhrif þeirra á EFTA og EES. JÓHANNA SKAMMAR DAVÍÐ Jó- hanna Sigurðardóttir skammaði forsætisráðherra við upphaf þingfundar í gær fyrir að neita að ræða málefni öryrkja. Össur hafði vísað umræðunni á þá fjóra fagráðherra sem málefni þeirra heyra undir. Það sætti Jóhanna sig ekki við. VEÐUR „Við erum að sigla inn í mjög eindregnar norðlægar áttir og ég spái úrkomu og snjókomu á Norð- urlandi um næstu helgi,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfrétta- maður. „Hins vegar verður bjart- ara og þurrt hér á suðvestur - horninu en bílstjórar ættu að hafa sköfuna til taks á framrúðurnar að morgni dags,“ segir hann. Öllum veðurspám ber saman um kólnandi veður er líður á vik- una og verður ekkert lát á svo langt sem menn sjá. Á sama tíma í fyrra hafði fyrsti snjórinn þegar fallið í Reykjavík en höfuðborgar- búar verða að bíða enn um sinn eft- ir mjöllinni hvítu.  SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Tekur af skarið og spáir snjókomu. Norðlægar áttir: Snjór um næstu helgi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.