Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 14
Nú velta framleiðendur kvik-myndarinnar “Phone Booth“ því fyrir sér hvort ekki sé skyn- samlegt að fresta útgáfu myndar- innar. Ástæðan er sú að söguþráður myndarinnar þyk- ir minna óþægi- lega mikið á leyniskyttuna sem ógnar nú íbú- um Maryland í Washington. Í myndinni leikur Colin Farrell mann sem í sakleysi sínum svarar götusíma í New York. Á hinum enda línunnar er leyniskytta, leikin af Kiefer Sutherland, sem tilkynnir honum að ef hann leggi á muni hann drepa hann. Farrell er því í síma- klefanum alla myndina. Mick Jagger, söngvari The Roll-ing Stones, segir að liðsmönn- um sveitarinnar hafi fundist fyrstu lögin sem þeir sömdu hafa verið rusl. Jagger segir einnig að upphaf- lega hafi þeir að- eins leikið tökulög og það hafi verið umboðsmaður þeirra Andrew Loog Oldham sem hafi skipað þeim að semja sín eigin lög. Hann hafi lokað þá inni í her- bergi og sagt að þeir mættu ekki koma út aftur fyrr en þeir væru tilbúnir með lag. Tónlistin við “Harry Potter andthe Chamber of Secrets“ er komin á netið. Tónskáldið John Williams sá um smíðar eins og í fyrri myndinni. Platan með kvik- myndatónlistinni kemur ekki í búð- ir fyrr en 12. nóv- ember. Leikkonurnar Penelope Cruz ogNatalie Portman munu leika saman í fyrsti skipti í myndinni „Head in the Clouds“. Myndin gerist í París á tímum seinni heimstyrjaldar- innar og er ástar- saga. Hún segir frá því er persóna Portman, sem starfar sem tísku- ljósmyndari, verður ástfangin af manni sem lendir í vandræðum vegna pólitískra skoðana sinna. Cruz leikur sígaunastúlku sem reynir sitt til þess að hjálpa Port- man að halda í ást sína. Rokkarinn OzzyOsbourne hef- ur samþykkt að taka þátt í auglýs- ingaherferð sem hvetur fólk til þess að fara í krabbameinsskoð- un. Eins og flestir vita greindist eiginkona hans Sharon með ristilskrabbamein. 14 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 2 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.50 kl. 6MAÐUR EINS OG ÉG THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.30 HAFIÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10.05 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali 4 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.20 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20 VIT433 MAX KLEEBLE´S... kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY 5.45, 8 og 10.20 VIT427 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45 og 10.20 VIT 445 FRÉTTIR AF FÓLKI SJÓNVARP „Þetta er í fyrsta skipti sem unglingaþáttur í Ríkissjón- varpinu kemst inn á annað tíma- bil,“ segir Vilhelm Anton Jóns- son, eða Villi eins og hann er kallaður, um þáttinn „At“ sem hann stjórnar ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. „Hann Markús hlýtur að vera að fíla þetta í tætl- ur. Það er náttúrulega frábært að vera boðið að koma aftur.“ Þátturinn verður á dagskrá á miðvikudagskvöldum í vetur og segir Villi að áhorfendur megi búast við nokkrum breytingum á þættinum frá síðasta vetri. „Við ætlum að gera meira af því sem var skemmtilegt í fyrra og minna af því sem var leiðinlegt. Við verðum áfram í samstarfi við framhaldsskólana en á öðr- um forsendum. Við förum ekki í alla framhaldsskóla bara til þess að fara í þá. Við förum bara ef það er eitthvað um að vera. Þátt- urinn er orðinn hrárri og óhe- flaðri. Það var tekin ákvörðun um það í haust að hafa þáttinn meira lifandi. Við viljum ekki hengja okkur í staðlaðar „sam- skandínavískri“ ríkismynda- töku.“ Í vetur verður tekið upp á þeirri nýjung að fylgjast með fólki í hinum ýmsum störfum, undarlegum eða hversdagsleg- um. „En þetta er enn þáttur með tónlistarviðtölum, rokki & róli, tölvum og félagslífi.“ Villi segist vera sérstaklega stoltur af þættinum sem fer í loftið annað kvöld. „Ég mun miða alla þætti eftir þetta við það að reyna að toppa hann. Það verður viðtal við Snorra Ásmundsson, sem var í framboði í Vinstri- hægri snú flokknum í síðustu kosningum. Ég veit ekki hvort allir hafa jafn gaman af því og ég. Svo hitti ég fullan Skota í miðbænum. Hann sagði mér í rigningu á Ingólfstorgi allt um íslenskar konur og sekkjapípur. Svo verður aðeins fjallað um Airwaves hátíðina.“ Sjálfur verður Villi þátttak- andi Airwaves hátíðarinnar í ár því hljómsveit hans 200 þúsund Naglbítar brettir upp ermarnar eftir hlé og leikur á Grand Rokk á föstudagskvöld. Naglbítarnir stefna svo á plötu næsta vor. biggi@frettabladid.is Allt um íslenskar konur og sekkjapípur Sjónvarpsþátturinn „At“ snéri aftur á dagskrá RÚV í síðustu viku eftir sumarfrí. Enn eru það Vilhelm Anton Jónsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjá um þáttinn. kl. 10 FILMUNDUR BATTLE ROYALE AT Villi og Sigrún eru and- lit unga fólksins í Ríkis- sjónvarpinu. Slíkt vill oft enda með fram- boði á seinni árum. „Ég get nú alveg glatt fólk með því að ég er ekki á leiðinni í fram- boð,“ segir Villi. „Þó að ég eigi meira erindi inn á þing en margir sem eru þar núna. Er það líka ekki þan- nig að allir sem eru ungir og efni- legir bíða með framboð þangað til að þeir eru orðnir gamlir og leið- inlegir?“ Rokkhljómsveitin Muse íhugarnú að lögsækja söngkonuna Celine Dion. Ástæðan er sú að hún kaus að kalla sýningu sína í Las Vegas nafni sveitarinnar. Muse á einkarétt á nafninu í skemmtanaiðnaðinum og virðast staðráðnir í því að stöðva nafna- val kanadísku söngkonunnar. Dion á að hafa boðið sveitinni 32 þúsund pund (rúmlega 4,3 millj- ónir) fyrir að fá að nota nafnið sem sveitin af- þakkaði. Söngvari sveitarinnar seg- ir að talsmenn Dion hafi tilkynnt sér að söngkonan væri staðráðin í því að nota nafn- ið, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Eins og Bugs Bunny myndi orða það; „Of course you know, this means war!“. Breska sjónvarpsstöðin ITV1hefur þurft að taka við fjöl- da kvartanna frá reiðum sjón- varpsáhorfendum vegna kossa- atriðis tveggja karlmanna. Atrið- ið átti sér stað í The Bill, sem er vinsæl sápuópera í Bretlandi. Sumir þeirra sem hringdu kvört- uðu yfir því að þátturinn væri sýndur á þannig tíma að börn gætu hafa verið að horfa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI kl. 6, 8 og 10FÁLKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.