Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6
6 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Miklu var til tjaldað þeg- ar sendinefnd Íslendinga mætti í breiðþotu Atlanta á flugvellinum í Sofíu höfuðborg Búlgaríu. Merki f y r i r t æ k j a n n a Pharmaco, Balkan- pharma og Delta, blöstu við prúðbú- inni móttökunefnd í Búlgaríu, þegar for- seti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, gekk frá borði. Með í för voru 180 manns: Fulltrúar viðskipta- lífsins, ráðuneyta og starfsfólk og stjórnarmenn fyrir- tækjanna Delta og Pharmaco. Tilefnið var opnun nýrrar lyfjaverksmiðju Balkanpharma í Dupnitsa rétt utan við höfuðborgina Sofíu. Balkanpharma er dótturfélag Pharmaco í Búlgaríu. Hjá fyrir- tækinu starfa um 5000 manns við framleiðslu samheitalyfja. Fyrir- tækið var áður í eigu búlgarska ríkisins og framleiddi lyf fyrir alla austurblokkina. Almenn ánægja er í Búlgaríu með það hvernig þessi einkavæðing tókst. Pharmaco átti ekki hæsta verðtilboð í verksmiðj- urnar. Framtíðarsýn réði miklu við valið og menn eru á einu máli um það að fyrirtækið hafi staðist þær væntingar sem gerðar voru. Fyrir- tækið er í örum vexti. Björgólfur Thor Björgólfsson segir að stefnt sé að því að fyrirtækið verði millj- arða dollara fyrirtæki. „Við erum kjölfestufjárfestar og við höfum sýnt hvert hlutverk kjölfestufjár- festis er. Það er vera leiðandi í framtíðarsýn og vexti fyrirtæki.“ Skóflustunga var tekin fyrir nýju verksmiðjunni fyrir rétt rúmu ári. Björgólfur Thor segir ánægjulegt hversu vel tímaáætl- anir stóðust. Fyrir hluthafana sé þó ennþá ánægjulegra að fram- kvæmdirnar stóðust fjárhagsáætl- un. Mikið atvinnuleysi Búlgarir eru fátæk þjóð. Meðal- laun opinberra starfsmanna eru um 100 dollarar á mánuði. Einka- geirinn borgar þreföld til fjórföld laun þess opinbera. Atvinnuleysi yfir allt landið er um 17% á lands- vísu. Fyrirtækið á mikið undir því að stjórnmálaástand sé stöðugt og að efnahagsstjórnin sér farsæl. Þar er ekki á vísan að róa. Sala lyfja er háð kaupgetu almenn- ings. Hagspár benda til þess hún fari mjög vaxandi á markaðs- svæðum Balkanpharma. Það er þó háð ytri aðstæðum og hversu vel verður á málum haldið í Búlgaríu og Rússlandi. Mikil seremonía er í kringum opnun verksmiðjunnar. Hún er blessuð í bak og fyrir af búlgörsk- um presti. Hann syngur blessun- arorð sín af innlifun. Inn í miðj- um orðaflaumnum má greina orð sem hljóma kunnuglega: Pharmaco, Balkanpharma og amen. Forsetar þjóðanna fluttu ávörp. Forseti Búlgaríu fagnaði þessum degi og lýsti ánægju sinni með samvinnu þjóðanna. Hann vonaði að heimsókn íslenskra fjármálamanna til landsins myndi skapa fleiri sameiginleg viðskiptatækifæri Íslendinga og Búlgara. Uppskera þjóðanna Ólafur Ragnar Grímsson sagði verksmiðju Balkanpharma dæmi um árangursríkt samstarf þjóð- anna. Útflutningur og þróun lyfja sýndi hvernig þjóðirnar gætu upp- skorið ávexti alþjóðavæðingar. Hann óskaði aðstandendum fyrir- tækjanna til hamingju með árang- ur starfsins. „Það er einnig ósk mín að verkin hér verði ungu fólki sönnun þess hvað hægt er að gera. Hvernig unnt er að sameina ís- lenskar rætur og athafnalíf á heimsvísu.