Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 MR. DEEDS kl. 5.50 og 8 HABLE CON ELLA kl. 8 og 10.10 K19 kl. 10.10 Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50 SÍMI 553 2075 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 6 MR. DEEDS kl. 8 og 10 AUSTIN POWERS kl. 6Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 SERVING SARA 8 og 10.15 VIT435 MAX KEEBLE’S kl. 4, 5 og 6 VIT441 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 441 Sýnd kl. 6.50 og 9 VIT 433 kl. 5.30 101 BÍÓFÉLAGIÐ BEHIND THE SUN Leikkonan og fyrirsætanRebecca Romjin-Stamos, sem meðal annars leikur í X-Men myndunum, þykir afar opinská í blaðaviðtali við tímaritið Jane. Þar sést hún í þröngum gegnsæj- um kjól undir vatnsyfirborði og skilur myndatakan víst lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Í viðtalinu segir hún frá því að hún hafi fyrst notið ásta með kærasta sín- um í Disneylandi og að hún hafi mikinn áhuga á klámmyndum. Hljómsveitin Oasis fær flestarútnefningar til Q verðlaun- anna í ár. Þar á meðal fyrir „besta tónlistarat- riðið í heiminum í dag“. Nánari listi yfir tilnefnda verður birtur á morgun. Richard Ashcroft, fyrrumsöngvari The Verve, segist ætla að hljóðrita nýja plötu snem- ma á næsta ári þrátt fyrir að önn- ur sólóplata hans sé væntanleg í búðir í næstu viku. Nýja platan heitir „Human Conditions“ og er Ashcroft víst undir miklum hip- hop áhrifum á plötunni. Sérstak- ur gestur plötunnar er strandar- drengurinn Brian Wilson sem syngur með honum í laginu „Nat- ure is not the law“. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i og íslensk fararstjórn. kr. *39.820 á mann í tvíb‡li á Camden Court í tvær nætur 6. desember. Sta›grei›sluver› frá: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí Dublin Nú fer hver a› ver›a sí›astur - fer›ir a› seljast upp Dublin - höfu›borg Írlands er me› líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin og krárnar lífga upp á mi›bæ Dublinar svo um munar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 1 90 20 10 /2 00 2 á frábæru ver›i í haust VR-ávísun Nú getur flú nota› VR-orlofsávísun í fer›ir til Dublinar. Bókunarsta›a á helgarfer›um: 16. okt. 4 nætur 2 sæti laus 25. okt. 3 nætur 20 sæti laus 31. okt. 4 nætur Uppselt 7. nóv. 3 nætur 12 sæti laus 14. nóv. 3 nætur Uppselt 21. nóv. 3 nætur Uppselt 28. nóv. 3 nætur Uppselt 6. des. 2 nætur Aukafer› TÓNLIST Bubbi er mættur enn og afturmeð nýja breiðskífu í farteskinu. Kallast hún „Sól að morgni“ og eins og nafnið gefur til kynna er nokkuð bjart yfir kappanum. Skífan hefst á hinu létta og mjög svo grípandi lagi „Við Gróttu,“ þar sem Bubbi kyrjar hvað eftir annað að jörð- in snúist um sólina. „Klettur í hafi“ er gott lag með flottum hammondleik og „Við tveir“ er lítið og sætt barnalag. Næsta lag, „Hún sefur,“ er stórgott og setur tambúrínan skemmtilegan svip á útkomuna. Á síðari helmingi skífunnar brýst þjóðfélagsgagnrýnandinn Bubbi fram í stað hins persónu- lega Bubba sem leitar inn á við að yrkisefni. Fyrir vikið næst ekki alveg upp sama stemningin og áður. Það er ekki fyrr en í næstsíðasta laginu „Skjól hjá mér þú átt,“ þegar Bubbi fer að fjalla aftur um sjálfan sig, sem birtan og gleðin heldur áfram sem frá var horfið. „Kveðja“ er síðan fallegt lokalag þar sem Kammerkór Langholtskirkju hífir lagið upp til hæstu hæða. Bubbi sannar á „Sól að morgni“ að hann kann enn að semja góð popplög með fínum textum. Þrátt fyrir að hér sé ekki margt nýtt á ferðinni er þetta fyrirtaksskífa. Það vantar hins vegar herslumuninn upp á að hún sé frábær. Freyr Bjarnason BUBBI: Sól að morgni Bjart yfir Bubba TÓNLIST Söngvari rokksveitar- innar System of a Down, Serj Tankian, hefur stofnað sitt eig- ið útgáfufyrirtæki. Það mun starfa sjálfstætt en undir hatti Columbia Records. Sjálfir eru System of a Down á samningi hjá American sem er undirfyr- irtæki Sony. Nýja fyrirtækið heitir Serj- ical Strike og eru þrjár útgáfur fyrirhugaðar á næsta ári. Það eru frumraunir Los Angeles sveitanna Bad Acid Trip, Kittens For Christian og Slow Motion Reign. „Engin þessara sveita hljómar eins og hin eða nein önn- ur,“ sagði Tankian í viðtali við NME. „Þess vegna finnst mér þær áhugaverðar. Mér finnst skemmti- legt þegar útgáfufyrirtæki bjóða fram tónlist sem ekki er endilega hægt að negla niður í einn flokk.“ Frumlegheitin fá því greinilega að njóta sín til fullnustu.  Serj Tankian, söngvari System of a Down: Stofnar útgáfufyrirtæki SYSTEM OF A DOWN Söngvarinn Serj Tankian er líklega með augu og eyru opin þegar sveitin fer á tón- leikaferðalög. MÓÐIR OG DÓTTIR Sadie Frost yfirgefur spítalann ásamt dótt- ur sinni í síðustu viku. Jude Law: Lögsækir eigendur skemmti- staðar FÓLK Leikarinn Jude Law ætlar að höfða mál gegn eigendum Soho House klúbbsins í London eftir að fjögurra ára gömul dóttir hans gleypti hálfa helsælu sem hún fann á gólfi staðarins fyrir rúmri viku. Stelpan var gestur afmælis- veislu ásamt móður sinni, Sadie Frost. Stúlkan slapp með skrekk- inn en talið er að helsælan hafi lent á gólfinu kvöldið áður en af- mælisveislan var haldin. Vinir þeirra hjóna segja að móðirin hafi ekki sofið dúr síðan um síðustu helgi. Veitingahúsið þarf að end- urnýja skemmtanaleyfi sitt um næstu mánaðamót en ekki er víst að það fái það framlengt eftir at- vikið. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.