Fréttablaðið - 18.11.2002, Side 27

Fréttablaðið - 18.11.2002, Side 27
MÁNUDAGUR 18. nóvember 2002 Rithöfundurinn J.K. Rowling: Lét afturkalla bók um Harry Potter-æðið BÓKMENNTIR Höfundur Harry Pott- er-bókanna, J.K. Rowling, lét fyr- ir helgi fjarlægja bók úr hillum bókabúðanna sem fjallar um æðið í kringum sögupersónu hennar. Ástæðan er sú að kápu bókarinnar þótti svipa of mikið til bókanna sem innihalda ævin- týri galdramannsins unga. Þar af leiðandi taldi Rowling að almenn- ingur gæti haldið að hún sjálf kæmi að einhverju leyti að gerð bókarinnar, sem er ekki raunin. Bókin heitir „The Irresistible Rise of Harry Potter“. Kápan var fjólublá á lit og notað var sama leturgerð og Rowling notar fram- an á bækur sínar. Útgefandi bókarinnar þurfti að eyða um 5.000 pundum, and- virði rúmlega 675 þúsund ísl. kr., í það að afturkalla bókina.  Forsetinn var sárþjáður Sjúkrasaga John F. Kennedy reynist skrautlegri en áður var vitað. Gat ekki klætt sig hjálparlaust í sokka og skó vegna verkja. Tók inn allt að átta tegundir lyfja á dag. NEW YORK, AP John F. Kennedy Bandaríkjaforseti þjáðist af verkjum og ýmsum kvillum, sem ekki hefur verið á almanna vitorði fyrr en nú. Hann tók mikið af lyfj- um, þar á meðal verkjalyf, örvan- di lyf, róandi lyf og svefnlyf. Þetta kemur fram í grein sem Robert Dallek, höfundur ævisögu Kennedys, skrifaði og birtist í des- emberhefti tímaritsins The Atl- antic. Sjálf ævisagan kemur út á næsta ári. Dallek fékk leyfi til þess að skoða læknaskýrslur um Kennedy frá síðustu átta árunum sem hann lifði. Í gögnunum eru meðal ann- ars röntgenmyndir og lyfseðlar. Greinilegt er á þessum gögnum að Kennedy hefur lagt mikið kapp á að leyna veikindum sínum fyrir almenningi. Þetta er þó ekki eins- dæmi, því fleiri forsetar Banda- ríkjanna hafa farið ákaflega dult með sjúkdóma sína. Meðal annars laug Kennedy að fréttamönnum, þegar hann sagðist ekki vera með Addison-sjúkdóm, sem er lífshættulegur sjúkdómur sem hefur slæm áhrif á nýrun. Á almannavitorði var hins vegar að forsetinn var slæmur í baki. Samkvæmt skýrslunum tók Kennedy fjöldann allan af lyfjum, allt upp í átta tegundir á dag. Þar á meðal tók hann ýmist kódein, demerol eða metadon við verkj- um. Hann notaði ritalín, sem er örvandi lyf, og bæði meprobamat og líbríum, sem eru róandi lyf. Þá tók hann barbítúrlyf við svefn- leysi og skjaldkirtilshormón vegna nýrnasjúkdómsins. Enn fremur fékk hann sprautur með gamma globulin, sem er unnið úr blóði, að öllum líkindum til þess að vinna bug á smiti. Dallek segir það hafa komið sér verulega á óvart, hve mikinn líkamlegan sársauka Kennedy hafi átt við að stríða á forsetatíð sinni árin 1962-63. Á hverjum ein- asta degi hafi hann þurft að bera harm sinn í hljóði. Hann gat ekki einu sinni klætt sig hjálparlaust í sokka eða skó vegna verkja í baki.  JOHN F. KENNEDY Forseti Bandaríkjanna var sárþjáður af verkjum á hverjum einasta degi. Hann bar hins vegar harm sinn í hljóði og gleypti pillur af miklum móð. J.K. ROWLING Er greinilega annt um sögupersónu sína, Harry Potter.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.