Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 12
12 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS INNLENT Áfyrsti níu mánuðum þessa árstapaði deCODE, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, 10 millj- örðum íslenskra króna. Mest af tap- inu lagðist á þriðja ársfjórðung; frá júlí og fram í sept- ember. Þótt upp- gjör félagsins sé flókið er samt óhætt að draga þá ályktun að mikið tap fyrirtækisins fari vaxandi. Hver mánuður bætir gráu ofan á svart. deCODE tapar um 2 millj- örðum á mánuði þessa dagana; það gera um 95 milljónir hvern virkan dag; tæpar 12 milljónir hverja klukkustund af átta stunda vinnu- degi. Tæpar 35 milljónir fyrir há- degi í dag. Þetta er sorgleg staða. Ekki síst í ljósi þeirra væntinga sem lands- menn báru til þessa fyrirtækis. Og gera sumir enn. Samkvæmt nýlegri könnun myndu um 5 prósent Íslend- inga kaupa hlutabréf í deCODE ef þeir fengju eina milljón til að fjár- festa á markaði. Ef þessum hópi, um 10.000 fjárráða Íslendingum, yrði að ósk sinni og fengi eina millj- ón í dag myndi de CODE geta selt 10 milljarða króna af nýju hlutafé. Það myndi duga til rekstrar í níu mán- uði með sama tapi og verið hefur á þessu ári. En auðvitað munu 10 þúsund fjárráða Íslendingar ekki fá milljón hver til að leika sér með á hluta- bréfamarkaði. Það er kannski þess vegna sem ríkisstjórnin hefur aflað heimildar frá Alþingi til að ábyrgj- ast fyrir hönd ríkissjóðs og skatt- borgara allt að 20 milljarða lán til deCODE. Sú upphæð jafngildir því að 10 prósent fjárráða einstaklinga myndu kaupa hlut í félaginu fyrir eina milljón hver. Og þessi upphæð dugir til 18 mánaða reksturs með sambærilegu tapi og verið hefur á þessu ári. Þegar stjórnvöld taka ákvarðan- ir þurfa þau sífellt að vikta saman hagsmuni. Í tilfelli ríkisábyrgðar til deCODE þarf að bera saman hags- muni skattborgara, sem gætu þurft að borga sem nemur 100 þúsund krónum á hvern fjárráða Íslending, á móti hagsmunum starfsmanna og eigenda deCODE við að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Meta þarf lík- ur á því að ábyrgðin falli á ríkissjóð og hvort hún geti tryggt áframhald- andi rekstur félagsins. Er verjandi að ráðstafa 100 þúsund krónum frá hverjum fjárráða Íslendingi til að tryggja rekstur deCODE í 18 mán- uði? Þetta er spurningin sem níu mánaða uppgjör deCODE skilur eft- ir á borði ráðherranna. Og ef félag- ið verður jafn fjárþurfi eftir 18 mánuði, ætlar ríkisstjórnin þá að hlaupa aftur undir bagga?  Hver mánuður bætir gráu ofan á svart. deCode tapar um 2 milljörð- um á mánuði þessa dagana. 20 milljarðar í 18 mánaða rekstur skrifar um tap deCODE það sem af er þessu ári og 20 milljarða ríkisábyrgð til fyrirtækisins sem vofir yfir skattborgurum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Af öllum þeim gjöldum sem ríkið innheimtir á Íslandi eru tollar af innfluttum vörum skaðlegastir. Tollar valda verðhækkunum, eru neyslustýrandi og skattgreiðendur eru lítt meðvitaðir um þá. Því á að afnema alla tolla, vörugjöld og innflutningsgjöld á næstu 4 - 8 árum og draga um leið úr styrkjum til íslensks landbúnaðar svo ekki þurfi að auka álögur á almenning vegna þessa. • Enga tvísköttun Leggja á niður bæði eignaskatt og erfðafjárskatt. Tollar eru tímaskekkja! Guðrún Inga í 9. sætið! Ný rödd, nýr styrkur –fyrir Sjálfstæðisflokkinn www.gudruninga.net – www.tikin.is • Burt með tollana Grímulaus Framsóknar- flokkur Albert Jensen skrifar: Allt er í heiminum hverfult,nema ef vera skyldi Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokkur í ríkis- stjórn Íslendinga. Útséð er um að hægt verði að losna við Framsókn- arflokkinn á meðan landsmenn sjá ekki vandræðin sem af honum stafa. Lífsmáti þjóðarinnar er flokknum hagstæður meðan hluti hennar er önnum kafinn við að njóta og hinn að þrauka.. Framsóknarflokkurinn er mikil byrði á íslensku þjóðinni og hefur verið lengi og það án þess að alþýð- an skilji hvernig honum tekst að hanga svona á henni. Kannski eru þetta bara forn álög gerð til að reyna hana. Dulbúin ritskoðun fjöl- miðla bjargar flokknum frá að fá það sem hann á skilið. Hann ber með hinum íhalds- flokknum alla ábyrgð á fólksflótta úr sjávarplássum, en ógeðfelldustu lög um nýtingu sjávar sem gerð hafa verið eru undan hans rótum runnin. Sjómenn mega ekki lengur róa á nálæg mið en togarar fá að skrapa landgrunnið. Fyrir utan að vilja nú setja mik- ilvægustu mál okkar á vald útlend- inga berst formaður flokksins fyr- ir hagsmunum erlendra álfursta á kostnað lands okkar. Víst er að Reykvíkingar þurfa að biðja Guð að hjálpa sér komist Halldór Ás- grímsson á þing fyrir þá.  