Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 10
10 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ég spurði matvörukaupmann ígær hvað framleiðsluvörur Mjólkursamsölunnar og Osta- og s m j ö r s ö l u n n a r væru stór hluti af því sem hann seldi. Eftir smá umhugs- un áætlaði hann það um 30 prósent. Mjólkursamsal- an og Osta- og smjörsalan búa að einokun hvort á sínu sviði. Þessi fyrirtæki hafa ekki náð þessari stöðu með því að leggja samkeppnisaðila sína í frjálsri sam- keppni. Einokunarstaða þessara fyrirtækja er gjöf frá stjórnmála- mönnum – þeim sömu og hafa skyndilega hrokkið upp við að verð á matvöru á Íslandi er alltof hátt. Í þessu sem öðru tala stjórnmála- menn tveimur tungum. Þeir býs- nast yfir háu matarverði með annarri en samþykkja einokun á mikilvægustu matvælunum með hinni. Það hefur aldrei verið útsala á mjólk á Íslandi. Ef tíðin er hagsæl og nýtin í kúnum góð er umfram- framleiðslu breytt í mjólkurduft. Ekki vegna þess að það megi græða á mjólkurdufti í sjálfu sér. Mjólkur- duft er framleitt til að halda uppi verði á mjólk. Aukið framboð með sama tilkostnaði leiðir að öllu jöfnu til verðlækkunar – neytendum til góðs. Nema framleiðendur njóti einokunarstöðu. Þá komast þeir upp með að henda framleiðslunni frekar en að láta hana lækka verð. Íslendingar hafa af þessum sökum ekki fengið að njóta hagstæðrar tíð- ar og góðrar nytjar í kúm síðan fyr- ir 1930. Þá tóku lögmál einokunar við af náttúrunni. Osta- og smjörsalan er stærsti innflytjandi osta á Íslandi. Það fyr- irtæki hefur hag af því að halda uppi verði á ostum. Kaup á inn- flutningskvótum er því fórnar- kostnaður sem borgar sig. Kaup- menn og aðrir sem börðust fyrir að því að leyft væri að flytja inn ost geta ekki keppt við Osta- og smjör- söluna um kvótana. Íslendingar gefa útlendingum lambakjöt frekar en lækka verð innanlands. Það þykir ekki lengur verjandi að urða kjöt eins og tíðkað- ist áður. Í stað þess að grafa kjötið gefum við það. Niðurstaðan er sú sama fyrir venjulegan íslenskan neytanda; dýrt kjöt. Ef stjórnmálamenn hefðu minnsta áhuga á að lækka verð á matvöru á Íslandi yrði það þeirra fyrsta verk að höggva niður þessi kerfi sem þeir hafa sjálfir smíðað. Mestur fáránleiki íslensks samfé- lags er alltaf höfundarverk stjórn- málamanna. Almennir borgarar hafa ekki aðstöðu til að koma jafn mikilli vitleysu í kring.  „Íslendingar hafa af þess- um sökum ekki fengið að njóta hag- stæðrar tíðar og góðrar nytj- ar í kúm síðan fyrir 1930.“ Alþingi heldur verði á matvöru háu skrifar um tvískinnungshátt í umræðum stjórnmálamanna um hátt matarverð á Íslandi. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON BAGDAÐ, AP Síðast þegar kosið var í Írak fékk Saddam Hussein 99,96 prósent atkvæða. Það var árið 1995. Engum blandast hugur um að sigur Saddams í kosningunum í dag verði einnig glæsilegur. Nú þegar er búið að skipuleggja sig- urgöngur víða um land og lofræð- urnar hafa þegar verið skrifaðar. Eina spurningin er hvort ár- angurinn verði ekki að þessu sinni enn betri en síðast. Svo virðist sem ráðandi skoðun í Írak sé sú, að þegar stríð við Bandaríkin er í vændum geti það vart talist góður árangur ef 0,04 prósent vantar upp á að landsmenn standi ein- huga að baki leiðtoganum. „Í þetta skiptið hundrað pró- sent!“ hrópaði verkamaðurinn Mayad Aiwan á sunnudaginn. „Vegna þess að íraska þjóðin elsk- ar leiðtoga okkar!“ Reyndar er ekki að sjá að íbúar landsins eigi margra kosta völ. Eina nafnið á kjörseðlunum er nafn Saddams Husseins.  Saddam Hussein lætur kjósa sig í dag: Reiknað með dúndurkosningu OG BÖRNIN VEIFA FÁNUM Skólabörn í Írak eru látin veifa fánum og hrópa „Já, já, já, við viljum Saddam!