Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 6

Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 6
6 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Í Fátæku fólki segir Tryggvi Emilsson ótrúlega örlagasögu sína í byrjun tuttugustu aldar. Endurútgef in í k i l ju „Óhætt er að fullyrða að æviminningar Tryggva Emilssonar séu með merkustu ævisögum sem gefnar hafa verið út ...“ GÁG Sönn örlagasaga HEILBRIGÐISMÁL Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir ágætt til þess að vita menn geri sér ljóst hvar Ísland er á kortinu og sæki um læknisstöð- ur. Það standi hins vegar ekki til að ráða erlenda lækna að svo komnu máli. „Vitaskuld bíðum við eftir okkar fólki og eigum von á að það komi til baka. Mér sýnist á öllu að læknar séu farnir að ræða við heil- brigðisráðherra. Því er ekki nein ástæða til að vera annað en bjart- sýnn á framhaldið. Ég vona bara að menn horfist í augu og taki skyn- sama stefnu þannig að þessi mál verði fljótlega úr sögunni.“ Konráð segir það hafa verið eðli- leg viðbrögð að leita fyrir sér annað eftir læknum en ekkert verði gert meira af því að svo stöddu. „Við erum ekkert að gefa upp öndina hérna á Suðurnesjum og okkur hef- ur gengið prýðilega að þjóna sjúk- lingum með aðstoð hjúkrunarfræð- inga.“ Konráð staðfesti að umsóknir hafi m.a. borist frá Spáni og kam- bódískum lækni sem býr hérlend- is.  Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á Suðurnesjum: Ekki ráðnir erlendir læknar KONRÁÐ LÚÐVÍKSSON YFIRLÆKNIR Hann segir að beðið verði eftir læknunum sem voru í starfi og ekki hugað að því að ráða erlenda lækna fyrr en ljóst er hvað kemur út úr viðræðum lækna og heilbrigð- isráðaherra. ERLENT BÍLUM FJÖLGAR Í KÍNA Eftir því sem velmegun eykst í Kína fjölgar jafnframt bílum á götunum þar. Á fyrstu níu mán- uðum ársins voru seldir 800.000 bílar í Kína, sem er 47 prósent meira en á sama tíma árið áður. Nú eru nærri tvær milljónir bifreiða skráðar í Pek- ing einni. FRIÐARSAMNINGUR Í ACEH Frið- arsamkomulag verður undirritað þann 9. desember milli stjórn- valda í Indónesíu og uppreisnar- manna í héraðinu Aceh. Upp- reisnarmennirnir hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh í 26 ár. Ekkert stríð í Suðaustur-Asíu hefur staðið jafn lengi. MISFERLI „Þetta er ekki beinn þjófnaður, frekar hitt að maður- inn seldi framhjá kerfinu og losn- aði þannig við greiðslu innflutn- ingsgjalda,“ segir Alfreð Þor- steinsson, forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna, en starfsmanni nefndarinnar á Keflavíkurflug- velli var sagt upp störfum í byrj- un síðasta mánaðar eftir að grun- ur um misferli féll á hann. „Það liggur aðeins einn starfsmaður undir grun og þetta er fyrsta mis- ferlið sem upp kemur hjá Sölu- nefndinni í 50 ára sögu hennar,“ segir Alfreð. Umræddur starfsmaður mun hafa selt tvær bifreiðir og einn tjaldvagn framhjá sölukerfi Varn- arliðseigna og hagnast persónu- lega um upphæð sem nemur inn- flutningsgjöldum á bílunum tveimur og tjaldvagninum. Málið er í rannsókn og enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að um- fang svikanna sé meira en að framan greinir: „Þetta eru ekki stórar upphæð- ir en misferli samt,“ segir Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölunefnd- arinnar, sem lögð verður niður um næstu áramót.  Starfsmanni Sölunefndar varnarliðseigna sagt upp: Seldi bíla og tjaldvagn framhjá kerfinu ALFREÐ ÞORSTEINSSON Fyrsta misferlið í 50 ára sögu Sölunefndarinnar. Síminn og Lína.Net: Ekki ástæða til aðgerða SAMKEPPNI Samkeppnisráð sér ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kvartana sem fyrirtækin Landssíminn og Lína.Net hafa borið upp á hvort annað. Lína.Net kvartaði undan því að Síminn hefði misnotað markaðs- ráðandi aðstöðu sína með því að lækka gagnaflutningsgjöld skömmu eftir að Lína.Net hóf starfsemi sína. Síminn kvartaði hins vegar yfir samningi Línu.Nets og Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur um rekstur skólanets. Samkeppnisráði þótti hvorugt málið gefa ástæðu til aðgerða af sinni hálfu.  Áramót: Skaupið í kassann SJÓNVARP Síðasti tökudagur á Ára- mótaskaupi Ríkissjónvarpsins er í dag. Í framhaldinu fer Skaupið svo í vinnslu og verður sýnt sam- kvæmt venju og hefð á gamlárs- kvöld: „Skaupið hefur alltaf verið klukkutími og er það einnig núna,“ segir Rúnar Gunnarsson, dagskrá- stjóri Sjónvarpsins, sem réð Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmann til verksins í fyrra með glæsileg- um árangri. Þeir ætla að endur- taka leikinn í ár og lofa ekki slak- ari frammistöðu en í fyrra.  