Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 23
BERRY Halle Berry fer með hlutverk Jinx í nýjustu James Bond-myndinni. Halle Berry: Finnur til með Winonu KVIKMYNDIR Leikkonan þokkafulla Halle Berry finnur til með kollega sínum, Winonu Ryder, og hefur sent henni bréf þar sem hún styð- ur hana í dómsmálinu sem hún gengur nú í gegnum. Berry lenti sjálf í erfiðu dóms- máli fyrir tveimur árum. Þá var hún ákærð fyrir að aka bíl sínum yfir á rauðu ljósi og klessa síðan á annan bíl á Sunset Boulevard í Los Angeles áður en hún stakk af. Berry slapp við fangelsisvist en þurfti að reiða fram háa sekt og vinna 200 klukkustundir í al- mannaþágu. Berry sagði í nýlegu viðtali að Ryder búi skammt frá sér og því hafi hún ákveðið að senda henni nokkur bréf. „Ég vildi bara segja henni að standa sig í stykkinu og halda haus. Einnig sagði ég henni að þetta yrði allt í lagi, sama hvernig málin myndu þróast.“  LÍMDUR SAMAN? Michael Jackson mætti fyrir rétt í Santa Barbara í síðustu viku. Þar er hann sakað- ur um að hafa svikist um að spila á tón- leikum. Útlit kappans hefur oft verið milli tannanna á fólki og spurning hvort hann sé farinn að líma aftur á sér nefið, sem er varla hans eigið lengur. Bresk ungmenni: Vilja prófa smokka LONDON Breskir stúdentar brugð- ust vel við þegar smokkafyrirtæki auglýsti eftir ungu fólki til að „prufukeyra“ smokka fyrirtækis- ins. Tíu þúsund ungmenni hafa þeg- ar sótt um, en í umsókninni þurfti fólk að svara afar persónulegum spurningum. Aðeins hundrað verða ráðnir. Ungmennin fá 100 pund fyrir framlagið, sem felst í að prófa allar tegundir smokka sem fyrirtækið framleiðir og fylla í framhaldi af því út ítarlegan spurningalista um yndisleik vör- unnar. „Við erum í skýjunum yfir viðbrögðunum,“ sagði talsmaður fyrirtækisins, Victoria Wells. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að fara út í smáatriði þegar það er spurt persónulegra spurninga, og það verður ekki auðvelt að velja hina hundrað heppnu.“  23MÁNUDAGUR 18. nóvember 2002 Danny DeVito, Helena BonhamCarter og Steve Buscemi eru að leggja lokahönd á samning um að leika í nýrri ævintýramynd. Myndin heitir „Big Fish“ og verður leikstýrt af Tim Burton. Meðal annarra sem leika í myndinni eru Ewan McGregor, Albert Finney, Billy Crudup og Jessica Lange. Upptök- ur hefjast í byrjun næsta árs. Bandarískur vísindamaðurskýrði áður óþekkta maura- tegund eftir uppáhaldsleikara sín- um, Harrison Ford. Nafn maura- tegundarinnar er, og verður því, Peidole harrisonfordi. Vísinda- maðurinn, sem vinnur á rann- sóknastofu Harvard, skýrði einnig maurategund eftir yfirmanni Intel og eiginkonu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.