Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 Ekkert nema Í Brallaraborgarann fer einungis 100% hreint nautakjöt. Engin aukaefni, engin rotvarnarefni. Með fersku Brallarahamborgarabrauði og meðlæti að eigin vali: Ómótstæðilegt. Innihald: 4 Brallarahamborgarabrauð, 4 Brallarahamborgarar. A B X / S ÍA 9 0 2 1 3 5 9 Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 5210 á 19.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 19.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 82 40 07 /2 00 2 NÝJAR BÆKUR Kennslubókin Skák og mát eftir Anatolí Karpov er nú aftur fáanleg í bókabúðum. Hún kom fyrst út árið 1997 en er nú endurprentuð í tengslum við skákátak skákfélagsins Hróksins. Edda og Hrókurinn gefa öllum börnum í 3. bekk grunnskólans bókina í þeirri von að bókargjöfin stuðli að stórefldri skákkennslu og skákiðkun í skólum landsins og þróttmiklu skáklífi um allt land. Heimsmeistarinn í skák, Anatolí Karpov, kennir hér ungu skákfólki nýjar og spennandi að- ferðir til að tefla til sigurs, allt frá því að þeir læra mannganginn. Karpov nýtur aðstoðar Andrésar Andar og fleiri teiknimyndaper- sóna úr smiðju Disney við að gera skákina skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. Helgi Ólafsson stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Ís- lands, þýddi bókina og staðfærði.  SKÁK OG MÁT Í bókinni er bráðfyndin teiknimyndasaga um ævintýri Guffa í Skáklandi auk fróð- leiksmola úr sögu skáklistarinnar. Skákkennsla: Karpov og Andrés taka höndum saman KÓNGAFÓLK Paul Burrell, fyrrum þjónn hjá bresku konungs- fjölskyldunni, neitaði fyrir rétti í gær að hafa stolið munum frá Díönu heitinni prins- essu. Hinn 44 ára gamli þjónn neitaði einnig ásökunum um að hafa stolið hlutum frá Karli og syni hans Játvarði. Burrell hefur verið sakaður um að hafa stolið 310 hlutum frá bresku konungsfjöl- skyldunni, flestum frá Díönu. Þar á meðal minningabók, ljósmynd- um, bréfum, fötum, geisladiskum og gimsteinum. Þjófnaðurinn á að hafa átt sér stað á árunum 1997 - 1998 í Kensington - höll- inni þar sem Díana átti heima þar til hún dó árið 1997. Þjónninn fyrr- verandi kom með konu sinni Maríu til réttarhaldanna og virtist við það að brotna niður þegar hann gekk inn í dómshúsið. Eftir yfirlýsingu hans las dómarinn kviðdóminum pistilinn og bjóst við að réttar- höldin myndu taka allt að sex vik- ur.  MEÐ KONU SINNI MARÍU Paul Burrell fyrrum þjónn bresku konungs- fjölskyldunnar mætti fyrir rétt í gær ásamt konu sinni Maríu. Hann er sakaður um að hafa stolið um rúmlega 300 hlutum frá fjölskyldunni. Fyrrum þjónn bresku konungsfjölskyldunnar: Sakaður um að stela frá Díönu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.