“ AP /J ER O M E D EL AY KIRKJUÞING Ríkissjóður hefur boð- ist til að afhenda Þjóðkirkjunni 84 prestssetur og jarðir til fullrar eignar og umráða ásamt verulegri meðgjöf. Í ávarpi sínu til 34. kirkju- þings sagði Sól- veig Pétursdóttir, dóms- og kirkju- málaráðherra, að samkomulag um prestsetrin og jarðirnar væri ekki í höfn en áfram yrði unnið í mál- inu. Sólveig sagði að viðræðu- nefndir kirkju og ríkis hefðu um nokkurra ára skeið fjallað um prestssetur og jarðir og framtíð- arskipan þeirra í eignaréttarlegu tilliti. „Viðræðurnar hafa vissulega dregist mjög á langinn og vonir um að það sæi fyrir endann á mál- inu áður en þetta Kirkjuþing kæmi saman brugðust,“ sagði Sól- veig Pétursdóttir og bætti við að ekki hefði náðst samkomulag um það tilboð sem ríkið lagði fram. „Hér er hvorki staður né stund til að rekja stöðu þessa máls nánar, en viðræðum verður haldið áfram og ég tel mikilvægt að það verði farsællega leitt til lykta,“ sagði Sólveig. Fyrir Kirkjuþingi liggur tillaga um sölu á fjölmörgum jörðum og húseignum prestssetrasjóðs. Þeirra á meðal eru gamla prests- setrið að Glaumbæ í Skagafjarð- arprófastsdæmi, íbúðarhúsið að Hálsi 2 í Suður-Þingeyjarsýslu, spildur úr landi Útskála í Kjalar- nessprófastsdæmi og prestsset- ursjörðin Ásar í Skaftártungu, Skaftafellsprófastsdæmi. Þá er lagt til að prestssetursjörðin Vatnsfjörður í Ísafjarðarprófasts- dæmi verði seld. Þar hefur séra Baldur Vilhelmsson setið um ára- tugaskeið en hann lét af embætti fyrir nokkru. „Ég hef ekki heyrt af þessu en þetta kemur ekki á óvart. Þetta hefur áður verið lagt til en Kirkjuþing er nú ekki yfir- staðið. Við sjáum til,“ sagði séra Baldur spurður um hvort hann hygðist kaupa jörðina. Ennfremur er lagt til að prests- setursjarðirnar Bergþórshvoll í Vestur-Landeyjum, Hraungerði í Árnessprófastsdæmi, Prestsbakki við Hrútafjörð, Árnes í Árnes- hreppi og Desjarmýri í Borgar- firði eystri verða seldar, sömu- leiðis lóð undir gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal og prests- setrið að Hólum í Hjaltadal. Loks er lagt til að keypt verði prestssetur á Egilsstöðum, Sel- fossi og í Hraungerðisprestakalli. the@frettabladid.is Breytingar verða á prestssetrasjóði Ríkið vill afhenda kirkjunni 84 prestssetur og jarðir. Prestssetrasjóður vill selja fjölmargar eignir. Þeirra á meðal Hóla í Hjaltadal og bústað séra Baldurs Vilhelmssonar í Vatnsfirði. GRENSÁSKIRKJA ER VETTVANGUR KIRKJUÞINGS Málefni Prestssetrasjóðs eru í deiglunni á 34. kirkjuþingi sem nú stendur yfir. Kirkjuþing er nú ekki yfir- staðið, við skulum sjá til Þing- maðurinn sjálfumglaði Gunnar G. Bjartmarsson, öryrki, skrifar Pétur nokkur Blöndal hefur klif-að á því að öryrkjar séu óreglu- fólk. Það er ekki hægt að alhæfa það upp á alla öryrkja, þó svo að megi finna einstaka einstaklinga eins og víða má finna í þjóðfélag- inu öllu. En nær væri fyrir Pétur Blöndal að gagnrýna þá sem drekka á kostnað skattborgaranna. Pétur Blöndal upphefur ekki sjálf- an sig með því að lítillækka ör- yrkja. Hann ætti að vera maður með meiru og sjá til þess að kjör aldraðra og öryrkja verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll.  Hafnarfjörður: Ógnaði konu með gasbyssu LÖGREGLUMÁL Þrítugur maður ógn- aði sambýliskonu sinni með gas- byssu í Hafnarfirði um helgina. Við athugun lögreglu fundust fíkniefni í fórum mannsins. Hringt hafði verið í lögregluna vegna há- vaða í íbúð parsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði á maður- inn yfir höfði sér dóm vegna brota á vopnalögum og fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Gasbyss- ur eins og maðurinn var með eru ólöglegar hér á landi. Þær líkjast loftbyssum en eru taldar mun öfl- ugari og stórhættulegar sé skotið úr þeim á fólk. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.