Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 2002 7 Sameining Kaupþings og J.P. Nordiska: Næststærsti bankinn ÚTRÁS Kaupþing er komið langleið- ina með að innbyrða J.P. Nordiska bankann í Svíþjóð. 81,5% hluthafa J.P. Nordiska hafa samþykkt yfir- tökutilboð Kaupþings. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og hún er í samræmi við væntingar okkar,“ segir Guðrún Ingólfsdóttir, forstöðumaður fjárfestingartengsla hjá Kaupþingi. Kaupþing hefur veitt þeim eig- endum bréfa sænska bankans sem ekki hafa enn tekið tilboðinu frest til 29. nóvember. Taki yfir 90% tilboð- inu verður afgangurinn að gera það. Yfirtakan þýðir að Kaupþing er komið í hóp stærstu fyrirtækja landsins. Eignir félagsins eftir sam- einingu verða um 220 milljarðar. Eigið fé verður um 18,5 milljarðar, sem er tveimur milljörðum meira en eigið fé Landsbankans. Markaðsvirði Kaupþings eftir sameininguna miðað við gengi dags- ins er um 28 milljarðar. Kaupþing verður því næststærsti banki lands- ins. Félagið stefnir í kjölfarið á skráningu í Kauphöllinni í Stokk- hólmi í lok mánaðarins. Kaupþing verður áfram skráð í Kauphöll Ís- lands.  RÓM, AP Dómarinn sem dæmdi Giulio Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, til 24 ára fangelsisvistar á sunnudag hefur fengið morðhótanir. Hann er nú undir lögregluvernd allan sólar- hringinn. Andreotti hlaut dóminn fyrir morð á ítölskum blaðamanni, sem framið var árið 1979. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að maf- ían hefði myrt blaðamanninn Mino Pecorelli að undirlagi Andreottis. Fullyrt var við réttarhöldin að Andreotti hefði látið myrða Pecorelli vegna þess að blaðamað- urinn hefði komist á snoðir um upplýsingar sem Andreotti vildi ekki að kæmu fram í dagsljósið. Andreotti hefur jafnan neitað þess- um ásökunum. Pecorelli var þekktur fyrir að gagnrýna stjórnvöld í greinum sín- um, ekki síst fyrir tengsl við mafí- una. Andreotti var stundum nefnd- ur „guðfaðirinn“ í greinum hans. Árið 1999 var Andreotti sýknað- ur af ásökunum um að tengjast morðinu á Pecorelli. Niðurstaða áfrýjunardómstóls kom bæði Andreotti og flestum Ítölum ger- samlega í opna skjöldu. Andreotti hyggst nú áfrýja málinu til æðsta dómstigs Ítalíu. Andreotti var einn helsti stjórn- málamaður Ítalíu allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar og fram á síðasta áratug aldarinnar. Hann var leiðtogi flokks kristilegra demókrata og gegndi sjö sinnum embætti forsætisráðherra. Snemma á síðasta áratug féll stjarna hans, eins og fjölmargra annarra ítalskra stjórnmálamanna, þegar ljóstrað var upp um hvert spilingarmálið á fætur öðru.  STEFNIR Í STÆKKUN 81,5% hluthafa J.P. Nordiska hafa sam- þykkt yfirtökutilboð Kaupþings. Kaupþing verður við það næststærsti banki landsins. Andreotti hyggst áfrýja fangelsisdómi: Dómarinn fær morðhótanir GIULIO ANDREOTTI Andreotti kom fram í sjónvarpi eftir að dómurinn féll. Hann sagðist afar undrandi á dómnum. AP /S AN D RO P AC E

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.