Fréttablaðið - 18.11.2002, Page 24

Fréttablaðið - 18.11.2002, Page 24
24 18. nóvember 2002 MÁNUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? TÓNLISTARLÍF Helga Þórarinsdóttir víóluleikari skellihlær. „Ja, ég get að minnsta kosti svarað fyrir strengina, en þar sitja tveir og tveir saman og það er ráðið sér- staklega á fyrsta púltið. Annar er kallaður „leiðar- inn“ og er með hæsta kaupið. Hinn er það sem við köllum upp- færslumann og hann er líka með svolítið hærra kaup en þeir sem eru „túttí“, eða óbreyttir. „Túttí“ skipta reyndar um sæti í hverri viku, bæði af því það er erfitt og ekki síður leiðin- legt að sitja alltaf aftast,“ segir Helga og bætir við að hart sé barist um stólana. „Fólk þarf auðvitað að vera mjög hæfileikaríkt til að komast svona langt með hljóðfærið sitt. Stundum heyrist talað um að mik- ill klíkuskapur sé í gangi við ráðningar en það er ekki rétt. Sá sem sækir um spilar á bak við tjald og enginn veit hver hann er. Dómnefnd, skipuð öllum „leiður- um“ í strengjunum, svo og þrem- ur úr grúppunni sem verið er að ráða í, hlustar á leikinn. Yfirleitt er dómnefndin mjög sammála. Og þetta á algjörlega að koma í veg fyrir klíkuskap, það hafa all- ir sömu tækifæri,“ segir hún með áherslu. Hljómsveitin æfir á hverjum degi frá klukkan 9.30 og þá eru flestir búnir að hita sig upp heima. „Það eru engin æfingaher- bergi í Háskólabíói, þannig að við hlökkum ofboðslega til að fá okk- ar eigið heimili.“ En hversu klár eruð þið? „Nokkuð klár,“ segir Helga bros- andi. „Við getum fengið nóturnar einni eða tveimur vikum fyrir fram. Þá kíkjum við á þetta heima því það er bundið inn í vinnutímann að æfa sig heima. Strax á fyrstu æfingu hljóma verk mjög þokkalega, svo þarf bara að fínpússa. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur um að fólk sé fljótt að lesa,“ segir Helga og á þá að sjálfsögðu við nóturnar. Helga segir félagslífið innan hljómsveitarinnar skemmtilegt og meðlimi sveitarinnar yndis- legt fólk upp til hópa. „Þó alltaf sé gríðarleg samkeppni í músíkinni eru menn góðir vinir. Gagnrýnin kemur bæði utan frá en ekki síst innan frá og hljóðfæraleikarar gagnrýna sig mest sjálfir. En inn- byrðis erum við góðir vinir og slöppum af saman eftir tónleika. Félagsstarfið felst kannski aðal- lega í því að fólk tekur sig saman og spilar saman í hópum, fer í ferðalög og gerir eitthvað skemmtilegt. En það er ekki mik- ið um partíhald.“ Helga rifjar upp liðna tíma og ferðalög áður fyrr og segir að þá hafi kannski verið meira stuð. Helga segir sviðsframkomu hafa komið til umræðu innan sveitarinnar, en aftekur að sá sem hreyfi sig mikið sé endilega betri músíkant. „Við fengum um daginn leikstjóra til að koma og ræða við okkur um sviðsfram- komu og honum fannst reyndar að við værum ekki nógu meðvit- uð um að verið væri að horfa á okkur líka. Hljómsveitin hefur fengið orð á sig fyrir að vera stirðbusaleg, en það er heldur ekki hægt að fólk sitji allan tím- ann skælbrosandi og sé ofboðs- lega gervilegt. Þetta þarf að vera í fínu jafnvægi.“ edda@frettabladid.is Áhugamanni á sinfóníutónleikum fýsir að vita allt mögulegt. Af hver- ju eru til dæmis alltaf þeir sömu fremst? Hversu langan tíma tekur að læra verkin? Og af hverju eru sumir eins og trédrumbar á sviðinu meðan aðrir sýna gríðarlegar tilfinningar í flutningnum? HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR Æfingar hljómsveitarinnar eru fyrir hádegi á virkum dögum en hljóðfæraleikarar þurfa að sjálfsögðu að æfa heima líka. Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður á Vikunni. Ég var að ljúka við að lesa nýja bók eftir Gerði Kristnýju, Marta smarta heitir hún og er barnabók. Mér fannst hún mjög fyndin og vel skrifuð. Gerður er mikill húmoristi og það skín í gegn í bókinni. „Það er heldur ekki hægt að fólk sitji allan tímann skæl- brosandi og sé ofboðslega gervilegt. Þetta þarf að vera í fínu jafnvægi.“                !"#   $!%&!&  '()#"*& &+!&,#$ -!&#% - !"#                   !        !      "   . /. 012  .   . 3 012  4 #!$% &   #$  % & 012 56 '(  )* ( 012 5 /3 +  , -   ( 012  '  . ( 012   '     ( 012 / 47 '  /   ( 012 3 43 '  0   ( 012  7/5 ' ()*+ ,-     ( ) *+  , -      7 012 3 5// Hvaða bók ert þú að lesa? Jón Böðvarsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar: Á stóran þátt í að opna heim Íslendingasagna VERÐLAUN Jón Böðvarsson, sagna- maður, fræðiþulur og fyrrver- andi skólastjóri við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, fékk á föstu- dag afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni Dags íslenskrar tungu. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Jón hafi ætíð verið trúr þeirri sannfær- ingu að íslenskar fornsögur ættu brýnt erindi við nútímenn, að sagnalist þeirra höfðaði til allra og að persónur væru lifandi per- sónur. „Þannig hefur hann átt stærri þátt en flestir núlifandi Íslend- ingar í að opna töfrandi heim Ís- lendingasagna fyrir nýjum les- endum, tilgerðarlaust og með sagnagáfuna að vopni.“ Þar kemur jafnframt fram að vettvangur Jóns hafi verið í kennslustofunni. Hann hefur hin síðari ár kennt kvöldnámskeið um íslenskar fornsögur og hafa námskeið hans notið fádæma vin- sælda. Jón hélt síðasta Njálu- námskeið sitt í haust. Jón fékk 500 þúsund krónur í verðlaun og ritsafn Jónasar Hall- grímssonar í skinnbandi. Einnig voru tvær sérstakar viðurkenningar veittar fyrir stuðning við íslenska tungu. Það voru orðabókarverkefnið Íslensk plöntuheiti, rafræn útgáfa, og hagyrðingakvöld Vopnfirðinga, Með íslenskuna að vopni. Í Ís- lenskum plöntuheitum er búið að safna saman öllum heitum á plöntum, bæði þeim sem vaxa hérlendis og erlendis, í rafræna útgáfu á Netinu. Með íslenskuna að vopni hefur verið haldið á menningarhátíð á Vopnafirði frá 1995, þó ekki alveg samfellt.  JÓN BÖÐVARSSON Sagnamaður, fræðiþulur og fyrrverandi skólastjóri við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fékk á föstudag afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni Dags íslenskrar tungu. Leikstjóri leiðbeinir um sviðsframkomu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.