AF TÖKUSTAÐ Síðasti tökudagur Áramótaskaupsins er í dag. HITAVEITA Mörgum Hvergerðingn- um brá í brún þegar hann fékk síðasta orkureikninginn inn lúg- una hjá sér. Reikningarnir sýndu margir hverjir áður óþekktar upphæðir í þessum bæ, sem hingað til hefur haft úr svo miklu heitu vatni að moða að vart hefur tekið því að rukka fyrir það. En nú er öldin önnur. Sumir fengu reikn- ing upp á 70 þúsund krónur: „Það er rétt. Margir fengu him- inháa reikninga og skýrist það af nýju dreifikerfi sem við erum að koma upp,“ segir Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðing- ur í Hveragerði. „Áður fyrr var hitinn hér seldur eftir flatarmáli húsa en með nýja kerfinu eru komnir mælar sem gera notend- um að greiða fyrir það vatn sem þeir fá. Heita vatnið rennur ekki lengur viðstöðulaust í gegnum húsin,“ segir hann. Iðnaðarráðuneytið gerði fyrir nokkru athugasemdir vegna fyr- irkomulags á sölu á heitu vatni í Hveragerði þar sem litlu skipti hversu mikið vatn var notað. Í at- hugasemdum ráðuneytisins kom fram að Hvergerðingar ættu að greiða fyrir heitt vatn eftir notk- un eins og aðrir. Í framhaldi af því voru mælarnir settir upp: „Kjarninn í athugasemdunum var sá að ekki ætti að hvetja fólk til að bruðla með verðmæti,“ seg- ir Guðmundur bæjartæknifræð- ingur og nefnir dæmi um íbúa sem aldrei skrúfuðu fyrir ofna og voru jafnvel með sundlaugar í garðinum hjá sér. „Fólk hugsaði ekkert út í kostnaðinn vegna þess að nóg var til. Eini munurinn á hitareikningum hér var sá að eig- endur stórra húsa greiddu hærri reikninga en eigendur smærri húsa. Nýja dreifikerfið með mæl- unum er nú komið í 40 prósent húsa hér og við stefnum að því að ljúka verkinu á næstu 10 árum,“ segir Guðmundur Baldursson. Yfirvöld í Hveragerði hafa brugðist við himinháaum hita- reikningum íbúa með því að bak- færa þá og láta engan greiða meira en 20 prósent álag á fyrri áætlun. Er það von manna að upphæð reikninganna núna verði til þess að íbúar fari að umgangast heita vatnið af meiri virðingu og fari að líta á það sem verðmæti frekar en sjálfsagðan hlut. eir@frettabladid.is Sjóðheitir orkureikn- ingar í Hveragerði Dæmi um 70 þúsund króna hitareikninga eftir að nýir mælar voru settir upp. Sjóðandi vatn rennur ekki lengur óhindrað í gegnum hús. Ráðu- neyti gerði athugasemdir. Hvergerðingar verða nú að greiða fyrir heita vatnið eins og aðrir. HIMINHÁIR REIKNINGAR Háir reikningar fá fólk til að umgangast heita vatnið sem verðmæti frekar en sjálfsagðan hlut. „Heita vatnið rennur ekki lengur viðstöðulaust í gegnum húsin.“ Héraðsdómur Vestfjarða: Dómi snúið við DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt fyrirtækið Höfin sjö réttmætan eiganda Fiskverkunar- húss við Patrekshöfn. Héraðsdóm- ur hafði vísað málinu frá í sumar, en þeim úrskurði var hrundið með dómi Hæstaréttar í september. Höfin sjö keyptu húsið á nauð- ungaruppboði í lok ársins 2001 fyr- ir 11 milljónir króna. Fram- kvæmdastjórinn framseldi síðan boðið til annars aðila vegna erfið- leika með greiðslu. Hann fram- seldi það áfram til Fasteignafé- lagsins Ránar ehf. Deilt var um það hvort framsal framkvæmda- stjórans hefði verið gilt. Stjórn Hafanna sjö taldi svo ekki vera. Héraðsdómur dæmdi Rán til að gefa út afsal fyrir fasteigninni til Hafanna sjö gegn 11 milljóna króna greiðslu ásamt vöxtum.  VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 18 1. 2. 3. Læknadeilan á Suðurnesj- um hefur verið til umfjöllun- ar í fjölmiðlum. Hvað heitir yfirlæknirinn? Þjóðlendumálið hefur kost- að ríkissjóð nokkra upp- hæð, hversu háa? Íbúðalánasjóður hefur fjall- að um mál sem varða gjald- þrot Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi. Hver er forstjóri Íbúðalánasjóðs? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 84.91 -0.25% Sterlingspund 134.79 0.16% Dönsk króna 11.57 0.08% Evra 85.96 0.08% Gengisvístala krónu 128,20 -0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 212 Velta 3.180 m ICEX-15 1.315 0,24% Mestu viðskipti Sjóvá-Almennar hf. 56.180.662 Össur hf. 50.398.350 Búnaðarbanki Íslands hf. 43.526.083 Mesta hækkun Frumherji hf. 10,66% Marel hf. 10,07% Þróunarfélag Íslands hf. 8,57% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -8,68% SÍF hf. -2,50% Íslandssími hf. -2,33% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8455,6 -0,4% Nsdaq*: 1376,7 -1,2% FTSE: 4101,1 -0,4% DAX: 3178,4 -1,2% Nikkei: 8365,3 0,2% S&P*: 896,3 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.