Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 32
Ein helsta neysluvaran í nútíma-þjóðfélagi er fólk í fjölmiðlum. Það hafa fæstir lengur tíma né af- gangsorku til að umgangast fólk að staðaldri utan vinnunnar og heimilin eru orðin fámenn og tæknivædd. Vinnufólk heyrir sögunni til og hefur verið leyst af hólmi með traktorum og heybindivélum til sveita og ryksugum og þvottavélum í þéttbýl- inu og gamlingjarnir komnir á hæli. Maður er ekki lengur manns gaman, heldur er fjölmiðillinn manns gaman og um allt land sitja kjarnafjölskyld- ur og góna á fjölmiðlafólk sem hefur komið í stað gesta, ferðalanga og flakkara og færir afþreyingu inn á kvöldvökur heimilanna með spjalli, frásögnum, söng eða hljóðfæraslætti. ÞAÐ er að mörgu leyti þægilegt að eiga fjölmiðlafólk í stað vina. Vinátta getur verið erfið og krefjandi. Fjöl- miðlafólkið gerir enga kröfu. Það þarf hvorki að baka né búa um rúm handa því, ekki einu sinni að hita kaffisopa. Það kemur inn á heimilið með bros á vör, stimamjúkt og kurt- eist; það móðgast ekki þótt maður geispi eða dragi ýsur og það er jafn- vel hægt að slökkva á því þegar manni sýnist. ÞAÐ er ekki vandalaust að anna eft- irspurn okkar eftir fjölmiðlafólki. Annars vegar viljum við tilbreytingu og hins vegar erum við íhaldssöm. Það er hentugt rekstrarlega séð að fá alltaf sama stjórnmálafræðinginn til að birtast þegar Evrópumálin ber á góma, landlækni þegar talað er um heilsufar og sjávarútvegsráðherrann til að tala um fisk í staðinn fyrir að grafa upp nýtt og nýtt fólk. Eins er það með viðtalsþætti, best að ræða við fjölmiðlavant fólk og allrabest að ræða við heimaræktað fjölmiðlafólk. Þá fyrst er hægt að tala um sjálf- bæra þróun. ÞESS VEGNA sjáum við aftur og aftur sömu andlitin og heyrum aftur og aftur sömu sjónarmiðin og þess vegna fögnum við því þegar fjöl- miðlastorkurinn kemur með ný sjón- varpsandlit til okkar, andlit sem eru eins og sköpuð til að brosa glaðlega við okkur næstu áratugina. Öll þjóðin fékk á tilfinninguna að hún hefði eignast yndislegan son þegar Gísli Marteinn birtist einn góðan veður- dag. Það var eins og skyndilega hefði komið nýtt bragð af Bragakaffinu.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Metsölubækur barnanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S ED D 1 93 99 1 1/ 02 Sagan af furðufugli Falleg myndabók um fugl sem sannarlega er ekki allur þar sem hann er séður. Fyndin og frumleg bók sem gleður augað og tilvalið að eldri systkini skoðimeð þeim yngri. Benedikt búálfur í drekafylgd Ný saga um Benedikt búálf sem allir krakkar þekkja. Hér segir frá æsispennandi ferð Benedikts, Daða dreka og mannsbarnsins Arnars Þórs til drekabyggðarinnar í gjánni miklu þar sem ýmiss konar drekar leika lausum hala. Bráðskemmtileg bók „Skemmtileg og spennandi.“ Alexandra Jónsdóttir, kistan.is „Gallsteinar afa Gissa er bráð- skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri og foreldra þeirra.“ Hildur Loftsdóttir, Mbl. Íslensku barnabókaverðlaunin 2002. „Frásögnin er oft tilfinninga- rík og lífleg á köflum, oft fyndin ... Atburðarrásin er fjölbreytt og vel til þess fallin að hafa ofan af fyrir lesendunum.“ Helga K. Einarsdóttir, Mbl. „Listilega vel gerð“ „Ég mæli með Mörtu smörtu.“ Gunnar Hersveinn, Mbl. „Sagan um Mörtu smörtu er listilega vel gerð ... vel stíluð, fyndin og þrungin mann- eskjulegri hlýju.“ Silja Aðalsteinsdóttir, DV Konungur háloftanna Agnarlítill fjaðralaus dúfu- ungi laumar sér inn í líf fjörugrar fjölskyldu og kemur þeim sannarlega oft á óvart. Lygileg „en sönn“ saga sem Brian Pilkington myndskreytir á sinn ein- stæða hátt. 1. sæti Bóksölukönnun október 2. sæti Penninn/Eymundsson barnabækur, 5. - 12. nóv. 4. sæti Bókabúðir MM barnabækur, 1. - 10. nóv. 3. sæti Bókabúðir MM barnabækur, 1. - 10. nóv. 6. sæti Bókabúðir MM barnabækur, 1. - 10. nóv. www.edda.is Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur 5. sæti Bókabúðir MM barnabækur, 1. - 10. nóv. Sjálfbær þróun Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.