Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2
2 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGURALÞINGI Rjúpnaveiði: Veiðibann á ríkisjörðum RJÚPNAVEIÐI Landbúnaðarráðu- neytið hefur bannað alla rjúpna- veiði á ríkisjörðum á veiðitímabil- inu sem hófst í gær. Bannið nær til allra ríkisjarða í umsjá land- búnaðarráðuneytisins, þar með talið jarða í umsjá Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins og er veiði bönnuð nema með leyfi ábúanda. Landbúnaðarráðuneytið tekur fram af gefnu tilefni að bannið nær einnig til þeirra jarða sem undanfarin ár hafa verið opnar til rjúpnaveiða svo og annarra eyði- jarða á forræði landbúnaðarráðu- neytisins.  ALÞINGI „Mér finnst það harðir kostir að þurfa að gefa upp hval- veiðar til 2006,“ sagði Jóhann Ár- sælsson, Samfylkingu, eftir að Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, hafði tilkynnt um að Ísland væri á ný orðinn aðili að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Jóhann vísaði þar til fyrirvar- ans sem fylgi aðildarskjölum Ís- lands að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þar er lýst yfir að hvalveiðar í at- vinnuskyni verði ekki hafnar á ný fyrr en árið 2006 nema ráðið veiti Íslendingum hvalveiðikvóta. Jó- hann sagði þó ánægjulegt að Ís- land væri orðinn aðili að ráðinu aftur. Sjávarútvegsráðherra sagði að það væri erfitt að gera þingmönn- um Samfylkingar til hæfis. Þegar aðild Íslendinga var hafnað síðasta vor hafi Svanfríður Jónasdóttir gagnrýnt hann fyrir að breyta fyr- irvaranum ekki nægilega. Nú þeg- ar aðildin sé samþykkt standi Jó- hann upp og gagnrýni hann fyrir að breyta fyrirvaranum um of. „Sú viðbót sem var gerð við fyrirvar- ann að þessu sinni hefur engin praktísk áhrif.“  VIÐSKIPTI Lyfjaheildsalar bjóða inn- kaupadeildum sjúkrahúsa mikinn afslátt af nýjum lyfjum til að tryg- gja að þau komist í notkun á sjúkra- stofnunum. Sjúk- lingar halda svo oft og tíðum áfram að nota lyfin þegar þeir útskrifast á sjúkra- húsum og greiða þau þá fullu verði. „Þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega hér í ráðuneytinu en full ástæða til. Þessir afslættir lyfjafyrirtækjanna eru vel þekktir víða um heim og einskorðast alls ekki við Ísland,“ segir Ingolf Pet- ersen, skrifstofustjóri í heilbrigð- isráðuneytinu, sem tekur þó fram að oft séu þessir afslættir af hinu góða og eigi sinn þátt í að minnka lyfjakostnað sjúkrahúsanna. Í sumum tilvikum sé um að ræða lyf sem eingöngu eru notuð á sjúkra- húsum og sjúklingar haldi því ekki áfram að taka þau eftir útskrift. „Ég hef heyrt um allt að 80 pró- senta afslátt af nýju lyfi til sjúkra- húsa en þess ber að geta að lyfin eru keypt að undangengnu útboði,“ segir hann. Ingolf Petersen telur fulla ástæðu til að endurskoða afsætti lyfjafyrirtækjanna til sjúkrahús- anna. Þó svo sjúkrahúsin sjálf geti sparað stórfé með því að þiggja þá geti hitt verið þjóðhagslega óhag- kvæmt ef sjúklingar haldi áfram að nota rándýr lyf að lokinni sjúkra- húsavist. Lyf sem þeir hófu að nota á sjúkrahúsunum vegna þess eins að lyfjafyrirtækin buðu góðan af- slátt af fyrstu pöntun. „Þetta er siðferðileg spurning sem við verðum að reyna að svara,“ segir Ingolf Petersen. eir@frettabladid.is ÓLJÓST HVERNIG VERÐUR SKIPAÐ Á LISTA Á kjördæmisþingi undir lok mánaðarins ræðst hvaða aðferðafræði verður notuð til að velja frambjóðendur flokksins fyrir næstu þingkosningar. Framsóknarmenn ræða prófkjör og uppstillingu: Niðurstaða bíður kjör- dæmaþings STJÓRNMÁL Umræður um hvernig skipa skyldi á lista flokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar settu mark sitt á aðalfundi Fram- sóknarfélaganna í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur. Tillögu sem lögð var fram á fundi Fram- sóknarfélagsins í Reykjavík suð- ur um að mælst væri til þess að prófkjör yrði viðhaft var hafnað á þeirri forsendu að það væri kjör- dæmisþings að ákveða þetta. Full- trúar félagsins á kjördæmisþing voru valdir á fundinum. Í félaginu norðan megin var niðurstaðan sú að stjórn félagsins skipaði full- trúa á kjördæmisþingið. Þeir sem vilja prófkjör halda áfram baráttu sinni. Óskar Bergs- son segir mikla mætingu á fund- ina vera skýr skilaboð um vilja al- mennra flokksmanna til að taka virkan þátt í starfi flokksins við val á frambjóðendum og undir- búning kosninga. „Uppstilling er í raun bara aðferðafræði fyrir litla flokka sem þora ekki að sýna hversu litlir þeir eru í raun. Ekki stóra flokka eins og Framsókn.“ Stjórnir beggja félaga voru endurkjörnar á fundinum. For- menn eru Gestur Kr. Gestsson í Reykjavík norður og Sigrún Jóns- dóttir í Reykjavík suður.  