Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 18
18 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER hvað? hvar? hvenær? TÓNLEIKAR Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari er kominn til landsins og tekinn við hlutverki Don Basilios í Rakaranum í Sevilla. Kristinn heldur líka tón- leika í Salnum í kvöld. „Þetta eru kynningartónleikar fyrir disk sem er að koma út, blanda af ís- lenskum og erlendum lögum,“ segir Kristinn. Hann er annars að syngja í Covent Garden í London. „Ég er búinn að vera hér í rúman mánuð og er að syngja í Meistara- söngvurunum eftir Wagner, en kem til Íslands í hléi milli sýninga í London. Síðasta sýningin þar er 2. desember. Svo fer ég til Parísar að syngja á tónleikum milli jóla og nýárs og þaðan til Bonn. Eftir ára- mót verð ég mestmegnis í París.“ Kristinn segist ekki stunda menn- ingarlífið í London af miklum krafti, mest hugsi hann um það sem hann er að gera sjálfur. „En ég kann mjög vel við mig hérna, Bretar eru þægilegt fólk.“ Fjölskylda Kristins er á Ís- landi, eiginkona og tveir synir, en hann segist fá þau oft í heimsókn. „Þetta venst reyndar aldrei al- veg, en maður verður að sætta sig við ýmislegt ef maður ætlar að vera í þessu starfi. Ég leigi mér íbúðir með húsgögnum þeg- ar ég er að syngja í erlendum stórborgum. Nú bý ég á Blooms- bury, alveg við British Museum, og er ekki nema tíu mínútur að labba í vinnuna.“ Kristinn segist að öðru leyti ferðast um með neð- anjarðarlestunum. „Ég settist undir stýri í gamla daga þegar ég bjó í sveit í Englandi. Sú reynsla nægir mér alveg, maður var alltaf á vitlausum vegarhelmingi eða uppi á gangstétt,“ segir hann hlæjandi. Hann aftekur með öllu að hann borði egg, beikon og bakaðar baunir í morgunmat og aðspurður hvort best sé að vera þéttur á velli í söngnum segir hann það út- breiddan misskilning. „Þetta er atvinnusjúkdómur, maður borðar aldrei fyrr en eftir sýningar og þá allt of mikið. En það er mikilvægt að vera í góðu formi og fara á lík- amsræktarstöðvarnar þegar tæki- færi gefst.“ Kristinn hlakkar til að koma heim og taka þátt í Rakaranum. „Það er svo yndisleg gróska í söngnum heima, nú eigum við til dæmis á fjórða tug söngvara sem starfa við óperuhús erlendis, sem er ómetanlegt. En mesta framför- in er auðvitað fastráðning söngv- ara við óperuna.“  Kristinn Sigmundsson: Borðar ekki beikon og egg í morgunverð KRISTINN SIGMUNDSSON Kristinn heldur mest upp á hlutverk Philips konungs í óperunni Don Carlo eftir Verdi. „Það er hvort tveggja sem veldur, stórkostleg tónlist og falleg mannlýsing.“ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni BÆKUR Arnaldur Indriðason og Ís- lenska orðabókin bítast um efstu sætin á metsölulistum Pennans- Eymundssonar og Máls og menn- ingar. Arnaldur trónir á toppnum hjá Eymundsson en víkur fyrir orðabókinni hjá M&M. Jón forseti Sigurðsson blandar sér einnig í slaginn hjá M&M og glæpasagna- höfundarnir James Patterson og Viktor A. Ingólfsson renna á blóð- bragðið frá Arnaldi úr 7. og 8. sæti. Vigdís Grímsdóttir er til alls líkleg hjá Eymundsson og Anna Valdimarsdóttir ræktar ástina á báðum vígstöðvum.  