Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 FÓTBOLTI Arsenalklúbburinn á Ís- land á 20 ára afmæli í dag. Það var þann 15. október árið 1982 sem fé- lagarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson stofnuðu klúbbinn. Í dag eru félagsmenn 1720 talsins og fer þeim jafnt og þétt fjölgandi. Hefur klúbburinn meðal annars staðið fyrir 30 hóp- ferðum á Arsenal-leiki. Næstkom- andi laugardag klukkan 14 verður sérstök afmælishátíð haldin á Súlnasal Hótels Sögu þar sem haldið verður upp á áfangann með pompi og prakt.  Arsenalklúbburinn 20 ára í dag: Um 1700 félags- menn á landinu ÁHANGENDUR Íslenskir áhangendur Arsenal fagna bikar- meistaratitli félagsins síðastliðið vor. Mynd- in er tekin úr fréttablaði sem Arsenal- klúbburinn sendir til félagsmanna sinna. FÓTBOLTI „Ég held við verðum að átta okkur á því að Litháar eru ekki með lélegt landslið. Við verð- um að bera fulla virðingu fyrir þeim og ná betri leik en við lékum síðast,“ segir Logi Ólafsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu og núverandi aðstoðar- þjálfari hjá Lilleström í Noregi, um leikinn gegn Litháum á mið- vikudag. „Ég ætla engum íslensk- um leikmanni það að hafa ekki lagt sig fram á móti Skotum. Liðið náði bara ekki upp réttum takti.“ Loga finnst skrýtið hvernig staðið sé á bak við landsliðið hér heima og segir að því verði að breyta. „Skotarnir biðu til dæmis af- hroð í Færeyjum en samt standa áhangendur liðsins og pressan með þeim í hvívetna. Í Noregi og á Norðurlöndunum standa menn þétt við bakið á sínum landsliðum. Það logar hins vegar allt í illdeil- um heima löngu áður en leikurinn hefst.“ Logi segir að gagnrýnin verði að vera málefnaleg og ekki sé hægt að ætlast til að landsliðsþjálfari stilli upp öðru liði en því sem honum líður best með. „Þjálfari setur alltaf það lið inn á völlinn sem hann tel- ur að muni vinna leik- inn. Þess vegna vill ég hvetja menn til að standa þétt við bakið á honum og landslið- inu. Það er það sem við þurfum á að halda ef við ætlum að verða eitthvað í fótboltan- um. Við höfum ekki efni á því að standa í einhverjum illdeilum. Eftir síðasta leik finnst mér eins og Ís- lendingar fari á völl- inn til að finna fjóra til fimm leikmenn og þjálfarann og tala illa um þá eftir á í stað þess að njóta þess sem fyrir augu ber. Þó verð ég að viðurkenna að það var ekki margt sem gladdi augað í leiknum á laugardag.“ Logi telur að þrátt fyrir úrslit- in gegn Skotum sé það ákveðin huggun að þeir hafi tapað tveimur stigum gegn Færeyingum. „Ís- lenska landsliðið getur enn náð markmiði sínu.“ kristjan@frettabladid.is LUNDÚNIR,AP Réttarhöld enska knattspyrnusambandsins yfir Roy Keane, leikmanni Manchester United, fara fram í dag vegna um- mæla kappans í sjálfsævisögu sinni. Þar sagðist hann hafa meitt Alf Inge Haaland, leikmann Manchester City, viljandi í leik liðanna í úrvalsdeildinni á síðasta ári. Keane var fyrir vikið ákærð- ur af knattspyrnusambandinu fyrir að illt hafi vakið fyrir honum með tæklingunni og fyrir að hafa hagnast á atvikinu í bók sinni. Haaland hafði reitt Keane til reiði þremur árum áður er hann sagði Keane hafa gert meira úr meiðslum sínum en þörf var á í leik Manchester United og Leeds, sem Haaland lék þá með. Talið er að Keane segi við réttarhöldin að hann hafi ekki ætlað að meiða Haaland þrátt fyrir það sem kem- ur fram í bókinni. Þar sagði: „Ég beið í um 180 mínútur eftir Alfie, í þrjú ár ef þú lítur þannig á það. Ég hafði beðið nógu lengi. Ég fór harkalega í hann. Boltinn var þarna (held ég). Hafðu þetta.“  Roy Keane, leikmaður Manchester United: Réttarhöld haldin í dag KEANE Roy Keane á yfir höfði sér allt að átta leikja bann, verði hann fundinn sekur. Þriðjudag og miðvikudag kl. 15-19 Gengið inn að utan baka til við hliðina á Flugleiðum Kringlunni Lagersala 60-90% afsláttur 13 LOGI ÓLAFSSON Starfar nú sem aðstoðarþjálfari hjá Lilleström í Noregi. Hann segir Lit- háa með teknískt lið og að bera verði virðingu fyrir liðinu. „Leikurinn er alls ekki unninn fyrirfram.“ Þurfum að standa þétt við bakið á landsliðinu Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að Íslendingar verði að standa við bakið á landsliðinu og þjálfaranum. Hann segir landsliðið enn geta náð markmiði sínu. Í BARÁTTUNNI Logi Ólafsson segir að Íslendingar hafi aldrei fundið taktinn í leiknum við Skota. Hann varar þó við landsliði Litháen og segir að það sé ekki fyrirfram unninn leikur. Ísland mætir Litháen á miðvikudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.