HEIMSÓKN Forseti Íslands fer ekki á hestbak í opinberri heimsókn sinni um Húnavatnssýslur en sá landshluti er hvað þekktastur fyr- ir hross sín: „Forsetinn stoppar aðeins í 20 mínútur hér hjá okkur í reiðhöll- inni og því gefst ekki tími til að setja undir hann hest. Í staðinn ætlum við að vera með sýningu sem við höfum sett saman um ís- lenska hestinn og ýmislegt sem tengist honum frá aldamótunum 1900 og fram til dagsins í dag,“ segir Hjörtur Karl Einarsson, for- maður hestamannafélagsins Neista á Blönduósi. Forseti Íslands var í gær í Húnaþingi vestra en verður í dag og á morgun í Austur - Húna- vatnssýslu. Hann byrjar daginn klukkan 8:30 í Þingeyrarkirkju og heldur þaðan til Skagastrandar þar sem grunnskólinn og ýmis fyrirtæki verða skoðuð. Að svo búnu er ferðinni heitið á Blönduós þar sem bíður þéttskipuð dagskrá sem nær hámarki með fjölskyldu- hátíð forsetanum til heiðurs í íþróttahúsinu á staðnum. Skömmu fyrir hádegi á morg- un verður forsetinn svo í reiðhöll- inni með Neista-mönnum sem fyrr segir en opinberri heimsókn hans um sýslurnar lýkur síðar um daginn.  Tap fyrirtækja síðasta ár: Mest vegna gjaldmiðils- breytinga VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining tapaði mestu íslenskra fyrirtækja á síðasta ári. Í samantekt Frjálsr- ar verslunar yfir stærstu fyrir- tæki landsins kemur í ljós að aldrei hafa eins mörg fyrirtæki verið tapað stórum fjárhæðum. Í hópi stærstu fyrirtækja landsins eru níu fyrirtæki yfir milljarði króna. Nærtækustu skýringar á þessari miklu tapaukningu er gengisfall krónunnar á síðasta ári. Tapið er í flestum tilvikum bók- haldslegt og hefur gengið til baka við styrkingu krónunnar.  Uggvænleg þróun í lyfjaneyslu: Hver einasta króna fer í lyf eftir 39 ár HEILBRIGÐISMÁL Ef svo fer fram sem horfir mun öll landsfram- leiðsla okkar fara í lyf eftir 39 ár. Á borði heilbrigðisráðherra er nú línurit þar sem borinn er saman verg landsframleiðsla annars veg- ar og aukning í lyfjakostnaði hins vegar. Að því gefnu að landsfram- leiðsla aukist um 3 prósent á ári og lyfjakostnaður um 14 prósent eins og verið hefur þá skerast línurnar tvær árið 2041. Það þýðir að ekki verður eftir ein einasta króna í öllu landinu sem nota má til annarra hluta en lyfjakaupa. Ekki náðist í Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra þegar eftir því var leitað í gær.  DULARFULL UPPÁKOMA Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að því árla morguns að ná listaverkunum í burtu Listaverk í Tjörninni: Sett upp í húmi nætur MIÐBORGIN Vegfarendur í miðborg Reykjavíkurborgar snemma í gærmorgun hafa kannski rekið augun í torkennilegar fígúrur við einn hólmann í Tjörninni. Búið var að setja upp fimm pappírs- fígúrur í húmi nætur án tilskil- inna leyfa. Starfsmenn Reykja- víkurborgar þurftu að hafa mikið fyrir því að fjarlægja fígúrurnar. Þykir ljóst að þeir sem voru að verki hafi verið dágóða stund að stilla þeim upp. Ekki er vitað hverjir voru að verki né hver til- gangurinn var. FORSETI SKAMMAÐUR „Forseti veður yfir allt og alla,“ sagði Gísli S. Einarsson, Samfylkingu, um Halldór Blöndal, forseta Al- þingis. Gísli gagnrýndi að full- trúi VG í fjárlaganefnd ræddi fjáraukalagafrumvarpið á undan fulltrúa Samfylkingar. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur hefur alltaf rætt mál fyrst á eftir ráð- herra sagði Gísli og kunni ekki að meta breytinguna. MISTÖKIN LEIÐRÉTT Meirihluti samgöngunefndar hefur lagt fram lagafrumvarp um að lögin um nýja skipan flugráðs taki þegar gildi en ekki um áramót. Umboð meirihluta flugráðs rann út 9. júní. Það hefur því ekki get- að tekið ákvarðanir um mál sem koma til kasta þess. Aðildin að Alþjóða hvalveiðiráðinu: Harðir kostir að bíða til 2006 JÓHANN ÁRSÆLSSON Þótti hart að íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að hvalveiðar yrðu ekki hafnar á ný fyrr en 2006. Forsetinn í Húnavatnssýslum: Fer ekki á hestbak ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Fjölskylduskemmtun honum til heiðurs í íþróttahúsinu á Blönduósi í kvöld. Sjúklingar halda svo áfram að kaupa lyfin á fullu verði. Heilbrigðisráðu- neytið setur spurningamerki við hvort rétt sé að þiggja afslættina. Gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að hafna þeim. LANDSPÍTALINN Lækkar lyfjakostnað með því að þiggja risaafslætti frá lyfjafyrirtækjum þegar ný lyf koma á markað. „Þetta er sið- ferðileg spurn- ing sem við verðum að reyna að svara.“ Bjóða sjúkrahúsum afslátt af lyfjunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.