“ Að loknum ræðum klipptu for- setarnir á borða verksmiðjunnar. Við gestum blasti lyfjaverksmiðja sem stenst allar ströngustu gæða- kröfur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Íslendingar tóku við verksmiðjunum. Mörg vanda- mál hafa verið leyst og starfsemin er á hraðri leið til nútímans. Starfstúlka Balkanpharma hristir höfuðið aðspurð um hvort þetta sé gott fyrirtæki. Búlgarnir hrista höfuðið þegar þeir segja já, en kinka kolli þegar þeir segja nei. Björgólfur Thor segir þessa ólíku líkamstjáningu vissulega hafa skapað vandamál. Kannski erfið- asta vandamálið í byrjun. Íslend- ingar og Búlgarar eru óðum að kynnast og gengi Balkanpharma skýrt merki um þá jákvæðu þróun. haflidi@frettabladid.is Kjölfestufjárfestar fagna búlgarskri verksmiðju Forseti Íslands og fulltrúar sameinaðra fyrirtækja Pharmaco og Delta fögnuðu nýrri verksmiðju dótturfélagsins Balkanpharma. Verksmiðjan reis á mettíma og stóðst allar áætlanir. Fimm þús- und manns vinna hjá Pharmaco í Búlgaríu. Búlgarar segja kaup Íslendinga dæmi um velheppn- aða einkavæðingu. ÓLAFUR RAGNAR, DORRIT OG BJÖRGÓLFUR Stjórnendur Pharmaco buðu miklum fjölda fólks úr stjórnsýslu, viðskiptum og fjölmiðlum að vera við opnun nýrrar verksmiðju fyrirtækisins. Þeirra á meðal voru forsetar beggja landa. Hér ræðir Björgólfur við Ólaf Ragnar. Ólafur Ragnar Grímsson sagði verk- smiðju Balkanpharma dæmi um ár- angursríkt samstarf þjóð- anna. Útflutn- ingur og þró- un lyfja sýndi hvernig þjóð- irnar gætu uppskorið ávexti alþjóða- væðingar. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin Ekki missa af 37.995kr. 42.120kr. 25. október - 3 nætur Sta›grei›sluver› frá á mann í tvíb‡li á hótel Ormond Quay 6. desember - 2 nætur Sta›grei›sluver› frá á mann í tvíb‡li á hótel Paramount Innifalilð: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. HVALVEIÐAR „Það varð grafarþögn í salnum þegar niðurstaðan lá fyr- ir. Það mátti heyra saumnál detta, menn voru mjög hlessa. Svíar báðu loks um orðið og síðan komu þeir hver á fætur öðrum, okkar andstæðingar, viður- kenndu ósigur sinn en lýstu jafn- framt yfir því að þeir myndu mótmæla fyrirvara Íslands ein- hliða,“ sagði Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkis- ráðuneytinu og fulltrúi í Íslensku sendinefndinni. Hann segir að niðurstaðan um aðild Íslands að Alþjóðahval- veiðiráðinu hafi loks náðst eftir sex klukkustunda þref um hvern- ig afgreiða ætti ný aðildarskjöl Íslendinga. „Framan af leit út fyrir að enn ætti að brjóta reglur um máls- meðferð líkt og í vor. Við höfðum eftir fundahöld með sænskum embættismönnum búið þannig um hnútana að svíar ætluðu að tryggja rétta málsmeðferð á þessum fundi. Hins vegar gerist það að formaður ráðsins, Svíinn Bo Fernholm, fer ekki eftir sænskum fyrirmælum og leggur fram tillögu um að áheyrnaraðild Ísland verði staðfest. Félagar hans í ráðinu reyndu að fá hann ofan af því, án árangurs. Það kom því til atkvæðagreiðslu þar sem tillagan var felld með 19 atkvæð- um gegn 18. Svíar greiddu auk annarra atkvæði gegn tillögunni, snerust þannig á sveif með okkur og bættu fyrir þessa framkomu formannsins, sem enn einu sinni neitaði að hlýða fyrirmælum frá Stokkhólmi,“ sagði Tómas Heið- ar.  Tómas H. Heiðar á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins: Grafarþögn á fundarstað þegar ljóst var að Ísland væri orðnn aðili á ný Egilsstaðaflug: Bærinn borgi 666 þúsund SVEITARSTJÓRNIR Ferðarskrifstofa Austurlands hefur sent Austur- Héraði 666 þúsund króna reikning vegna ábyrgðar sveitarfélagsins á millilandaflugi milli Egilsstaða og Dusseldorf. Eins og áður hefur komið fram gengust heimamenn á Héraði, op- inberir aðilar, fyrirtæki og ein- staklingar, alls í ábyrgð fyrir sölu 500 sæta frá Egilsstöðum í sumar. Aðeins 332 sæti seldust í þrettán ferðum. Óseld sæti voru því 168. Fyrir þau þurfa Héraðsbúar að greiða tæpar 4,2 milljónir, sveit- arfélagið þar af áðurnefndar 666 þúsund krónur.  VERKSMIÐJAN BLESSUÐ AF BÚLGÖRSKUM PRESTI Siður er að prestar blessi nýjar byggingar. Þessi söng verksmiðjunni til blessunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.