Keisaraskurðir: Tíðni fimm- faldast HEILBRIGÐISMÁL Tíðni keisara- skurða hefur rúmlega fimmfald- ast á þremur áratugum. Við upp- haf áttunda áratugarins kom inn- an við þrítugasta hvert barn í heiminn með keisaraskurði en á síðasta ári var svo komið að sjötta hvert barn fæddist með keisaraskurði. Fjöldi keisaraskurða hefur hækkað úr rúmlega hundrað ár hvert fyrir 30 árum síðan í um það bil sjö hundruð ár hvert í kringum aldamót, að því er fram kemur í svari Jón Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Svanfríðar Jónasdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur.  90.000 TONN Á LAND Í OKTÓBER Alls bárust nær 90.000 tonn á land í síðasta mánuði. Það er tæpum níu þúsund tonnum minna en árið áður. Botnfiskafl- inn eykst lítillega milli ára, var rúm 41.000 tonn í síðasta mán- uði. Alls hafa tæpar tvær millj- ónir tonna borist á land. DECODE-GENGI ÓBREYTT Gengi hlutabréfa í deCODE breyttist ekki á Nasdaq-markaðnum á föstudag þrátt fyrir upplýsingar sem birtar voru á fimmtudag um tíu milljarða tap hjá fyrirtæk- inu. Heimilislæknar eldast Árið 1987 var einn sérfræðingur í heimilislækningum á aldrinum 50-54 ára en nú eru þeir 45. Þórir Kolbeinsson segir áhyggjuefni fyrir landsbyggðina að um leið og gæti fækkunar í stéttinni fjölgi konum, sem séu ekki eins fúsar að standa vaktir og flytja út á land. HEILBRIGÐISMÁL Meðalaldur heimil- islækna fer ört hækkandi. Á síð- ustu fjórtán árum hefur meðalald- ur þeirra hækkað úr 30 árum í 54 ár, eða um 24 ár. Fyrir fjórtán árum var einn starfandi læknir á aldrinum 50-54 ára en nú eru þeir 45. Aðeins tólf heimilislæknar eru á aldrinum 35-39 ára en voru þrjá- tíu árið 1987. Ef fram heldur sem horfir verður minnihluti heimil- islækna undir sex- tugu eftir um það bil fimmtán ár. Ef litið er til aldurs allra starf- andi lækna á Ís- landi kemur í ljós að flestir eru á aldrinum 50-54 ára eða 170, þar af fjórtán konur. Þeim fer síðan ört fjölgandi eftir því sem aldurinn lækkar og hlut- fallslega eru kon- ur flestar á aldrinum 35-39 ára en 47 prósent allra lækna á þeim aldri er konur. Aðeins ein kona er meðal starfandi lækna á aldrinum 65-69 ára. Þórir Kolbeinsson, formaður félags heimilislækna, segir það al- varlegt mál hve nýliðun sé lítil í stéttinni. „Þetta er það sem við höfum bent á og þess vegna er það svo mikilvægt að fá unglækna til að starfa við heimilislækningar. Ef ekki verður breyting á líður stéttin undir lok. Þórir bendir á að reyndir lækn- ar séu að hverfa út. „Enn eitt sem vert er að gefa gaum er að hlutfall kvenna hefur aukist og það hefur sýnt sig að þær hafa meiri áhuga á hlutastörfum. Þær vilja síður vinna á vöktum og það er áhyggjuefni, einkum fyrir lands- byggðina. Þess vegna erum við hættir að tala um þetta sem launa- baráttu heldur réttindabaráttu, því ef unglæknarnir hafa ekki áhuga á starfinu þá fáum við enga lækna. Það er sorglegt, því allar helstu nágrannaþjóðir okkar byggja á heimilislæknum.“ Þórir segir að til að viðhalda núverandi kerfi þurfi tólf unglæknar að hefja nám í heimil- islækningum á ári en undanfarin ár hafa fjórir til sex læknar hafið nám í heimilislækningum ár hvert. bergljot@frettabladid.is LÆKNAR ERU AÐ ELDAST Ef fram heldur sem horfir verður minni- hluti heimilislækna undir sextugu eftir um það bil fimmtán ár. „Þess vegna erum við hættir að tala um þetta sem launabaráttu heldur rétt- indabaráttu, því ef unglæknarnir hafa ekki áhuga á starf- inu þá fáum við enga lækna.“ MEÐALALDUR HEIMILISLÆKNA Aldur 1987 2001 30-34 5 1 35-39 30 12 40-44 20 54 45-49 3 39 50-54 1 45 55-59 0 15 60-64 1 4 65-69 1 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.