Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 ® FÓLK Leikarinn Nicolas Cage seldi um helgina 400 myndasögublöð úr einkasafni sínu á uppboði. Allur ágóði uppboðsins rann til góð- gerðamála. Í safni leikarans hafa greinilega verið nokkrir gullmol- ar því blöðin seldust á 1,6 milljón- ir dollara (tæpar 140 milljónir ís- lenskra króna). Vitað er að í safn- inu var eintak af fyrsta tölublaði Action Comics frá árinu 1938 en í því birtist fyrsta sagan um Súper- mann. Það blað seldist eitt og sér á rúma 86 þúsund dollara (7,5 milljónir íslenskra króna). Það er töluvert meira en leikarinn bjóst við að fá fyrir blaðið. Einnig var í safninu fyrsta Bat- man blaðið sem Robin birtist í en það kom út árið 1940. Cage hefur alla tíð verið mikill aðdáandi myndasagna og var jafn- vel á sínum tíma ráðinn til þess að fara með hlutverk Súpermanns í fimmtu myndinni um ofurhetjuna. Hann fékk nokkrar milljónir greiddar fyrir þrátt fyrir að mynd- in hafi aldrei verið gerð. Það er ekki eina myndin eftir myndasögu sem hætt var við eftir að Cage hafði samþykkt að leika aðalhlut- verkið. Hann ætlaði einnig að fara með aðalhlutverkið í „Ghost Rider“ myndinni og kom lengi til greina sem John Constantine í „Hellblazer“ myndinni.  NICOLAS CAGE Komst að því um helgina að myndasögu- safn sitt var gulls ígildi. Nicolas Cage: Fékk 140 milljónir fyrir myndasögusafn sitt Góðir landsmenn! Saumaklúbbar, spilaklúbbar, föndurhópar, gönguhópar, starfsmannafélög, átthagafé- lög o.fl. Okkur hjá Hótel Ljósbrá langar til að vekja athygli ykkar á húsnæði, sem við höfum til leigu í Hveramörk 14, Hveragerði til minni og stærri mannfagnaða. Það er opið hjá okkur allt árið og erum við með 32 rúmstæði. Þar af eru 5, 2ja manna herbergi með snyrtingu og sturtu. Síðan erum við með 2ja og 1 manns herbergi sem eru með sameiginlegri snyrtingu og sturtu. Við erum líka með stærri herbergi. Gott eld- hús og aðstaða fyrir 30-40 manns til borðs. Getum útvegað hestaferðir á öruggum hestum og einnig eru góðar gönguleiðir um nágrenni Hveragerðis. Gönguferð gæti síð- an lokið í sundlauginni í Laugaskarði Hveragerði. Utanhúss er garður með ágæt- um palli með góðri grillaðstöðu. Kynnið ykkur heimasíðu okkar: www.hot- elljosbra.is. Munið að panta tímanlega. GAMALL OG GÓÐUR Billy Joel veifar til áhorfenda á tónleikum í Nassau Coliseum í New York á sunnudag. Þar kom hann fram ásamt Elton John. RICHARD HARRIS Leikur hinn 2000 ára gamla prófessor Dumbledore í myndunum um Harry Potter. Írski leikarinn Richard Harris: Berst við krabba- mein ÍRLAND Írski leikarinn Richard Harris, sem leikur prófessor Al- bus Dumbledore í Harry Potter- myndunum, hefur undanfarna mánuði barist við krabbamein. Leikarinn, sem er 72 ára gamall, hefur dvalist á sjúkrahúsi um hríð þar sem hann hefur fengið geislameðferð. Umboðsmaður hans segir að hann muni verða með í þriðju Harry Potter-mynd- inni um fangann í Azkaban. „Meðferðin gengur mjög vel og Harris verður örugglega tilbúinn í slaginn þegar tökur hefjast í mars,“ segir hann.  GRÆNA SKRÍMSLIÐ Gæti þurft að klifra upp á svið á Broadway og syngja og sprella fyrir gesti. Teiknimynd að söngleik: Skrekkur á svið SÖNGLEIKUR Svo gæti farið að sag- an um teiknimyndahetjuna Skrekk eða Shrek, eins og hann heitir í útlöndum, verði gerð að söngleik á Broadway. Dreamworks fyrirtækið sem gerði teiknimyndina er sagt iða í skinninu eftir að koma Ósk- arsverðlaunamyndinni á svið og er talið líklegt að Sam Mendes muni leikstýra skepnunni grænu. Söngleikurinn verður væntanlega frumsýndur í byrjun árs árið 2005. Mendes vinnur sem stendur að nýju verkefni sem ber nafnið Gypsy og opnar í New York sein- na á árinu. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.