Metsölulistarnir: Orð og morð á toppnum 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR (1. TIL 10. NÓVEMBER) ÍSLENSK ORÐABÓK 2002 RÖDDIN Arnaldur Indriðason JÓN SIGURÐSSON Guðjón Friðriksson LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA Anna Valdimarsdóttir KONUR MEÐ EINN.. Ýmsar ARTEMIS FOWL-SAMSÆRIÐ Eoin Colfer FYRSTUR TIL AÐ DEYJA James Patterson FLATEYJARGÁTAN Viktor A. Ingólfsson GALLSTEINAR AFA GISSA Kristín H. Gunnarsdóttir FÁNAR HEIMSINS Siobhán Rya 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI PENNANS/EYMUNDS- SONAR (6. TIL 12. NÓVEMBER) RÖDDIN Arnaldur Indriðason ÍSLENSK ORÐABÓK Mörður Árnason ÚTKALL GEYSIR ER HORFINN Óttar Sveinsson HJARTA, TUNGL... Vigdís Grímsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA Anna Valdimarsdóttir EYÐIMERKURDÖGUN Waris Dirie SÓLARSAGA Sigurbjörg Þrastardóttir SONJA - LÍF OG... Reynir Traustason KONUR MEÐ EINN... Ýmsir höfundar BARIST FYRIR FRELSINU Björn Ingi Hrafnsson FUNDIR 12.00 Júlían M. D’Arcy, dósent í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Að færa mörkin. Íþróttabókmenntir, hvað er það? á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku. 12.15 Séra Hreinn Sk. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar, flytur fyrirlestur í málstofu í guðfræði. Erindið nefnir hann Kristur bak við lás og slá - Veröld fangelsa og þjónusta kirkjunnar. Fyrirlest- urinn fer fram í stofu V í Aðal- byggingu Háskóla Íslands og er öllum opinn. 20.00 Vinstri grænir á Akureyri efna til opins fundar um orkumál og fyrir- hugaðar breytingar á rekstrar- formi Norðurorku í Deiglunni. TÓNLEIKAR 20.00 Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda söngtón- leika í Salnum, Kópavogi, í tilefni af útgáfu disks sem hefur að geyma öll uppáhaldslög þeirra fé- laga. Miðaverð kr. 2.000. SÝNINGAR Myndlistarmaðurinn Hildur Ásgeirs- dóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Sýningin Í sjöunda himni stendur yfir í gallerí Undirheimum, Álafossi, Mosfells- bæ. Þar sýna 7 listakonur vatnslitaverk. Opið er alla daga 12-17 nema miðviku- daga. Sýningin stendur til 24. nóvember. Anna Gunnlaugsdóttir sýnir 365 mynd- verk, unnin á jafnmörgum dögum, í Gallerí Glámi, Laugavegi 26, Grettisgötu megin. Sýningin stendur til 24. nóvem- ber. Guðrún Tryggvadóttir sýnir í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin ber heitið Furðu- dýr í íslenskum þjóðsögum og er sam- sett af myndskreytingum úr samnefndri bók. Sýningin stendur til 30. nóvember. Raisa Kuznetsova, listakona frá Litháen, sýnir rússneskt landslag í Gallery Veru. Sýningin stendur til 17. nóvember og er opin frá 11-18. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 12-18 virka daga en 13-17 um helgar. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Sýning á verkum fjögurra eistneskra listamanna stendur í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Tróndur Patursson frá Færeyjum sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Bjarni Þór Þorvaldsson heldur mynd- listarsýningu í Markaðstorgi, Eddufelli 8. Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla daga frá 13-18.30. Þjóðleikhúsið: Lífinu þrisvar sinnum lýkur LEIKHÚS Sýningum á leikritinu Lífið þrisvar sinnum lýkur á laugardaginn. Þetta er nýjasta leikrit Yasminu Reza og var frumsýnt á Stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu þann 27. september. Verkið fjallar um tvo stjarn- eðlisfræðinga, Henri og Hubert yfirmann hans, og eiginkonur þeirra, lögfræðinginn Soniu og Inès, sem „gerir ekkert, það er að segja fullt“. Leikendur í sýningunni eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurð- ur Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Þýðinguna gerði Kristján Þórður Hrafnsson, Páll Ragnars- son hannaði lýsingu, Snorri Freyr Hilmarsson gerði leik- mynd og búninga og Viðar Egg- ertsson leikstýrði.  ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Fer með eitt aðalhlutverkið í Lífinu þrisvar sinnum sem sýnt verður í síðasta sinn á laugardaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.